Farsæld barna

Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns.

 

 

Tengiliður

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá meðgöngu og fram að skólagöngu barns er tengiliður í heilsugæslu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.

Foreldrar og börn geta alltaf leitað sjálf til tengiliðar í nærumhverfi barnsins og óskað eftir samþættri þjónustu. Þá er hægt að senda beiðni um tengilið í gegnum Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Smellt er á Umsóknir, uppsagnir o.fl. eyðublöð og svo smellt á kaflann Farsæld barna – beiðni um samþættingu þjónustu / tengilið til að sjá formið fyrir beiðnina.

Upplýsingar um tengiliði á Akureyri

HSN

Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Leikskólar

Hólmasól

Hulduheimar

Iðavöllur

Kiðagil

Klappir

Krógaból

Lundarsel

Naustatjörn

Tröllaborgir

Leikskóladeild Hríseyjarskóla

Grunnskólar

Brekkuskóli

Giljaskóli

Glerárskóli

Hlíðarskóli

Hríseyjarskóli

Lundarskóli

Naustaskóli

Oddeyrarskóli

Síðuskóli

Framhaldsskólar

Menntaskólinn á Akureyri

Upplýsingar um farsældarþjónustu MA

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Upplýsingar um farsældarþjónustu VMA

Tengiliðir fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára sem eru ekki í framhaldsskóla

Anna Dögg Sigurjónsdóttir, ráðgjafi á velferðarsviði Akureyrarbæjar

Katrín Elísa Einisdóttir, ráðgjafi á velferðarsviði Akureyrarbæjar

Málstjóri

Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf og leiða samþættingu þjónustu. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýrir stuðningsteymi og fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.

Samþætting er unnin samkvæmt Lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi 1. janúar 2022. Farið er með persónulegar upplýsingar málsaðila skv. ströngustu reglum um persónuvernd og gögn vistuð skv. lögum þar að lútandi.
Síðast uppfært 29. ágúst 2024