Amtsbókasafnið

Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins. Það er til húsa í glæsilegri byggingu við Brekkugötu 17 og er tilvalið að heimsækja það þó ekki væri til annars en að skoða húsakynnin.
Brekkugötu 17
602 Akureyri
Sími: 460 1250
Netfang: bokasafn@akureyri.is
Heimasíða: amtsbok.is
Facebook

Davíðshús

Erfingjar Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi ánöfnuðu Akureyrarbæ bókasafni og innanstokksmunum hússins að Bjarkarstíg 6, en skáldið byggði og bjó í því húsi til dauðadags 1964.  Upphaflega stóð til að koma mununum fyrir á Amtsbókasafninu, en nokkrir vinir Davíðs efndu þá til landssöfnunar og var húsið keypt og afhent bænum til umsjár.  Þar var opnað safn á efri hæð hússins á afmæli skáldsins 1965, og er íbúð hans varðveitt eins og hann skildi við hana. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu, en auk þess er þar að finna fágæt listaverk eftir vini skáldsins.
Bjarkarstíg 6
Sími: 462 4162

Opnar 1. júní. - Opið fyrir hópa í vetur

Netfang: minjasafnid@minjasafnid.is
Heimasíða: minjasafnid.is

Héraðsskjalasafnið

Hlutverk safnsins er söfnun og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda héraðssögunnar, til notkunar fyrir stjórnsýslu, stofnanir og einstaklinga. Þetta er gert til þess að tryggja hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við vísindalegar rannsóknir og fræðimennsku.
Brekkugötu 17
600 Akureyri
Sími 460 1290

Opið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10.00 - 16.00

Lokað á miðvikudögum

Netfang: herak@herak.is
Heimasíða: herak.is

Hús Hákarla Jörundar

Í þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net
Norðurvegur
630 Hrísey
Sími 695-0077
Netfang: hrisey@hrisey.net

Listasafnið á Akureyri

Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á Norðurlöndum. Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.

Opið alla daga 12-17. Lokað: 24., 25., 31. desember og 1. janúar. Upplýsingar um verð og sýningar er að finna á heimasíðu Listasafnsins (hlekkur hér fyrir neðan).

Kaupvangsstræti 8-12
600 Akureyri
Sími: 461 2610
Netfang: listak@listak.is
Heimasíða: listak.is
Facebook

Minjasafnið

Starfsemi Minjasafnsins á Akureyri er afar fjölbreytt og stendur safnið fyrir fjölmörgum viðburðum auk sýningarhalds. Markmið Minjasafnsins er að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar, einkum þær sem eru lýsandi fyrir daglegt líf og atvinnuvegi í Eyjafirði. Í sýningum safnsins er leitast við að gefa góða innsýn í sögu og menningu héraðsins. Á Minjasafninu gefur að líta þrjár sýningar. Sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn gefa glögga mynd af sögu fjarðar og bæjarins. Margt merkilegra muna er á sýningunum t.d. Þórslíkneski, vefstaður, munir frá Gásum, elsti róðukross á Íslandi, ljósmyndir og kort frá Akureyri auk muna sem tengjast lífi fólks á Akureyri fyrr á tíð.


Opið daglega 13-16


Aðalstræti 58
IS-600 Akureyri
Sími: 462 4162
Netfang: akmus@akmus.is
Heimasíða: akmus.is

Nonnahús

Nonnahús er talið byggt árið 1849. Akureyrarbær á húsið og er þar safn til minningar um rithöfundinn og prestinn Jón Sveinsson, Nonna (1857-1944). Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og er að flestu leyti gott dæmi um elstu timburhúsagerðina. Í safninu er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna, myndir og bækur hans á fjölmörgum tungumálum. 

Opið daglega 13-16


Aðalstræti 54
Sími: 462 3555 / 462 4162
Netfang: nonni@nonni.is
Heimasíða: nonni.is

Síðast uppfært 27. júní 2023