Samfélags- og mannréttindaráð

173. fundur 05. nóvember 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - félagsstarf

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að dagskrá og unnið að undirbúningi málþings samfélags- og mannréttindaráðs um félags- og tómstundastarf fyrir fullorðna sem haldið verður 19. nóvember nk.
Ráðið felur starfsfólki að halda áfram undirbúningi og að auglýsa þingið.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 2015080100Vakta málsnúmer

Sagt var frá landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var á Fljótsdalshéraði 8. til 9. október sl. Þrír fulltrúar úr ráðinu sóttu fundinn ástamt framkvæmdastjóra. Lagðar voru fram ályktanir fundarins, niðurstöðum úr starfshópum ásamt erindum sem flutt voru.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að vísa ályktunum fundarins til bæjarráðs.

3.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna heimsmeistaramóts unglinga í skák

Málsnúmer 2015100089Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skákfélagi Akureyri dagsett 8. október 2015 undirritað af Áskeli Erni Kárasyni formanni. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 140.000 vegna þátttöku tveggja keppenda frá Akureyri í heimsmeistaramóti unglinga í skák.
Ráðið samþykkir að veita Skákfélaginu styrk að upphæð kr. 80.000.
Þegar hér var komið yfirgaf Vilberg Helgason V-lista fundinn kl. 15:00.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Lagt var fram erindi sem barst í tölvupósti 22. október 2015 frá Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi. Erindinu fylgir boð til Akureyrar um að taka þátt í innleiðingarverkefni ásamt drögum að samningi.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur eindregið til að gengið verði til samninga við Unicef um verkefnið. Ráðið vísar fjármögnun til bæjarráðs þar sem innleiðingin snertir alla starfsemi sveitarfélagsins.
Ráðið hvetur Unicef til að leita eftir fjárstuðningi frá ríkinu vegna fræðsluhluta samningsins.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

5.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi móttöku flóttamanna.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember. Farið yfir stöðu varðandi áætlunina.

Fundi slitið - kl. 16:00.