Heimsendur matur

Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar einnig um helgar og hátíðisdaga og er honum ekið til neytenda frá Matsmiðjunni. Greitt er samkvæmt gjaldskrá heimaþjónustu.

Upplýsingar til viðskiptavina heimaþjónustunnar sem hafa verið metnir í þörf fyrir heimsendan mat.

Um er að ræða hádegismat frá Matsmiðjunni. Matnum er ekið til fólks milli kl. 11:40-12:40, BSO sér um aksturinn.

Afpantanir þurfa að berast til Matsmiðjunnar s. 462 2200 ekki seinna en kl. 11:00 viðkomandi dag.

Eftir að einstaklingur hefur verið samþykktur í þjónustu fyrir heimsendan mat fer upplýsingabréf til neytandans. Annað hvort hefur hann samband milliliðalaust við Matsmiðjuna í s. 462 2200 eða tölvupósti matsmidjan@matsmidjan.is eða þjónustufulltrúa velferðarsviðs s. 460 1410 netfang velferdarsvid@akureyri.is.

Daglega er í boði fjórir réttir, fiskur, kjöt, létt og hollt, grænmetisréttur.

Sjá matseðil á matsmidjan.is athugið að valréttir eru ekki í boði.

Þegar neytandi velur sér daga og rétti er hægt að hafa í huga að er hægt að einfalda valið og fastsetja matartegund á daga.

Dæmi:

mánudaga/fisk
þriðjudag/kjöt
miðvikudag/fisk
fimmtudaga/kjöt
föstudag/fisk
laugardag/fisk/kjöt
sunnudag/kjöt

þessu er má alltaf breyta og er þá haft samband við Matsmiðjuna eða velferðarsvið.

Matseðill sem gildir í tvær vikur í senn er sendur neytenda heim með matarbakka.

Reikningur er sendur í byrjun næsta virka mánaðar og innheimt eftir fjölda heimsendra máltíða. 

Athugið: 7 daga á ári er í boði kaldur matur frá Matsmiðjunni, dagarnir eru: nýjársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna og jóladagur.

Sótt er um heimsendan mat í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli fyrir viðkomandi. Einnig er hægt að prenta út umsóknina (umsóknirog skila inn til móttöku velferðarsviðs Akureyrarbæjar eða senda á netfangið velferdarsvid@akureyri.is .

Velferðarsvið Akureyrarbæjar er við Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Skrifstofan er opin alla virka dag kl. 09:00-15:00 og síminn er 460-1400.

 

Matseðilinn er hægt að nálgast á heimasíðu Matsmiðjunnar matsmidjan.is athugið að valréttir eru ekki í boði.

Síðast uppfært 24. janúar 2022