Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eitt af verkum Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur á sýningunni Kyrrð.

Opnanir í Listasafninu á laugardaginn

Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2018, samsýning listamanna, skólabarna og Leikfangasafnsins á Akureyri, og sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð.
Lesa fréttina Opnanir í Listasafninu á laugardaginn
Frá svæðistónleikunum í Hofi. Mynd af heimasíðu TA.

Uppskeruhátíð tónlistarskóla

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norðausturland fóru fram föstudaginn 9. febrúar síðastliðinn í Hofi og stóðu fulltrúar Tónlistarskólans á Akureyri sig með mikilli prýði. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi.
Lesa fréttina Uppskeruhátíð tónlistarskóla
Tölvuteikning úr nýjum húsakynnum Listasafnsins á Akureyri.

Listasafnið á Akureyri greiðir listamönnum

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu 8. febrúar sl. voru samþykkt drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum". Í fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 1,5 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna verkefnisins og byggir hún á því að fjárheimildir sem á vantar til að fjármagna það að fullu séu þegar fyrir í rekstri safnsins, en heildarkostnaður er áætlaður um 4,5 m.kr. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að kostnaðurinn verði sýnilegur í bókum safnsins.
Lesa fréttina Listasafnið á Akureyri greiðir listamönnum
Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Óvissustig vegna jarðskjálfta

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.
Lesa fréttina Óvissustig vegna jarðskjálfta
Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. febrúar

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. febrúar

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. febrúar. Á dagskrá fundarins er meðal annars umfjöllun um deiliskipulag Torfunesbryggju, aðalskipulag Akureyrar, endurskoðun á reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og samgöngusamningar.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. febrúar
Mynd: Auðunn Níelsson.

Lágmörkum fjölpóst

Eitt af markmiðum í umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar er að fjölpóstur sem berst inn á heimili bæjarins sé sem minnstur.
Lesa fréttina Lágmörkum fjölpóst
Frá fundi sveitarstjórnarfólks með þingmönnum kjördæmisins. Mynd: Hulda Sif Hermannsdóttir.

Bæjarfulltrúar funduðu með þingmönnum

Bæjarfulltrúar á Akureyri, og annað sveitarstjórnarfólk úr Eyjafirði, sátu í gær fund með þingmönnum kjördæmisins.
Lesa fréttina Bæjarfulltrúar funduðu með þingmönnum
Baldvin Valdemarsson og Matthías Rögnvaldsson

Baldvin og Matthías í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 15. febrúar verða bæjarfulltrúarnir Baldvin Valdemarsson og Matthías Rögnvaldsson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Baldvin og Matthías í viðtalstíma
Frá vinstri: Guðmundur H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku, Sif Konráðsdóttir aðstoðarmaður ráðh…

Umhverfisráðherra fór "Græna hringinn"

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Isaksen og Dagbjört Pálsdóttir, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ og Guðmundur Haukur Sigurðarsson framkvæmdastjóri Vistorku tóku á móti Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og aðstoðarfólki hans á Akureyri fyrr í dag.
Lesa fréttina Umhverfisráðherra fór "Græna hringinn"