Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 143. fundur - 19.03.2014

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá ungmennaráði um að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykki þar með að nota sáttmálann sem viðmið í öllu starfi sínu.
"Fulltrúar ungmennaráðs Akureyrarbæjar skora hér með á bæjarráð Akureyrar að innleiða Barnasáttmálann, sem lögfestur var þann 20. febrúar 2013, inn í allt sitt starf og hafa hann að leiðarljósi er varðar öll réttindi barna að 18 ára aldri."
Barnasáttmálann má lesa á slóðinni: https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir hugmynd ungmennaráðs og leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem kanni kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmálann. Fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs verða Anna Hildur Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Ráðið leggur til að ungmennaráð skipi tvo fulltrúa og bæjarráð einn.

Bæjarráð - 3407. fundur - 27.03.2014

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 19. mars 2014:
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá ungmennaráði um að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samþykki þar með að nota sáttmálann sem viðmið í öllu starfi sínu.
"Fulltrúar ungmennaráðs Akureyrarbæjar skora hér með á bæjarráð Akureyrar að innleiða Barnasáttmálann, sem lögfestur var þann 20. febrúar 2013, inn í allt sitt starf og hafa hann að leiðarljósi er varðar öll réttindi barna að 18 ára aldri."
Barnasáttmálann má lesa á slóðinni:
https://www.barn.is/barnasattmalinn/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/
Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir hugmynd ungmennaráðs og leggur til að skipaður verði vinnuhópur sem kanni kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmálann. Fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs verða Anna Hildur Guðmundsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson. Ráðið leggur til að ungmennaráð skipi tvo fulltrúa og bæjarráð einn.

Bæjarráð skipar Odd Helga Halldórsson bæjarfulltrúa í vinnuhópinn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 145. fundur - 23.04.2014

Á fundi sínum 19. mars sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að setja á stofn vinnuhóp sem falið yrði að kanna kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarráði og ungmennaráði og hafa þær tilnefningar borist.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur ákveðið að bæta fulltrúum í vinnuhópinn og óskar því eftir tilnefningum frá félagsmálaráði og skólanefnd. Ráðið óskar einnig eftir því að bæjarlögmaður sitji í vinnuhópnum.

Skólanefnd - 8. fundur - 05.05.2014

Á fundi sínum þann 19. mars 2014 samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að setja á stofn vinnuhóp sem var falið að kanna kosti þess að Akureyrarbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt var á fundi ráðsins þann 23. apríl að óska eftir tilnefningu í vinnuhópinn frá skólanefnd.

Skólanefnd tilnefnir Önnu Sjöfn Jónasdóttur sem sinn fulltrúa í vinnuhópinn.

Félagsmálaráð - 1185. fundur - 14.05.2014

Samfélags- og mannréttindaráð hefur ákveðið að bæta fulltrúum í vinnuhópinn og óskar því eftir tilnefningum frá félagsmálaráði og skólanefnd. Ráðið óskar einnig eftir því að bæjarlögmaður sitji í vinnuhópnum.

Félagsmálaráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur sem sinn fulltrúa í vinnuhópnum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 164. fundur - 26.03.2015

Rætt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnu við innleiðingu hjá Akureyrarbæ. Umræða um innleiðingu hófst á síðasta ári.
https://www.unicef.is/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/
Ráðið frestar umræðu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 165. fundur - 09.04.2015

Rætt var um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnu við innleiðingu hjá Akureyrarbæ. Umræða um innleiðingu hófst á síðasta ári. Ráðið frestaði umræðu á síðasta fundi.
Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fullgiltur á Íslandi í október 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 með lögum nr. 19/2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.
https://www.unicef.is/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/
Lagt fram minnisblað dagsett 9. apríl 2015 frá framkvæmdastjóra og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála um skipan starfshóps til að vinna að innleiðingu.
Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdastjóra og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála verði falið að ganga frá erindisbréfi og óska eftir tilnefningum í starfshópinn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 171. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Unicef á Íslandi, undirritað af Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra. Erindið er ódagsett en barst í tölvupósti 25. september 2015. Þar kemur fram að Akureyrarbæ verði boðið að taka þátt í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Unicef á Íslandi.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Málið er enn í vinnslu. Frestað þar til formlegt erindi berst.

Samfélags- og mannréttindaráð - 173. fundur - 05.11.2015

Lagt var fram erindi sem barst í tölvupósti 22. október 2015 frá Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi. Erindinu fylgir boð til Akureyrar um að taka þátt í innleiðingarverkefni ásamt drögum að samningi.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur eindregið til að gengið verði til samninga við Unicef um verkefnið. Ráðið vísar fjármögnun til bæjarráðs þar sem innleiðingin snertir alla starfsemi sveitarfélagsins.
Ráðið hvetur Unicef til að leita eftir fjárstuðningi frá ríkinu vegna fræðsluhluta samningsins.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1220. fundur - 02.12.2015

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála kynnti stöðuna varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Velferðarráð þakkar kynninguna og lýsir sig reiðubúið að styðja við verkefnið Barnvænt samfélag og hvetur bæjarráð til að samþykkja tilboð frá UNICEF er varðar innleiðingarferlið. Velferðarráð mun nýta barnasáttmálann inn í gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3487. fundur - 10.12.2015

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála kynnti stöðuna varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Velferðarráð þakkar kynninguna og lýsir sig reiðubúið að styðja við verkefnið Barnvænt samfélag og hvetur bæjarráð til að samþykkja tilboð frá UNICEF er varðar innleiðingarferlið. Velferðarráð mun nýta barnasáttmálann inn í gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3495. fundur - 25.02.2016

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs mættu á fund bæjarráðs og kynntu stöðuna á tilboði Unicef á Íslandi varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Unicef varðandi innleiðingu verkferla vegna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 184. fundur - 12.05.2016

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála varðandi innleiðingu sáttmálans. Verið er að vinna að samningi um verkefnið milli menntamálaráðuneytisins, Unicef á Íslandi og Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 191. fundur - 18.10.2016

Tilnefningar í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi milli Akureyrarbæjar og UNICEF á Íslandi um að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Akureyrarbær stefnir fyrst sveitarfélaga að því að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag.



Skipaður verði stýrihópur sem mun halda utan um innleiðingu verkefnisins. Þrátt fyrir breytingar sem framundan eru í stjórnsýslu bæjarins telur ráðið mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans með því að óska eftir fulltrúum í stýrihóp frá skóladeild, fjölskyldudeild, framkvæmdadeild, búsetudeild, ungmennaráði og bæjarráði. Stýrihópurinn verði fullskipaður í janúar nk. eftir stjórnsýslubreytingar.

Bæjarráð - 3528. fundur - 03.11.2016

Tilnefning bæjarráðs í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 18. október 2016:

Tilnefningar í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi milli Akureyrarbæjar og UNICEF á Íslandi um að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Akureyrarbær stefnir fyrst sveitarfélaga að því að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag.

Skipaður verði stýrihópur sem mun halda utan um innleiðingu verkefnisins. Þrátt fyrir breytingar sem framundan eru í stjórnsýslu bæjarins telur ráðið mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans með því að óska eftir fulltrúum í stýrihóp frá skóladeild, fjölskyldudeild, framkvæmdadeild, búsetudeild, ungmennaráði og bæjarráði. Stýrihópurinn verði fullskipaður í janúar nk. eftir stjórnsýslubreytingar.
Bæjarráð skipar Gunnar Gíslason bæjarfulltrúa í stýrihópinn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Umræður varðandi aðkomu ungmennaráðs í vinnu stýrihópsins.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að vinna áfram erindisbréf nefndarmanna í stýrihópi verkefnisins.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að vinna málið áfram.

Samfélags- og mannréttindaráð - 193. fundur - 13.12.2016

Lagt fram minnisblað dagsett 25. nóvember 2016 frá Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála varðandi stuðning við vinnu stýrihóps um innleiðingu á Barnasáttmálanum.
Samfélags- og mannréttindaráð felur forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að vinna málið áfram og leita eftir frekara samstarfi við önnur svið bæjarins.

Frístundaráð - 1. fundur - 17.01.2017

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

Forstöðumenn véku af fundi kl. 15:34. Frístundaráð þakkar þeim fyrir komuna á fundinn.

Anna Hildur Guðmundsson vék af fundi kl. 15:36.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 2. fundur - 27.01.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 17. janúar 2017 um verkefnið þar sem óskað er eftir tilnefningu nefndarmanns í stýrihóp vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista í stýrihópinn.

Velferðarráð - 1247. fundur - 15.02.2017

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 18. október 2016 að leita eftir tilnefningu velferðarráðs á fulltrúa í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

Alfa Aradóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni stýrihópsins.
Velferðarráð tilnefnir Halldóru Kristínu Hauksdóttur sem fulltrúa sinn í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Óskað er eftir tilnefningu frístundaráðs í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmálans.
Frístundaráð samþykkir að Arnar Þór Jóhannesson verði fulltrúi ráðsins í stýrihópnum.

Frístundaráð - 11. fundur - 31.08.2017

Sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um verkefnið.
Þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag við þessa innleiðingu á barnasáttmálanum og vill verða barnavænt sveitarfélag er ákaflega mikilvægt að vel takist til enda má reikna með að önnur sveitarfélög muni horfa til þess hvernig Akureyrarbæ muni ganga með þetta verkefni. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fá starfsmann til að halda utan um verkefnið enda ekki hægt að bæta þessu alfarið á þá starfsmenn sem fyrir eru.

Frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra að ráðningu verkefnastjóra og óskar eftir því við bæjarráð að fjármagni verði veitt í verkefnið á árinu 2018.

Bæjarráð - 3566. fundur - 07.09.2017

6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 31. ágúst 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um verkefnið.

Þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag við þessa innleiðingu á barnasáttmálanum og vill verða barnavænt sveitarfélag er ákaflega mikilvægt að vel takist til enda má reikna með að önnur sveitarfélög muni horfa til þess hvernig Akureyrarbæ muni ganga með þetta verkefni. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fá starfsmann til að halda utan um verkefnið enda ekki hægt að bæta þessu alfarið á þá starfsmenn sem fyrir eru.

Frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra að ráðningu verkefnastjóra og óskar eftir því við bæjarráð að fjármagni verði veitt í verkefnið á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

Frístundaráð - 20. fundur - 14.12.2017

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála gerði grein fyrir ungmennaþingi sem haldið var í Hofi þann 1. desember sl.
Frístundaráð fagnar framtakinu og leggur til að slíkt ungmennaþing verði árlegur viðburður.

Frístundaráð - 23. fundur - 01.02.2018

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri um innleiðingu Barnasáttmálans og Hjördís Eva Þórðardóttir frá UNICEF mættu á fundinn og kynntu stöðu á innleiðingu Barnasáttmálans.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og hvetur til þess að kynningin fari sem víðast innan stjórnsýslunnar.

Frístundaráð - 29. fundur - 12.04.2018

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála kynnti drög að aðgerðaráætlun barnasáttmálans.
Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 12:45.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir mætti á fundinn kl. 12:45.

Fræðsluráð - 15. fundur - 20.08.2018

Vegna forfalla er fundarliðnum frestað til næsta fundar.

Fræðsluráð - 16. fundur - 03.09.2018

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir sérfræðingur á samfélagssviði og Hjördís Eva Þórðardóttir fulltrúi UNICEF komu á fundinn og kynntu næstu skref við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Akureyri.

Frístundaráð - 41. fundur - 17.10.2018

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnasáttmálans mætti á fundinn og fór yfir skýrslu og aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Frístundaráð fagnar framgangi verkefnisins og þakkar fyrir góða skýrslu og kynningu.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að deildarstjóri forvarna- og frístundamála mæti á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. desember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir innleiðingaráætlunina með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fræðsluráð - 2. fundur - 21.01.2019

Alfa Aradóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá samfélagssviði komu á fundinn og kynntu aðgerðaráætlun við innleiðingu Barnasáttmálans hjá Akureyrarbæ 2019-2021.

Bæjarstjórn - 3447. fundur - 22.01.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. desember 2018:

Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir aðgerðaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 13. desember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir innleiðingaráætlunina með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Heimir Haraldsson tók til máls og kynnti efni áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Ólína Freysteinsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir áætlun um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með 11 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Alfa Aradóttir deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs kynntu aðgerðaráætlun barnasáttmálans.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar framkominni aðgerðaráætlun við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þakkar Ölfu og Bryndísi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs kynntu aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Akureyri 2018-2019.
Skipulagsráð þakkar Ölfu og Bryndísi fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1293. fundur - 30.01.2019

Alfa Aradóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá samfélagssviði komu á fundinn og kynntu aðgerðaráætlun við innleiðingu Barnasáttmálans hjá Akureyrarbæ 2019-2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs kynntu aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Akureyri 2018-2019.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 74. fundur - 25.03.2020

Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags gerði grein fyrir stöðu innleiðingar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir mikilli ánægju með hvernig til hefur tekist með verkefnið.