SMT - skólafærni

Um SMT - skólafærni 

SMT - skólafærni , (útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behevior Support/PBS) byggir á hugmyndafræði PMT og hefur verið innleidd í um helming leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. SMT er hliðstæð aðferð og PMT þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.

 

Foreldrafræðsla

Nokkrir SMT (Styðjandi skólafærni) leikskólar bjóða foreldrum barna sem hefja leikskólagöngu upp á kynningu og fræðslu um þær leiðir og aðferðir sem skólinn notar, sem miða meðal annars að því að skapa gott andrúmsloft og tryggja öryggi og velferð barna.

Foreldrum stendur til boða að fræðast um aðferðirnar sem byggja á raunprófuðum og hagnýtum uppeldisaðferðum sem stuðla að jákvæðri hegðun. Fræðslan fer fram á aðlögunartíma barnsins. Með því að samræma leiðir og aðferðir foreldra og skóla aukast líkurnar á því að styðjandi leiðir í uppeldi barna skili góðum árangri. Meðal þess sem er kynnt eru leiðir til að gefa barni skýr fyrirmæli, hvernig nota má hvatningu til að efla jákvæða hegðun barna, leiðir við að stöðva óæskilega hegðun með mildum og sanngjörnum afleiðingum o.fl. Foreldrar hafa verið beðnir um að leggja mat á fræðsluna og voru foreldrar mjög ánægðir, sögðu hana koma að góðum notum, telja að fræðslan muni nýtast þeim í foreldrahlutverkinu og munu mæla með henni við aðra foreldra.

Síðast uppfært 20. apríl 2021