Lausar lóðir

Mynd af AkureyriErtu að leita að byggingarlóð fyrir íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði? Akureyrarbær er sveitarfélag í stöðugum vexti og hér eru mikil tækifæri.

Hér má nálgast hlekk á útboðssíðu lóða.

Á kortavef er hægt að skoða allar lausar atvinnuhúsalóðir sem hægt er að sækja um beint án útboðs, skipulag, teikningar, staðsetningu lagna og fleira. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Reglur um lóðaveitingar

Ath. Samþykkt hefur verið að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum í Hrísey til ársloka 2024.


Hér eru allar upplýsingar um lausar lóðir fyrir:

Íbúðarhúsnæði 

Atvinnuhúsnæði

Miðsvæði 

Ýmsar upplýsingar 

Við lóðarúthlutun er lagt á staðfestingargjald og gatnagerðargjald skv. gjaldskrá bæjarins hverju sinni.

  • Staðfestingargjaldið er lagt á með 15 daga gjaldfresti, sjá gjaldskrá.
  • Gatnagerðargjaldið er lagt á með 30 daga gjaldfresti, sjá gjaldskrá. Gatnagerðargjald - stofn gatnagerðargjalds er það byggingarmagn sem heimilað er á lóðinni skv. skipulagi. Sem dæmi ef heimilað er að byggja 250 fermetra hús á lóð þá þarf umsækjandi að greiða fyrir það byggingarmagn þrátt fyrir að hann hafi hugsað sér að byggja minna hús.

Frá úthlutun fær umsækjandi 9 mánuði til að hefja framkvæmdir og þar af 8 mánuði til að leggja inn teikningar. Sjá alm. byggingarskilmála.

Ef lóð er auglýst með fyrirvara um byggingarhæfi þýðir það að lóðin er ekki tilbúin til að hefja á henni framkvæmdir. Þá er við úthlutun lagður á helmingur gatnagerðar- gjalda og síðari hlutinn þegar lóðin verður byggingarhæf og frá þeim tíma byrjar teikni- og framkvæmdafrestur að telja.

  • Byggingargjald er lagt á í tengslum við samþykkt á teikningum/byggingaráformum, sjá gjaldskrá.
  • Bílastæðagjald er lagt á í tengslum við samþykkt á byggingaráformum, ef ekki er hægt að koma tilskyldum fjölda bílastæða innan lóðarinnar, sjá gjaldskrá.
  • Útmæling fyrir húsi er lagt á í tengslum við samþykkt á teikningum/byggingaráformum, sjá gjaldskrá.
  • Lóðarsamningur nýrrar lóðar er gerður þegar öll gjöld hafa verið greidd að fullu eða um þau samið við bæjarsjóð og byggingaráform hafi verið samþykkt sjá gjaldskrá.
  • Ef um fjöleignarhús er að ræða þarf jafnframt að gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið, sjá gjaldskrá
  • Framsal byggingarréttar til þriðja aðila er ekki heimilt fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út og lokið hafi verið við að steypa sökkla viðkomandi húss.

Athugið að Norðurorka innheimtir öll veitugjöld, nordurorka.is

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má senda póst á skipulag@akureyri.is

Síðast uppfært 19. janúar 2024