Sundlaugar

Hvað kostar í sund?

Sundlaugarnar eru griðastaður þar sem allir geta slakað á, stundað heilsurækt og leikið sér langt frá dagsins amstri. 
Akureyrarbær rekur fjórar sundlaugar, þar af eru tvær á Akureyri, ein í Grímsey og ein í Hrísey.

Sjá nánari upplýsingar um laugarnar hér fyrir neðan.

Verið hjartanlega velkomin í sundlaugar Akureyrar.

 

Sundlaug Akureyrar

Mynd af útilaugum Sundlaugar AkureyrarÞingvallastræti 21, 600 Akureyri
Sími: 461 4455
Netfang: sund@akureyri.is

Verð 2022:  
Fullorðnir 1.100 kr.
Fullorðnir (67 ára og eldri) 270 kr.
Börn (6-17 ára) 270 kr.
Sjá meira í gjaldskrá  

 

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi
Vetraropnun 23. ágúst til 3. júní  
Mánudaga – föstudaga:  06:45 – 21:00
Laugardaga:  09:00 – 19:00
Sunnudaga:  09:00 – 19:00
Sumaropnun 4. júní til 24. ágúst  
Mánudaga – föstudaga: 06:45 – 21:00
Laugardaga:  08:00 – 21:00
Sunnudaga:  08:00 – 19:30
Afgreiðslutími um Páska 2022    
10. apríl  - Pálmasunnudagur   9:00 – 19:00
11. - 13. apríl    6:45 – 21:00
14. apríl  - Skírdagur   9:00 – 19:00
15. apríl  - Föstudagurinn Langi   9:00 – 19:00
16. apríl - laugardagur fyrir páska   9:00 – 19:00
17. apríl -  Páskasunnudagur   9:00 – 19:00
18. apríl - Annar í Páskum   9:00 – 19:00
Aðrir hátíðsdagar apríl - ágúst 2022    
21. apríl  - Sumardagurinn Fyrsti    9:00 – 19:00
1. maí - Baráttudagur verkalýðsins    Lokað
26. maí - Uppstigningardagur    9:00 – 19:00
5. júní - Hvítasunnudagur    8:00 – 19:30
6. júní - Annar í Hvítasunnu    8:00 – 19:30
17. júní - Þjóðhátíðardagur Íslendinga    Lokað
1. ágúst - Frídagur Verslunarmanna    8:00 – 19:30

 

Aðgengi fyrir alla:

Aðgengi hjólastóla að búningsklefum er gott. Búningsklefar eru með sérstök rými fyrir fatlað fólk sem þarf á aðstoð að halda við sundferðir. Þessir rými eru með góðu hjólastólaaðgengi.

Í Sundlaug Akureyrar er í boði einstaklingsklefi á 2. hæð byggingarinnar. Einstaklingsklefinn er aðgengilegur fyrir fatlaða og lyfta er á milli hæða. Í klefanum eru læstir skápar, hreyfanlegur bekkur og handsturta með stuðningshandfangi. Stuðningshandföng eru einnig við klósett.

Einstaklingsklefinn er opinn öllum sem um hann biðja.

Segllyfta er í boði í Sundlaug Akureyrar og einnig stólalyfta að innilaug, báðum útilaugunum og stórum heitum potti sem er 38°C.

Lyfta fyrir hjólastóla er að innipottinum og eldra sundlaugarkarinu.

 

Glerárlaug


Höfðahlíð
Sími: 462 1539
Netfang: glerarlaug@akureyri.is

Verð 2022: 

Fullorðnir.................................1.100 kr.
Fullorðnir (67 ára og eldri)....... 270 kr 
Börn (6-17 ára)...........................270 kr.
Sjá meira í gjaldskrá

Opnunartími:
Vetur (1.9 - 31.5): Alla daga kl.18-19:30
Sumar (1.6. - 31.8.): Laugin verður lokuð í sumar.
Páskar: Skírdagur og laugardagur kl. 9.00 - 14.30, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Jól: Opið kl. 6.45 - 13 á Þorláksmessu, kl. 6.45 - 11 á aðfangadag. Lokað á jóladag og annan í jólum. Opið 6.45 - 21.00 frá 27. til og með 30. desember. Gamlársdag kl. 6.45 - 11.00. Lokað á nýársdag. Opið 9.00 - 12.00 annan janúar.
Aðrir hátíðisdagar: Sumardagurinn fyrsti kl. 9.00 - 14.30, 1. maí - lokað, Uppstigningardag kl. 9.00 - 14.30, Hvítasunnudagur - lokað, annar í hvítasunnu - lokað, 17. júní - lokað.

Glerárlaug er frábær innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna og unglinga, auk allra annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa.

Aðgengi hjólastóla að búningsklefum er gott. Ofan í sundlaug er til staðar lyfta fyrir þá sem það þurfa. Færanleg lyfta er væntanleg til að hafa úti á pottasvæðinu til að aðstoða fatlað fólk við að fara ofan í og upp úr pottunum.

Íþróttamiðstöðin í Hrísey

Austurvegi 5
Sími: 461 2255

Verð 2022: 

Fullorðnir.................................1.100 kr.
Fullorðnir (67 ára og eldri)....... 270 kr 
Börn (6-17 ára)...........................270 kr.
Sjá meira í gjaldskrá

Opnunartími:
Vetur (23. ágúst - 6. júní): Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 15.00 - 19.00, föstudaga kl. 15.00 - 18.00, laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 16.00, Lokað mánudaga
Sumar (7. júní - 21. ágúst): Virkir dagar kl. 10.30 - 19.00, helgar kl. 10.30 - 17.00
Páskar: Skírdag, föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan í páskum opið frá kl. 13.00 - 16.00.
Jól og áramót 2021: 
21. - 22. des kl. 15.00-19.00
23. - 27. des lokað
28. - 30. des kl. 15.00-19.00
31. des. - 1. jan lokað
2. jan
kl. 13.00 - 16.00

Aðrir hátíðisdagar: Frídagur verkalýðsins, 17. júní og frídagur verslunarmanna. 

Íþróttamiðstöðin í Hrísey er fjölnota íþróttamiðstöð sem býður upp á tækjasal til líkamsræktar og íþróttasal 12x20m þar sem hópar geta leigt tíma. Þar er fundarsalur fyrir minni fundi auk þess sem íþróttasalurinn er leigður út fyrir fundi og samkomur.

Í Hrísey er sérstakur búnings- og sturtuklefi fyrir fatlað fólk með góðu aðgengi út á sundlaugarsvæði fyrir hjólastóla. Engin lyfta er í laug eða pottum.

Sundlaugin í Grímsey

Sími: 467 3155

Verð 2022: 

Fullorðnir.................................1.100 kr.
Fullorðnir (67 ára og eldri)....... 270 kr 
Börn (6-17 ára)...........................270 kr.
Sjá meira í gjaldskrá

Opnunartími:
Alla virka daga kl. 17.00-18.15.
Lokað um helgar.

Sjá einnig auglýsingu í búðinni í Grímsey. 

Í Grímsey er innanhúss sundlaug (12.5 x 6 m), með heitum potti.

Jól og áramót: opið 27.-29. des kl. 20.00-21.30.

Sundlaugin í Grímsey er ekki með séraðstöðu fyrir fatlað fólk. Innanhúss kemst hjólastóll um húsið en þar er innilaug og innipottur.

Síðast uppfært 31. maí 2022