Akstursþjónusta

Akstursþjónusta Akureyrarbæjar er ætluð einstaklingum sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur til lengri tíma en þrjá mánuði.

Megintilgangurinn er að fólk geti stundað vinnu, nám, notið heilbrigðisþjónustu, hæfingar og þjálfunar hvers konar og tómstunda. Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Akureyri en nær einnig til endurhæfingaraðstöðu í Kristnesi.

Sjá upplýsingabækling um akstursþjónustu

Fyrirkomulag akstursþjónustu og ferliþjónustu

Akstursþjónustan er veitt virka daga kl. 7:30-23:30 og er gjaldfrjáls. 

Allar beiðnir um akstur eða breytingar á ferðum þurfa að berast fyrir kl. 15:30 daginn áður en akstur fer fram í síma 462-5959. 

Vaktsími ferliþjónustu kl. 15:30-23:30 á virkum dögum er 840-4167. 

Um helgar og á öðrum almennum frídögum er þjónustunni sinnt af BSO og er hægt panta akstur í síma 461-1010. Þar sem BSO er ekki með hjólastólabíl til umráða sjá verktakar um ferliakstur með hjólastól og tekur Akureyrarbær þátt í ferðakostnaði með sérstökum ferðakortum. Hafa skal samband við þá í eftirtalinni röð:

1. Auðunn Benediktsson, sími 892-4257
2. Sýsli- ferðir og ökukennsla ehf., sími 835-5855
3. Sérleyfisbílar Ak. -Norðurleið, sími 550-0700

Nánari upplýsingar 

Sótt er um akstursþjónustu í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar (umsóknir > velferðarmál > umsókn um akstursþjónustu). Til að skrá sig inn í þjónustugáttina þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi umsækjanda á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli. 

Matshópur skipaður af sviðsstjóra velferðarsviðs metur þörf fyrir þjónustuna og afgreiðir umsóknir. Strætisvagnar Akureyrar sjá um framkvæmd.

Smelltu hér til að skoða reglur um akstursþjónustu.  

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við velferðarsviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26.

Móttaka velferðarsviðs er opin alla virka daga kl. 9:00-15:00, sími: 460 1400. Netfang: velferdarsvid@akureyri.is.

Síðast uppfært 18. janúar 2024