Útboðsvefur

Akureyrarbær notast við OneTender sem hannað er af One Systems en það heldur utan um afhendingu gagna, fyrirspurnir og svör, skil á tilboðum og allt það helsta sem viðkemur útboðum. Á þennan hátt getum við tryggt enn betur öryggi gagna og rekjanleika þeirra. Einnig náum við fram bættu og einfölduðu utanumhaldi.


Í auglýsingunum hérna til hliðar eru hlekkir sem leiða bjóðendur inn á þjónustugátt Akureyrarbæjar. Þar skrá þeir sig inn með sínum eigin persónulegu rafrænum skilríkjum og ferlið byrjar, ekki er hægt að notast við Íslykil. Kerfið ætti að leiða bjóðendur í gegnum ferlið en ef viðkomandi er í vafa og týnist þá er nánast alltaf hægt að fara í „Málin mín" efst á síðunni og velja þaðan málsnúmerið á efsta málinu og þá er hann kominn á réttan stað aftur.


Allar ábendingar vel þegnar um hvað betur megi fara og takk kærlega fyrir að sýna útboðum á vegum Akureyrarbæjar áhuga.

Síðast uppfært 05. mars 2024