Atvinnuhúsnæði - lausar lóðir

Hér eru upplýsingar um lausar atvinnuhúsalóðir. Sótt er um í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Hægt er að skoða allar lausar lóðir á kortavef. 

Týsnes

Mynd af lausum lóðum við TýsnesTólf lóðir við Týsnes eru lausar til úthlutunar. Þetta er nýtt hverfi fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.

Lóðirnar eru vel staðsettar í námunda við bæjarmörkin norðan megin, í næsta nágrenni við útivistarsvæðið í Krossanesborgum og er frábært útsýni út Eyjafjörð.

 

Skoða Týsnes nánar 

  • Týsnes 6  Byggingarmagn 2.743 m²

Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Týsnesi. 

 

Hér er hægt að skoða deiliskipulagsgögn 

 

Sjafnargata 

Sex atvinnuhúsalóðir við Sjafnargötu eru lausar til úthlutunar. Hverfið er fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.

Góð og áberandi staðsetning sem fer ekki framhjá neinum sem fer um þjóðveg 1 til og frá Akureyri.

 

Skoða Sjafnargötu nánar

 • Sjafnargata 5 Byggingarmagn 1.851 m²
 • Sjafnargata 7 Byggingarmagn 1.986 m²
 • Sjafnargata 9 Byggingarmagn 2.206 m²
 • Sjafnargata 11 Byggingarmagn 2.206 m²
 • Sjafnargata 13 Byggingarmagn 1.986 m²
 • Sjafnargata 15 Byggingarmagn 1.898 m²

Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Sjafnargötu. 

 

Hér er hægt að skoða deiliskipulagsgögn

Goðanes / Baldursnes

Tvær atvinnuhúsalóðir á þessu svæði eru lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru fyrir athafnastarfsemi. Það er svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, t.d. léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig getur verið þarna atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.

Nesjahverfið hóf að byggjast upp í kringum aldamótin og er nú orðið vel þekkt meðal Akureyringa og gesta sem sækja þangað ýmsa þjónustu. Í næsta nágrenni við Goðanes er Njarðarnes, Freyjunes og Baldursnes þar sem er fjölbreytt atvinnustarfsemi.

Skoða Goðanes nánar

  • Goðanes 18 Byggingarmagn 1.650 m²
  • Baldursnes 9 Byggingarmagn 2.159 m²

 

Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða lausar lóðir í Goðanesi. 

 

Hér er hægt að skoða deiliskipulagsgögn

 

Aðrar atvinnuhúsalóðir

 

 

Gagnlegar upplýsingar 


Gjaldskrár

Almennir byggingarskilmálar 

Síðast uppfært 05. mars 2024