Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar og stendur umsóknartímabilið til og með 14. maí nk. Nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans er að finna hér
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Ráðhús Akureyrar

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 24. apríl

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 24. apríl. Á dagskrá fundarins er meðal annars breytingar í nefndum, ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017, fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018, ýmsar deiliskipulagsbreytingar og starfsáætlun fræðsluráðs.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 24. apríl
Þrír af upphafsmönnum Andrésar andar leikanna með bæjarstjóranum á Akureyri síðasta vetrardag. Frá v…

Andrés önd og nýja stólalyftan

Síðasta vetrardag, við upphaf Andrésar andar leikanna, var undirritaður styrktarsamningur Akureyrarbæjar við skíðahátíðina og daginn eftir, sumardaginn fyrsta, var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli sem verður opnuð í desember.
Lesa fréttina Andrés önd og nýja stólalyftan
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Björg Eiríksdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar

Í dag var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2018-2019 og varð myndlistakonan Björg Eiríksdóttir þess heiðurs aðnjótandi. Hún á að baki breiða menntun á sviði fagurlista, hugvísinda og menntavísinda frá Myndlistaskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
Lesa fréttina Björg Eiríksdóttir er bæjarlistamaður Akureyrar
mynd: Elva Björk Einarsdóttir

Auglýsing um styrki frá velferðarráði

Velferðarráð úthlutar styrkjum til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverkum þess, einu sinni á ári. Velferðarráð stýrir fjölbreyttri velferðarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Styrkir eru m.a. veittir til félagasamtaka og einstaklinga sem starfa á sviði félagsþjónustu.
Lesa fréttina Auglýsing um styrki frá velferðarráði
Grímsey

Grímsey - skipulagslýsing

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Grímsey. Skipulagslýsingin liggur frammi í Múla í Grímsey, þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér fyrir neðan.
Lesa fréttina Grímsey - skipulagslýsing
Glerárgata 26

Lokað hjá fjölskyldusviði 17.-20 apríl

Skrifstofa og afgreiðsla fjölskyldusviðs verður lokuð dagana 17. – 20. apríl vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks. Ef um neyðartilvik er að ræða í barnavernd vinsamlegast hafið samband við 112.
Lesa fréttina Lokað hjá fjölskyldusviði 17.-20 apríl
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Tökum nagladekkin úr umferð

Nagladekk eru ekki leyfileg á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember og óæskileg á öðrum tímum. Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna hafa komið sífellt betur í ljós á síðustu árum. Tökum því nagladekkin úr umferð eigi síðar en 15. apríl.
Lesa fréttina Tökum nagladekkin úr umferð
Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Glerárdal

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Glerárdal

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Glerárdal. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.
Lesa fréttina Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Glerárdal