Frístundaráð

11. fundur 31. ágúst 2017 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Óskar Ingi Sigurðsson varaformaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldurdóttur.

1.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Hlíðarfjalls lagði fram tillögu að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir skíðaveturinn 2017-2018. Tillagan er að hafa óbreytta gjaldskrá.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir umræðu um gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Undir þessum lið var einnig var farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun íþróttadeildar 2018-2020.
Frístundráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

2.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála, Ellert Örn Erlingsson, kynnti hugmyndir að næstu skrefum í þessu máli.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð lýsir yfir ánægju með þá rausnarlegu gjöf Samherja að gefa Vinum Hlíðarfjalls nýja stólalyftu. Ráðið hvetur til þess að framkvæmdum við uppsetningu verið flýtt eins og kostur er og felur deildarstjóra íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.

3.Skautafélag Akureyar - opnun skautahallar 2018

Málsnúmer 2017060109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2017 frá Birnu Baldursdóttur formanni Skautafélags Akureyrar þar sem félagið óskar eftir því að hafa Skautahöllina opna um mánuði lengur en vanalega sumarið 2018, þannig að henni verði lokað 31. maí 2018 og hún opnuð aftur 1. ágúst 2018.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið. Endanleg ákvörðun verður tekin samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

4.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs um tillögur að úrlausn í húsnæðismálum KFA.
Afgreiðslu frestað.

5.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2017 frá fyrirtækinu Hugarfrelsi ehf sem óskar eftir að geta boðið þátttakendum sínum að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á námskeið á vegum fyrirtækisins.
Frístundaráð samþykkir erindi frá Hugarfrelsi ehf.

6.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um verkefnið.
Þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag við þessa innleiðingu á barnasáttmálanum og vill verða barnavænt sveitarfélag er ákaflega mikilvægt að vel takist til enda má reikna með að önnur sveitarfélög muni horfa til þess hvernig Akureyrarbæ muni ganga með þetta verkefni. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fá starfsmann til að halda utan um verkefnið enda ekki hægt að bæta þessu alfarið á þá starfsmenn sem fyrir eru.

Frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra að ráðningu verkefnastjóra og óskar eftir því við bæjarráð að fjármagni verði veitt í verkefnið á árinu 2018.

7.Landsfundur um jafnréttismál í sveitarfélögum 2017

Málsnúmer 2017080012Vakta málsnúmer

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Stykkishólmi 15. september nk.
Frístundaráð samþykkir að sviðsstjóri samfélagssviðs og formaður frístundaráðs sæki landsfundinn.

Fundi slitið - kl. 16:00.