Heimsendur matur

Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar (líka um helgar og hátíðisdaga) og er honum ekið til notenda frá Öldrunarheimilinu Hlíð. Greitt er samkvæmt gjaldskrá heimaþjónustu.

Umsókn um heimsendan mat á er á umsóknareyðublöðum um heimaþjónustu.

Til að sækja um þjónustu smellið hér á umsóknir,  einnig hægt að sækja um rafrænt í gegnum Þjónustugátt.  

Allar óskir um breytingar og tilkynningar um fjarveru þurfa að berast til afgreiðslu búsetusviðs (fyrir kl. 10:00 ef breytingin á að verða samdægurs).

Skrifstofa búsetusviðs er opin alla virka daga kl. 09:00-15:00 og síminn er 460-1410. Einnig er möguleiki að senda tölvupóst á netfangið busetusvid@akureyri.is

Matseðilinn er hægt að nálgast á heimasíðu Öldrunarheimilanna (fyrir neðan fréttirnar).

 

Síðast uppfært 02. mars 2020