Miðsvæði - lausar lóðir

Hér eru upplýsingar um lausar lóðir á miðsvæði Akureyrarbæjar. Samkvæmt aðalskipulagi er blönduð notkun heimil á slíku svæði.

Hægt er að skoða allar lausar lóðir á kortavef. Sótt er um lóðir rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. 

Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12

Auglýst er eftir þróunaraðilum um uppbyggingu á besta stað í miðbæ Akureyrar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir hóteli á lóð Hafnarstrætis 80 og íbúðum á lóð Austurbrúar 10-12. Mögulegt er að breyta skipulagi til þess að mæta hugmyndum þróunaraðila, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nauðsynlegt er að leysa bílastæðaþörf innan lóðar og þá er einnig gert ráð fyrir að skilmálar um fjölda hæða verði óbreyttir.

Stefnt er að blandaðri byggð t.d. með íbúðum á efri hæðum og verslunar- og þjónusturýmum á jarðhæð.

Lóðirnar eru auglýstar í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni í reglum um lóðaveitingar. Það felur í sér að úthlutun byggist á mati skipulagsráðs á þeim umsóknum sem berast. Hér eru nánari upplýsingar um umsóknargögn og mat á umsóknum. 

Skoða Hafnarstræti og Austurbrú nánar

Hér á kortavef Akureyrarbæjar er hægt að skoða frekari upplýsingar um lóðirnar og skipulag svæðisins. 

Hér er hægt að skoða deiliskipulagsgögn

Síðast uppfært 07. október 2020