Lautin

Mynd af Brekkugötu 34 þar sem Lautin er til húsa

Lautin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.

Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, auka lífsgæði þeirra sem glíma við geðræna sjúkdóma og draga úr fordómum í samfélaginu.

Akureyrarbær tók í september 2019 yfir rekstur og þjónustu Lautarinnar sem áður hafði verið samstarfsverkefni sveitarfélagsins, Rauða Krossins og Geðverndarfélags Akureyrar.

Í Lautinni er lögð áhersla á að skapa heimilislegt og afslappað andrúmsloft þar sem gestir koma á eigin forsendum.

 

Staðsetning: Brekkugötu 34, 600 Akureyri

Sími: 462-6632

Netfang: lautin[hjá]akureyri.is

Síðast uppfært 06. júlí 2021