- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Hér eru upplýsingar um lausar atvinnuhúsalóðir. Sótt er um í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Hægt er að skoða allar lausar lóðir á kortavef.
Tólf lóðir við Týsnes eru lausar til úthlutunar. Þetta er nýtt hverfi fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.
Lóðirnar eru vel staðsettar í námunda við bæjarmörkin norðan megin, í næsta nágrenni við útivistarsvæðið í Krossanesborgum og er frábært útsýni út Eyjafjörð.
Unnið er að gatnagerð og er gert ráð fyrir að þær verði byggingarhæfar nú í október.
Skoða Týsnes nánar
Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Týsnesi.
Hér er hægt að skoða deiliskipulagsgögn
Sex atvinnuhúsalóðir við Sjafnargötu eru lausar til úthlutunar. Hverfið er fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.
Góð og áberandi staðsetning sem fer ekki framhjá neinum sem fer um þjóðveg 1 til og frá Akureyri.
Skoða Sjafnargötu nánar
Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Sjafnargötu.
Fjórar atvinnuhúsalóðir við Goðanes eru lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.
Nesjahverfið hóf að byggjast upp í kringum aldamótin og er nú orðið vel þekkt meðal Akureyringa og gesta sem sækja þangað ýmsa þjónustu. Í næsta nágrenni við Goðanes er Njarðarnes, Freyjunes og Baldursnes þar sem er fjölbreytt atvinnustarfsemi.
Skoða Goðanes nánar
Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Goðanesi.
Naustagata 13
Naustagata 13 er laus til úthlutunar. Verslunar- og þjónustulóð í ört vaxandi byggð í Hagahverfi. Skoða á kortavef.
Krókeyri 1
Krókeyri 1 er laus til úthlutunar. Lóð undir þjónustustofnun. Skoða á kortavef.
Reglur um lóðaveitingar
Í stuttu máli:
1. gr. Umboð til úthlutunar á byggingarlóðum
Skipulagsráði er falið það verkefni í umboði bæjarstjórnar að úthluta byggingarlóðum samkvæmt neðangreindum reglum.
2. gr. Úthlutunaraðferðir
2.1 Auglýsing byggingarlóða
2.1.1 Almennt
Auglýsa skal allar lóðir áður en þeim er úthlutað í fyrsta skipti nema kveðið sé á um annað í reglum þessum. Ef lóðum er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða þær falla aftur til bæjarins eftir úthlutun, skulu lóðirnar auglýstar á ný í 2. auglýsingu.
2.1.2. Auglýsingaferli
Við fyrstu auglýsingu skulu lóðir auglýstar í staðarblaði, á heimasíðu Akureyrarbæjar, í afgreiðslu skipulagssviðs og í þjónustuanddyri ráðhúss. Við aðra auglýsingu skulu lóðir auglýstar á heimasíðu Akureyrarbæjar og í afgreiðslu skipulagssviðs.
Ef lóð gengur ekki út eftir fyrstu eða aðra auglýsingu eru þær auglýstar á heimasíðu Akureyrarbæjar og í afgreiðslu skipulagssviðs. Gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
2.2.2 Efni auglýsinga
Í auglýsingu um úthlutun lóða skal m.a. eftirfarandi koma fram:
2.3 Umsóknarfrestur
2.3.1 Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur skal vera minnst 2 vikur frá auglýsingu lóðar, hvort sem um 1. eða 2. auglýsingu er að ræða.
2.3.3 Auglýstur umsóknarfrestur liðinn eftir 2. auglýsingu
Nú hefur engin gild umsókn borist innan auglýsts umsóknarfrests og er skipulagsráði þá heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu gildu umsókn sem berst eftir þann tíma og úthluta lóðinni.
2.4 Úthlutunaraðferðir
Lóðum er úthlutað með þrennum hætti nema sérstaklega sé kveðið á um annað:
Útfærsla þessi er annars vegar almennar kröfur (3. gr.) sem gerðar eru til úthlutunar allra lóða og hins vegar sértækar kröfur (4. gr.) sem tilgreina aðferð við úthlutun tiltekinnar tegundar byggingarlóða.
Skipulagsráð skal, eftir því sem við á, taka ákvörðun um úthlutunaraðferð, útboðsskilmála og upphæð fyrir greiðslumat áður en byggingarlóð er auglýst. Lóð skal þó aldrei boðin út án samþykkis bæjarráðs.
Skipulagsráði er í sérstökum undantekningartilvikum heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóð/lóðum án undangenginnar auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf.
2.5 Upphæð fyrir greiðslumat
Upphæð fyrir greiðslumat skal miðast við fjárfestingu á húsnæði að þeirri stærð sem skipulagsskilmálar segja til um.
2.6 Umsóknir hjóna/sambýlisfólks
Við úthlutun lóða er litið á hjón/sambýlisfólk sem einn og sama umsækjandann/aðilann.
3. gr. Almennar úthlutunarreglur
Í öllum tilfellum er um að ræða framsal sveitarfélags á byggingarrétti, ekki sölu á lóðunum sjálfum og verður því gerður lóðarleigusamningur um lóðirnar eftir almennum reglum þar um.
3.1 Útdráttur
3.1.1 Framkvæmd
Útdráttur fer fram á fundi skipulagsráðs.
Við útdrátt skal dregið úr þeim umsóknum sem berast og uppfylla skilyrði gildrar umsóknar, sjá 3.1.3.
3.1.2 Umsókn og fylgigögn
Á umsókn skal koma fram:
Umsókn skal fylgja:
3.1.3 Hæfi umsækjanda
Umsækjandi er hæfur uppfylli hann eða umsókn hans eftirfarandi, nema annað sé sérstaklega tekið fram:
Til staðfestingar á fjárhagsstöðu, skal skila inn eftirtöldum gögnum, ef við á:
1. Staðfestingu viðkomandi innheimtuaðila á því, að umsækjandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, þ.e. skatta (þ.m.t. VSK), útsvar eða fasteignagjöld eða að vanskil hans nemi lægri fjárhæð en kr. (75.000 rvk).
2. Yfirlýsingu viðkomandi lífeyrissjóða um að umsækjandi hafi staðið í skilum með afdregin lífeyrissjóðsiðgjöld starfsmanna sinna.
3. Greiðslumat banka eða annarrar fjármálastofnunar sem sýnir fjárhagsstöðu viðkomandi eða yfirlýsingu banka eða annarrar fjármálastofnunar sem ber með sér jákvæða eiginfjárstöðu umsækjanda.
Eftirfarandi útilokar umsækjanda frá úthlutun lóða:
1. Bú fyrirtækis er undir gjaldþrotaskiptum eða félagi hefur verið slitið, það hefur fengið heimild til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
2. Óskað hefur verið gjaldþrotaskipta eða slita á fyrirtæki, það hefur leitað heimildar til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
3. Fyrirtæki hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi eða sakfellt með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum.
4. Fyrirtæki hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi eða gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.
Við mat á því hvort skilyrði 1. - 4. töluliðar eigi við um fyrirtæki skal litið til þess hvort um sé að ræða sömu rekstrareiningu, með sömu eða nær sömu eigendur í sömu eða nær sömu atvinnustarfsemi á sama markaði, án tillits til þess hvort fyrirtækið hafi skipt um kennitölu eða verið stofnað að nýju. Í þessu skyni er heimilt að kanna viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda.
3.1.4 Greiðsla gjalda
Gjöld tengd lóðarveitingu skulu greidd samkvæmt gjaldskrám bæjarins. Skipulagsráði er heimilt að krefjast staðgreiðslu á gjöldum við útdrátt, hafi sú krafa komið fram í auglýsingu um úthlutun lóðar. Greiði lóðarhafi ekki álögð gjöld á tilskyldum tíma fellur lóðin aftur til bæjarins og er auglýst að nýju.
Ekki er skylt að tilkynna lóðarhafa úthlutaðrar lóðar sérstaklega um það ef lóðin fellur aftur til bæjarins af ofangreindri ástæðu enda kemur það fram í svarbréfi til umsækjanda við úthlutun lóðarinnar.
3.2 Útboð
3.2.1 Framkvæmd
Útboðsskilmálar fyrir lóðir skulu útfærðir hverju sinni sem útboð fer fram þar sem nánar er kveðið á um útboðsreglur. Tilgreina skal frest til greiðslu kaupverðs byggingarréttar frá samþykkt kauptilboðs. Lágmarksboð í byggingarrétt á lóðum skal tilgreint í útboðsskilmálum og ákveðið í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda hverju sinni og annan tengdan kostnað s.s. uppkaup á landi og/eða eignum.
3.2.2 Tilboð
Heimilt er að skila inn fleiri en einu tilboði við hvert útboð, en þó aðeins einu í hverja lóð. Hver einstaklingur getur aðeins fengið byggingarrétt á einni lóð úthlutað. Gerður er fyrirvari um samþykki útbjóðanda á tilboðum.
3.2.3 Hæfni bjóðanda
Úthluta skal byggingarrétti til hæstbjóðanda, að því gefnu að hann uppfylli öll skilyrði útboðsskilmála. Hæstbjóðandi þarf að vera reiðubúinn að skila inn upplýsingum um fjárhagslega stöðu sína. Að öðrum kosti verður tilboði hafnað. Áskilinn er réttur til að hafna tilboðum ef bjóðandi er í vanskilum við bæjarsjóð, stofnanir hans eða fyrirtæki eða ef Akureyrarbær metur hann af öðrum ástæðum ekki hæfan.
3.2.4 Greiðsla gjalda
Bjóðandi skal ganga frá greiðslu kaupverðs byggingarréttar innan þess frests sem tilgreindur er í útboðsskilmálum. Byggingarleyfisgjald og önnur gjöld er varða tiltekna lóð og mannvirki á henni greiðast með venjubundnum hætti við samþykkt byggingaráforma eftir þeim gjaldskrám sem gilda hverju sinni.
3.3 Hugmyndasamkeppni
Ef auglýst er eftir hugmyndum fyrir ákveðin skipulagssvæði skal setja sérstakar úthlutunarreglur þar um, sjá 2.4.
4. gr. Sértækar úthlutunarreglur
4.1 Einbýlis-, par- og tvíbýlishúsalóðir
4.1.1 Val á úthlutunaraðferð
Alla jafna skal útdrætti beitt við úthlutun einbýlis-, par- og tvíbýlislóða. Sé útboðsaðferð beitt gilda almennar reglur um útboð lóða (sjá kafla 3.2).
4.1.2 Forgangsröðun umsækjenda
Einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Einstaklingar sem sótt hafa um einbýlishúsalóð á undangengnum tveimur árum, en ekki fengið úthlutað, skulu njóta forgangs við fyrsta útdrátt. Einstaklingar sem fengið hafa úthlutað lóð í þessum flokki innan síðustu fimm ára fyrir viðkomandi úthlutun, teljast ekki gjaldgengir í fyrstu umferð útdráttar nema þeir séu einu umsækjendurnir.
Hver einstaklingur getur aðeins fengið byggingarrétt á einni lóð úthlutað hverju sinni.
4.1.3 Sérstök ákvæði við úthlutun einbýlis-, par- og tvíbýlishúsalóða, án auglýsingar
Skipulagsráði er heimilt að úthluta lóð/lóðum til einstaklinga án útboðs eða útdráttar vegna sérstakra félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Rökstuðningur skal ávallt fylgja ákvörðun um slíka úthlutun.
4.2 Rað- og fjölbýlishúsalóðir
4.2.1 Val á úthlutunaraðferð
Skipulagsráð ákvarðar þá úthlutunaraðferð sem talin er best hverju sinni.
4.2.2 Forgangsröðun umsækjenda
Skipulagsráði er heimilt að taka til afgreiðslu umsóknir og byggja afstöðu sína á eftirfarandi:
Verði ekki skorið úr um forgang, skal hér grípa til útdráttar milli jafngildra umsókna.
4.3 Aðrar lóðir
Umsækjendur skulu tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða. Skipulagsráði ber að leggja mat á þörf umsækjanda fyrir lóð/lóðir. Ef ekki er hægt að skera úr um augljósan forgang út frá þörf umsækjenda eða markmiðum skipulagsráðs skal fara eftir öðrum reglum tilgreindum hér, s.s. útdrætti, útboði eða samkeppni.
5. gr. Framkvæmdafrestur
5.1 Almennur framkvæmdafrestur
Í almennum byggingaskilmálum koma fram framkvæmda- og teiknifrestir. Við lok framkvæmdarfrests skal fyrsta áfangaúttekt hafa farið fram.
5.2 Lengdur framkvæmdafrestur
Nú telur lóðarhafi þörf á framlengingu framkvæmdarfrests og skal hann þá leggja fram rökstudda beiðni þess efnis í síðasta lagi einum mánuði fyrir lok tilkynnts framkvæmdarfrests.
6. gr. Ráðstöfun lóða
6.1 Skilyrði fyrir lóðarleigusamningi
Lóðarleigusamningur er gerður milli Akureyrarbæjar og umsækjanda að því gefnu að:
6.2 Framsal lóðarleigusamnings
Framsal byggingarréttar til þriðja aðila er ekki heimilt fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gefinn út.
Samþykkt í skipulagsráði 13. desember 2017
Samþykkt í bæjarstjórn 23. janúar 2018