Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nýja táknið fyrir heimsskautsbauginn í Grímsey, Orbis et Globus.

Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla

Árið 2018 hefur Akureyrarstofa, með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, leitt vinnu við undirbúning markaðssetningar Grímseyjar með áherslu á erlenda ferðamenn. Kynningarefnis hefur verið aflað, bæði myndbanda og ljósmynda, um leið og farið var í greiningu á verðmætasta markhópnum fyrir eyjuna. Það var meðal annars gert með viðtölum við fólk sem starfar við ferðaþjónustu í Grímsey og með því að leggja viðhorfskönnun fyrir ferðafólk á leið úr eyjunni.
Lesa fréttina Staðsetning Grímseyjar og fuglalíf heilla
Haust á Akureyri. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Brýnt að auka og bæta samveru

Á fundi frístundaráði Akureyrarbæjar 7. desember sl. voru kynntar niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar vorið 2018 um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.
Lesa fréttina Brýnt að auka og bæta samveru
Myndir: Halla Ingólfsdóttir

Aðventan í Grímsey

Veður er búið að vera gott í Grímsey á aðventunni og mikið um að vera. Búið er að skreyta víða og að venju brosir gamli jólasveinninn nú sínu breiðasta kominn í glugga Grímseyjarbúðarinnar á ný. Löng hefð er fyrir því að halda Lúsíuhátíð í Grímsey og var engin undantekning á því þetta árið þrátt fyrir að börnum hafi fækkað talsvert í eyjunni.
Lesa fréttina Aðventan í Grímsey
Aðgerðaáætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Aðgerðaáætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn þriðjudaginn 11. desember.
Lesa fréttina Aðgerðaáætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2019, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020-2022, var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu af rekstri A- og B-hluta Akureyrarbæjar á árinu 2019 um 660 milljónir króna.
Lesa fréttina Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt í bæjarstjórn
Sandur til hálkuvarna

Sandur til hálkuvarna

Nú er víða fljúgandi hálka í bænum og eru bæjarbúar og gestir beðnir að fara varlega. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur komið fyrir haugum af grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna.
Lesa fréttina Sandur til hálkuvarna
Titan Airways lenti á Akureyrarflugvelli á mánudag með fyrstu farþega vetrarins á vegum bresku ferða…

Fagna skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, þriðjudaginn 11. desember, var samþykkt eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:
Lesa fréttina Fagna skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs
Samþykktar skipulagstillögur

Samþykktar skipulagstillögur

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi:
Lesa fréttina Samþykktar skipulagstillögur
Ólafur Stefánsson.

Fræðsla um eldvarnir skilar árangri

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir.
Lesa fréttina Fræðsla um eldvarnir skilar árangri
Brandugla á hreiðri í Krossanesborgum - myndina tók Eyþór Ingi Jónsson

Skýrsla um fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018

Í Krossanesborgum fer á fimm ára fresti fram talning á fuglum og nú er komin út fimmta skýrslan um fuglalíf í fólkvanginum. Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005 í anda Staðardagskrár 21 en svæðið er mikilvægur varpstaður fugla í Eyjafirði.
Lesa fréttina Skýrsla um fuglalíf Krossanesborga sumarið 2018
Það viðraði ekki vel fyrir skrúðgöngu í afmælisviku Glerárskóla en starfsfólk og nemendur létu það e…

Glerárskóli 110 ára

Grein í skólablað Glerárskóla í tilefni af 110 ára afmæli skólans.
Lesa fréttina Glerárskóli 110 ára