Aðrar stofnanir

Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið
Hafnarstræti 57
600 Akureyri
Miðasölusími: 450 1000
Netfang: mak@mak.is
Heimasíða: www.mak.is

Menningarhúsið HOF
Menningarhúsið Hof var formlega opnað 28. ágúst 2010. HOF er menningarhús Norðlendinga og í raun allra landsmanna. Það skapar verðugan ramma um menningar- og tónlistarlíf með því að bjóða upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir fjölbreytilega viðburði á sviði tónlistar, leiklistar, danslistar og ráðstefnuhalds. Upplýsingar um viðburði og miðasölu má sjá HÉR

Strandgötu 12
600 Akureyri
Sími: 450 1000
Netfang: mak@mak.is
Heimasíða: Menningarfélag Akureyrar www.mak.is
Facebook: Menningarfélag Akureyrar 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir 24. október það ár undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
SN hefur vaxið og dafnað og haldið fjölda tónleika á Akureyri og víða á Norðurlandi, í Eldborgarsal Hörpu, á Grænlandi og víðar. Á þessum árum hafa verið leiknar yfir hundrað mismunandi efnisskrár, en SN hefur leikið nánast allar tegundir klassískrar tónlistar allt frá barokki til nútímatónlistar auk rokks, jazz og popps. SN hefur átt gjöfult samstarf við Leikfélag Akureyrar sem hefur verið með ýmsu móti m.a. við uppsetningu á söngleikjunum Söngvaseið og Oliver auk þátttöku í smærri verkefnum. Með stofnun Menningarfélags Akureyrar er stefnt að enn meira samstarfi LA, SN og Hofs.
Menningarhúsinu Hofi
Strandgötu 12
600 Akureyri
Sími: 450 1000
Netfang: mak@mak.is
Heimasíða: www.mak.is

Síðast uppfært 27. júní 2023