Frístundaráð

1. fundur 17. janúar 2017 kl. 14:39 - 16:39 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Vilberg Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Einnig mættu á fyrsta fund frístundaráðs varamennirnir Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir B-lista og Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista en öllum varamönnum var gefinn kostur á að mæta á fyrsta fund ráðsins.

Fyrsti fundur í frístundaráði samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017. Eldra heiti var íþróttaráð annars vegar og samfélags- og mannréttindaráð hins vegar. Bæjarstjórn hefur kosið eftirfarandi aðal- og varamenn til setu í ráðinu á yfirstandandi kjörtímabili:

Aðalmenn
Silja Dögg Baldursdóttir formaður
Óskar Ingi Sigurðsson varaformaður
Arnar Þór Jóhannesson
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Þórunn Sif Harðardóttir
Vilberg Helgason áheyrnarfulltrúi

Varamenn
Anna Hildur Guðmundsdóttir
Sigríður Bergvinsdóttir
Ólína Freysteinsdóttir
Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Elías Gunnar Þorbjörnsson
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

1.Frístundaráð

Málsnúmer 2017010162Vakta málsnúmer

Kynning á nefndar- og starfsmönnum ráðsins. Umræður um hlutverk og verkefni með tilliti til samþykktar ráðsins. Umræður um fundaráætlun ráðsins fram á sumar 2017.
Frístundaráð felur formanni og sviðsstjóra að gera tillögur fyrir næsta fund að fundaráætlun ráðsins fram á sumar 2017.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - frístundaráð

Málsnúmer 2017010161Vakta málsnúmer

Yfirferð og umræða um fjárhagsáætlun ráðsins árið 2017. Tillaga að leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir tillögu á leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akuueyrar og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.

3.Endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli 2017

Málsnúmer 2017010160Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun ráðsins 2017 er gert ráð fyrir endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli. Forstöðumaður Hlíðarfjals kynnti stöðuna á verkefninu.
Frístundaráð fagnar því að endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli er hafin.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

Forstöðumenn véku af fundi kl. 15:34. Frístundaráð þakkar þeim fyrir komuna á fundinn.

Anna Hildur Guðmundsson vék af fundi kl. 15:36.

5.Íshokkísamband Íslands - styrkbeiðni vegna HM kvenna á Akureyri 2017

Málsnúmer 2016120020Vakta málsnúmer

Erindi frá Skautafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna HM kvenna í íshokkí á Akureyri í febrúar nk. Óskir skautafélagsins byggjast á erindi Íshokkísambands Íslands sem var á dagskrá íþróttaráðs 15. desember 2016.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verið í framkvæmdir við stækkun á klefum samanber erindi Skautafélagsins.

Frístundaráð samþykkir að styrkja Skautafélag Akureyrar um kr. 900.000 vegna heimsmeistaramótsins í íshokkí kvenna í Skautahöll Akureyar í febrúar og mars 2017.

6.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs kynntar.
Frístundaráð samþykkir tillögur stjórnar Afrekssjóðs og formanni og framkvæmdarstjóra falið að afhenda viðurkenningarnar á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar miðvikudaginn 18. janúar 2017.

7.Áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra vegna útskiptingar dekkjakurls á leik- og íþróttavöllum

Málsnúmer 2017010059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætlun sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.

Fundi slitið - kl. 16:39.