Velferðarráð

1220. fundur 02. desember 2015 kl. 14:00 - 17:40 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá
Guðrún Karitas Garðardóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista var fjarverandi og varamaður mætti ekki í hennar stað.

1.Afskriftir lána 2014-2020

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2015.
Velferðarráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál

Málsnúmer 2015110124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. nóvember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Þann 17. ágúst 2015 sendi velferðarráð umsögn og ábendingar um drög að framangreindri þingsályktunartillögu til velferðarráðuneytisins og hefur í meginatriðum verið tekið tillit til þeirrar umsagnar. Velferðarráð veitir þingsályktunartillögu um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára jákvæða umsögn en ítrekar mikilvægi þess að Alþingi geri ráð fyrir framkvæmd aðgerðaáætlunar við gerð fjárlaga fyrir árin 2016 til 2020.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015

Málsnúmer 2015010045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit búsetudeildar, fjölskyldudeildar og ÖA fyrir fyrstu tíu mánuði ársins.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

4.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá nýafstaðinni ráðstefnu/vinnustofu sem haldin var 18. nóvember sl. og velferðarráðuneytið skipulagði í samstarfi við nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytið og ÖA.
Greindi framkvæmdastjóri ÖA frá áherslum í stefnuskjali um "nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu" sem fjallað var um á ráðstefnunni og nokkrum nýjum verkefnum sem kynnt voru á vinnustofunni.

5.ÖA - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Fundað með stjórnendum ÖA, Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra, Helgu Erlingsdóttur hjúkrunarforstjóra, Friðnýju Sigurðardóttur þjónustustjóra, Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur forstöðumanni Víði- og Furuhlíðar og Unni Harðardóttur forstöðumanni Birki-/Lerki-/Reyni- og Skógarhlíðar.
Velferðarráð fór í skoðunarferð um þann hluta húsnæðis ÖA sem þarfnast endurbóta vegna viðmiða um aðbúnað og áform um endurbætur á starfsemi og breytingar í tengslum við það. Jafnframt skoðuð dagþjálfunin og undirbúningur að flutningi á starfsemi dagþjónustu úr Víðilundi.

6.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Vinna við gerð velferðarstefnu rædd.
Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu mætti á fundinn og kynnti vinnuna.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

7.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála kynnti stöðuna varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Velferðarráð þakkar kynninguna og lýsir sig reiðubúið að styðja við verkefnið Barnvænt samfélag og hvetur bæjarráð til að samþykkja tilboð frá UNICEF er varðar innleiðingarferlið. Velferðarráð mun nýta barnasáttmálann inn í gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

8.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk 2011-2014

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu fundargerð 7. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði, dagsettur 22. desember 2010, verði framlengdur um eitt ár með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.
Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:40.