Heimsendur matur

Einstaklingar sem ekki geta annast matseld sjálfir og eru metnir í þörf fyrir þá þjónustu eiga kost á að fá heimsendan mat. Boðið er upp á mat í hádeginu alla daga vikunnar einnig um helgar og hátíðisdaga og er honum ekið til neytenda. Greitt er samkvæmt gjaldskrá velferðarsviðs.

Sótt er um heimsendan mat í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar og til þess eru notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli fyrir viðkomandi. Einnig er hægt að prenta út umsóknina (umsóknirog skila inn til móttöku velferðarsviðs Akureyrarbæjar eða senda á netfangið velferdarsvid@akureyri.is

Þegar umsókn hefur verið samþykkt er hægt að panta matarbakka á milli klukkan 09:00 og 13:00 alla virka daga með því að senda tölvupóst á netfangið matarbakkar@hlid.is eða með því að hringja í síma: 6149117. Athugið að pantanir og breytingar þurfa að berast með viku fyrirvara.

 

Velferðarsvið Akureyrarbæjar er við Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Skrifstofan er opin alla virka dag kl. 09:00-15:00 og síminn er 460-1000.

Síðast uppfært 12. janúar 2024