Daggæsla barna í heimahúsi

Foreldrar sem eru að leita að dagforeldri er bent á að hafa samband við dagforeldrana til að skrá börn sín á biðlista hjá þeim.

Í þeim tilvikum þar sem öll rými hjá dagforeldrum eru full er hægt að hafa samband á fræðslusvið til að skráð börn á yfirlitslista fyrir nýja dagforeldra. Þó skal tekið fram að yfirlistinn er ekki miðlægur biðlisti heldur einungis til að hafa yfirsýn um eftirspurn eftir daggæslu. 

Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barn sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þá þjónustu sem í boði er, allar aðstæður á heimili dagforeldra sem nýttar eru til daggæslunnar þ.m.t. leikaðstöðu, bæði úti og inni, hvíldaraðstöðu og leikfangakost.

Mælt er með því að foreldrar kynni sér starfsemi og aðstöðu hjá fleiru en einu dagforeldri og velji síðan þann sem best hentar kröfum þeirra og aðstæðum.  Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra.

Mikilvægt er að hafa samband við dagforeldra með góðum fyrirvara til að setja sig á biðlista hjá þeim. Hvert dagforeldri heldur utan um sinn biðlista. 

Sjá lista yfir dagforeldra

Síðast uppfært 08. mars 2021