Bæjarráð

Bæjarráð er kosið til eins árs í senn. Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Bæjarráð semur drög að árlegri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og viðaukum við hana, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Bæjarráð hefur eftirlit með að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu, svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um. Bæjarráð fer með eftirlit með fjármálum og leitar leiða til hagræðingar í rekstri ásamt því að meta veitta þjónustu m.t.t. fjármagns sem er til ráðstöfunar.

Samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar 3. janúar 2017.

Bæjarráð er þannig skipað:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B) formaður
Halla Björk Reynisdóttir (L) varaformaður
Hilda Jana Gísladóttir (S)
Gunnar Gíslason (D)
Eva Hrund Einarsdóttir (D) 
Sóley Björk Stefánsdóttir (V) áheyrnarfulltrúi
Hlynur Jóhannsson (M) er áheyrnarfulltrúi

Varamenn í bæjarráði:

Ingibjörg Ólöf Isaksen (B)
Andri Teitsson (L)
Dagbjört Pálsdóttir (S)
Lára Halldóra Eiríksdóttir (D)
Þórhallur Jónsson (D) 
Jana Salóme I. Jósepsdóttir (V) varaáheyrnarfulltrúi
Rósa Njálsdóttir (M) varaáheyrnarfulltrúi

Fundargerðir

Síðast uppfært 27. júní 2018