Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Anders Peter.

Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?

Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna.
Lesa fréttina Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?
Sjónvarpsskjárinn við nýju heitu pottana.

Opið lengur á sumrin

Afgreiðslutími Sundlaugarinnar á Akureyri hefur nú verið lengdur þannig að í sumar verður opið til kl. 21 á laugardagskvöldum og 19.30 á sunnudagskvöldum.
Lesa fréttina Opið lengur á sumrin
Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.

Betri heimaþjónusta en áður

Í byrjun mánaðarins var Sóleyju Sigdórsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur, starfsmönnum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, veittur dálítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf en þær láta nú senn af störfum. Sóley hefur starfað í heimaþjónustunni í rúm 23 ár og Kristín í rúm 27 ár.
Lesa fréttina Betri heimaþjónusta en áður
Mynd: Auðunn Níelsson.

Auglýst eftir bæjarstjóra

Auglýst er eftir bæjarstjóra á Akureyri. Starf bæjarstjóra er fjölbreytt, krefjandi en um leið gefandi og viðburðarríkt. Leitað er að aðila sem er atorkusamur, metnaðarfullur og tilbúinn að leggja sig allan fram, býr yfir góðri reynslu og hefur einlægan áhuga á að ná árangi í starfi. Viðkomandi þarf að eiga góð samskipti fyrir hönd bæjarfélagsins og vera talsmaður þess í samskiptum við íbúa, fjölmiðla, viðskiptavini og opinbera stjórnsýslu.
Lesa fréttina Auglýst eftir bæjarstjóra
Hópurinn ásamt Ingibjörgu Isaksen formanni fræðsluráðs.

Fræðsluráð afhendir viðurkenningar

Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018.
Lesa fréttina Fræðsluráð afhendir viðurkenningar
17. júní á Akureyri

17. júní á Akureyri

Á sunnudag halda Íslendingar þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan og stofnun lýðveldisins verður minnst með hátíðardagskrá í Lystigarðinum frá kl. 13-14. Dagskrá verður í miðbænum frá 14-16 og aftur frá kl. 20 til miðnættis.
Lesa fréttina 17. júní á Akureyri
Hver vill hundaskít?

Hver vill hundaskít?

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að samkvæmt 11. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald í bænum er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Lesa fréttina Hver vill hundaskít?
Eftir fundinn um Bíladaga sem haldinn var í Rósenborg. Mynd: Ragnar Hólm.

Virðum næði og öryggi annarra

Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og tjaldsvæðunum á Hömrum og Hrafnagili funduðu í dag um Bíladaga 2018 sem hefjast á fimmtudag og lýkur formlega með bílasýningu á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Lesa fréttina Virðum næði og öryggi annarra
Málefnasamningurinn kynntur. Bæjarfulltrúar meirihlutans sitjandi frá vinstri: Dagbjört Pálsdóttir (…

Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 og undirritað málefnasamning því til staðfestingar.
Lesa fréttina Málefnasamningur nýs meirihluta kynntur