Bæjarráð er kosið til eins árs í senn. Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Bæjarráð semur drög að árlegri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og viðaukum við hana, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Bæjarráð hefur eftirlit með að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu, svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um. Bæjarráð fer með eftirlit með fjármálum og leitar leiða til hagræðingar í rekstri ásamt því að meta veitta þjónustu m.t.t. fjármagns sem er til ráðstöfunar.
Samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrarbæjar 14. desember 2021
Bæjarráð kosið til eins árs þann 7. júní 2022:
Halla Björk Reynisdóttir (L) formaður
Heimir Örn Árnason (D) varaformaður
Hlynur Jóhannsson (M)
Sunna Hlín Jóhannesdóttir (B)
Hilda Jana Gísladóttir (S)
Brynjólfur Ingvarsson (Ó) áheyrnarfulltrúi (áður í flokki fólksins - nú óflokksbundinn)
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir (V) áheyrnarfulltrúi
Varamenn í bæjarráði:
Gunnar Líndal Sigurðsson (L) til 1. janúar 2023 og eftir það Hulda Elma Eysteinsdóttir (L)
Lára Halldóra Eiríksdóttir (D)
Inga Dís Sigurðardóttir (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)
Sindri Kristjánsson (S)
Jón Hjaltason (Ó) varaáheyrnarfulltrúi (áður í flokki fólksins - nú óflokksbundinn)
Ásrún Ýr Gestsdóttir (V) varaáheyrnarfulltrúi
Fundargerðir