Lausar lóðir

 Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur um lóðaveitingar, samþykktar í bæjarstjórn 23. janúar 2018.

  • Nýjar lóðir eru auglýstar sérstaklega (1. auglýsing) með 2ja vikna umsóknarfresti og fer úthlutunin fram skv. vinnureglum.
  • Ef lóð er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða úthlutun hefur gengið til baka af einhverri ástæðu, er hún auglýst á heimasíðu og í þjónustuveri bæjarins (2. auglýsing) með tveggja vikna umsóknarfresti. Sæki þá aðeins einn um slíka lóð er byggingarfulltrúa heimilt að veita hana, en sæki fleiri fer úthlutunin fram eftir áðurnefndum vinnureglum.
  • Lóðir sem ekki ganga út eftir 2. auglýsingu eru ekki auglýstar oftar sérstaklega og er byggingarfulltrúa heimilt að veita þær þegar umsókn berst.

Gögn með umsókn

  • Einstaklingum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni í húsnæði. Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.
  • Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð. Einstaklingar njóta forgangs við úthlutun í einbýlis og parhúsalóðir.

Umsóknareyðublöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu skipulagsdeildar og í þjónustuveri bæjarins Geislagötu 9. Einnig er hægt að fylla út lóðarumsókn sem fæst HÉR

(Uppfært 30. nóv. 2016)

Kostnaður 

Við lóðarúthlutun er lagt á staðfestingargjald og gatnagerðargjald skv. gjaldskrá bæjarins hverju sinni. 

  • Staðfestingargjaldið er lagt á með 15 daga gjaldfresti, sjá gjaldskrá.
  • Gatnagerðargjaldið er lagt á með 30 daga gjaldfresti, sjá gjaldskrá. Gatnagerðargjald - stofn gatnagerðargjalds er það byggingarmagn sem heimilað er á lóðinni skv. skipulagi. Sem dæmi ef heimilað er að byggja 250 fermetra hús á lóð þá þarf umsækjandi að greiða fyrir það byggingarmagn þrátt fyrir að hann hafi hugsað sér að byggja minna hús.

Frá úthlutun fær umsækjandi 9 mánuði til að hefja framkvæmdir og þar af 8 mánuði til að leggja inn teikningar. Sjá alm. byggingarskilmála

Ef lóð er auglýst með fyrirvara um byggingarhæfi þýðir það að lóðin er ekki tilbúin til að hefja á henni framkvæmdir. Þá er við úthlutun lagður á helmingur gatnagerðar- gjalda og síðari hlutinn þegar lóðin verður byggingarhæf og frá þeim tíma byrjar teikni- og framkvæmdafrestur að telja.

  • Byggingargjald er lagt á í tengslum við samþykkt á teikningum/byggingaráformum, sjá gjaldskrá.
  • Bílastæðagjald er lagt á í tengslum við samþykkt á byggingaráformum, ef ekki er hægt að koma tilskyldum fjölda bílastæða innan lóðarinnar, sjá gjaldskrá
  • Útmæling fyrir húsi er lagt á í tengslum við samþykkt á teikningum/byggingaráformum, sjá gjaldskrá

Athugið að Norðurorka innheimtir öll veitugjöld. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum má senda póst á skipulagsdeild@akureyri.is

 

Síðast uppfært 05. júlí 2018