Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Aðalskipulagsbreyting

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Stígur meðfram Eyjafjarðarbraut

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. júní 2017 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna stígs meðfram Eyjafjarðarbraut.
Lesa fréttina Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Stígur meðfram Eyjafjarðarbraut
Frá vinstri: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Svafa Þórhallsdóttir.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 30 ára

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru orðnir fastur liður í menningarstarfi Norðurlands og fagna í ár 30 ára starfsafmæli. Tónleikar verða haldnir á sunnudögum í júlímánuði og er dagskráin sem fyrr fjölbreytt og glæsileg. Styrktaraðilar tónleikaraðarinnar eru Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Héraðssjóður Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis, Menningarsjóður Akureyrar og Tónlistarsjóður.
Lesa fréttina Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 30 ára
Listasumar á Akureyri sett á laugardag í Listagilinu

Listasumar á Akureyri sett á laugardag í Listagilinu

Listasumar á Akureyri 2017 verður sett kl. 14 laugardaginn 24. júní í Listagilinu og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setja dagskrána eftir að búið er að flagga Listasumarsfána ofarlega í Gilinu. Dagskrá Listasumars er afar fjölbreytt og spennandi.
Lesa fréttina Listasumar á Akureyri sett á laugardag í Listagilinu
Hópurinn við Veggverkið.

Alþjóðlegt Veggverk

Nú hefur félagsskapurinn "Alþjóðlegar Kaffikonur á Akureyri" myndskreytt Veggverk.org á vesturvegg hússins við Strandgötu 17 og vilja konurnar með því senda litríkar og glaðlegar sumarkveðjur til allra Akureyringa. Kaffikonurnar sem lögðu gjörva hönd á plóg eru Ceniza frá Filippseyjum, Kheirie frá Líbanon, Jutta frá Austurríki, Lilian frá Filippseyjum, Aija frá Lettlandi, Melisa frá Filippseyjum, Alexandra frá Réunion, Zane frá Lettlandi, Surekha frá Indlandi, Olga frá Rússlandi, Silvia frá Þýskalandi og Dagrún frá Íslandi.
Lesa fréttina Alþjóðlegt Veggverk
Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð á Akureyri er 24 tíma hátíð sem hefst kl. 12 á föstudag og stendur til klukkan 12 á laugardag. Á dagskránni eru 25 viðburðir út um allan bæ og fjölbreytnin er í fyrirrúmi.
Lesa fréttina Jónsmessuhátíð á Akureyri

Bíladagar með besta móti

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ástandið í bænum á nýliðnum Bíladögum sannarlega mun betra en verið hefur síðustu árin. Þetta kom fram á fundi fulltrúa frá löreglunni, Aflinu, Bílaklúbbi Akureyrar, Akureyrarstofu, Eyjafjarðarsveit og Slökkviliðinu á Akureyri sem haldinn var í gær.
Lesa fréttina Bíladagar með besta móti
Hvað á braut 1 að heita? Braut 2 og braut 3?

Hvað eiga brautirnar að heita?

Auglýst hefur verið eftir nöfnum á nýju vatnsrennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar. Festur til að senda inn tillögur rennur út þriðjudaginn 27. júní og eftir það fer dómnefnd yfir innsendar tillögur og velur þær bestu. Vinningshafi væri að launum árskort í Sundlaug Akureyrar og fær að auki að fara fyrstu ferðina í eina af rennibrautunum þremur þegar þær verða vígðar um mánaðamótin.
Lesa fréttina Hvað eiga brautirnar að heita?
Kletturinn Borgin í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Fjöldi verkefna í Hrísey og Grímsey hlaut styrki

Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnin "Hrísey, perla Eyjafjarðar" og "Glæðum Grímsey" í maí 2017. Alls bárust um tíu umsóknir um styrk í Hrísey og fimm umsóknir í Grímsey.
Lesa fréttina Fjöldi verkefna í Hrísey og Grímsey hlaut styrki
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Kvennasöguganga í dag

Í tilefni kvenréttindadagsins, mánudagsins 19. júní, býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem sett hafa svip sinn á Brekkuna.
Lesa fréttina Kvennasöguganga í dag
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?