Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Snjómokstur í Kaupvangsstræti í gær.

Um snjómokstur í bænum

Síðustu dægrin hefur kyngt niður snjó á Akureyri og fer sums staðar að verða nokkuð torfært í hverfum bæjarins. Unnið er að því að moka götur bæjarins og ryðja gangstéttar samkvæmt ákveðinni forgangsröðun.
Lesa fréttina Um snjómokstur í bænum
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar

Frístundaráð Akureyrarbæjar auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar ráðsins. Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttismála í samræmi við Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar
Frá skemmtuninni á Ráðhústorgi í fyrra. Mynd: Ragnar Hólm.

Jólagleði á Ráðhústorgi á laugardag

Næsta laugardag, 25. nóvember kl. 16, taka Akureyringar formlega við jólatrénu sem vinabærinn Randers í Danmörku gefur þeim að venju og verður ýmislegt til gamans gert. Lúðrasveit Akureyrar spilar jólalög og Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju syngur með dyggri aðstoð vaskra jólasveina sem koma kafrjóðir til byggða.
Lesa fréttina Jólagleði á Ráðhústorgi á laugardag
Umhverfismiðstöð óskar eftir tilboðum í bifreiðar og tæki

Umhverfismiðstöð óskar eftir tilboðum í bifreiðar og tæki

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar og tæki:
Lesa fréttina Umhverfismiðstöð óskar eftir tilboðum í bifreiðar og tæki
Tveir nemendur í Grímseyjarskóla við vegginn góða.

Íslenskt í grunnskólum bæjarins

Krakkar í grunnskólum Akureyrarbæjar héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan í gær, heiðruðu minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og fundu upp á ýmsu sem gæti orðið til að auðga og efla íslenskuna.
Lesa fréttina Íslenskt í grunnskólum bæjarins
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fundur bæjarstjórnar 21. nóvember

Fundur verður í bæjarstjórn Akureyrar þriðjudaginn 21. nóvember og eru sex mál á dagskrá. Fundurinn er haldinn í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefst kl. 17. Sjónvarpað er frá fundin daginn eftir, miðvikudag, kl. 14 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundum bæjarstjórnar á heimasíðu Akureyrarbæjar og þar er einnig hægt að nálgast upptökur frá þeim.
Lesa fréttina Fundur bæjarstjórnar 21. nóvember
Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi

Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi

Kynning á deiliskipulagi Hesjuvalla, sem liggur neðan Lögmannshlíðarvegar,
Lesa fréttina Hesjuvellir - Kynning á deiliskipulagi
Jónas Hallgrímsson.

Jónas Hallgrímsson hylltur í Hofi

Jónasarsetur, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal, býður til afmælisdagskrár Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds, náttúrufræðings og nýyrðasmiðs undir heitinu "Á íslensku má alltaf finna svar" laugardaginn 18. nóvember kl. 14 í Hamraborg í Hofi í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.
Lesa fréttina Jónas Hallgrímsson hylltur í Hofi
Nokkrar myndir frá þemadögunum.

Litríkir þemadagar í Oddeyrarskóla

Á nýafstöðnum þemadögum í Oddeyrarskóla hafa nemendur unnið ýmis verkefni sem tengjast 60 ára afmælishátíð skólans sem verður þann 7. desember nk.
Lesa fréttina Litríkir þemadagar í Oddeyrarskóla