Frístundaráð

23. fundur 01. febrúar 2018 kl. 12:00 - 14:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Þórunnar Sifjar Harðardóttur.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri um innleiðingu Barnasáttmálans og Hjördís Eva Þórðardóttir frá UNICEF mættu á fundinn og kynntu stöðu á innleiðingu Barnasáttmálans.
Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og hvetur til þess að kynningin fari sem víðast innan stjórnsýslunnar.

2.Félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2015110184Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Arnar Már Bjarnason og Guðmundur Ólafur Gunnarsson forvarna- og félagsmálaráðgjafar fóru yfir starfsemi hjá FÉLAK.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

3.Starfsemi Ungmennahúss

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála, Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Ungmennahússins og Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri í Ungmennahúsi fóru yfir starfsemi Ungmennahússins.
Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu.
Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 13:40.

4.Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2017020087Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að grunnskóla- og framhaldsskólanemendum verði veittur frír aðgangur í einn dag að Skíðastöðum Hlíðarfjalli og einn dag í Sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í febrúar 2018, líkt gert hefur verið undanfarin tvö ár.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttamála og felur honum framkvæmd og að þetta verði vel auglýst.

5.#metoo - umræða innan íþróttahreyfingarinnar

Málsnúmer 2018010428Vakta málsnúmer

Til umræðu viðbrögð og aðgerðir vegna #metoo umræðunnar innan íþróttahreyfingarinnar.

Formaður ráðsins greindi frá fundi sem hann hélt með forsvarsmönnum ÍBA og stærstu íþróttafélögum á Akureyri þar sem farið var yfir #metoo umræðuna tengt íþróttahreyfingunni.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með þá yfirlýsingu sem ÍSÍ sendi frá sér þann 12. janúar sl. vegna #metoo umræðunnar og með bréf sem sent var til íþróttahreyfingarinnar þann 31. janúar þar sem farið er yfir viðbrögð íþróttahreyfingarinnar.

Ráðið ítrekar mikilvægi þess að vinna hratt og örugglega að útfærslum á aðgerðum og skorar á ÍSÍ að skila af sér þeirri vinnu sem fyrst.Frístundaráð hvetur ÍBA til að fylgja málinu fast eftir og lýsir sig einnig tilbúið til að veita íþróttahreyfingunni á Akureyri stuðning til að auka við fræðslu á meðal þjálfara og forystumanna íþróttahreyfingarinnar í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbunda áreitni, ofbeldi og einelti.Frístundaráð áskilur sér einnig rétt í komandi viðræðum á árinu 2018 um endurnýjun rekstarsamninga íþróttafélaga að skilyrða fjárveitingar til þeirra gegn því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og komi á markvissri fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig hvetur frístundaráð ÍBA til að koma á fót óháðu fagráði sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda.

Með vísan til jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar vill frístundaráð jafnframt hnykkja á því að stjórnendur í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi bera sérstaka ábyrgð á því að allt starf sé skipulagt með jafnrétti að leiðarljósi og þegar samningar verða endurnýjaðir verða sett inn ákvæði sem setja skyldur á félögin að hafa skýra og virka jafnréttis- og aðgerðaráætlun.

Fundi slitið - kl. 14:10.