Forvarnir fyrir eldra fólk

Heilsuefling er mikilvægur þáttur í markvissu lýðheilsustarfi og gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína og bæta hana. Það er mikilvægt að styðja við eins og hægt er að fólk velji heilbrigða lifnaðarhætti líkt og að hreyfa sig, borða næringaríkan mat, sofa nóg og rækta geðið. Ýmislegt er í boði fyrir 60 ára og eldri á Akureyri sem styðja við þessa þætti.

Heilsueflandi samfélag stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Salka og Birta  eru félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna og bjóða upp á fjölbreytt tómstundanámskeið og afþreyingu.

Félag eldri borgara býður upp á fjölbreytta afþreyingu svo sem fræðslu, námskeið og alls kyns skemmtun

Dagþjónusta  sér um iðju- og félagsstarf við Grænu- og Lerkihlíð og leitast við að auka færni við iðju með virkni, samveru, ráðgjöf og þjálfun.

Síðast uppfært 08. febrúar 2022