Bæjarráð

3566. fundur 07. september 2017 kl. 08:15 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins

Málsnúmer 2017080091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. ágúst 2017 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 31. ágúst 2017:

Sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ráðinn verði verkefnastjóri til að halda utan um verkefnið.

Þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag við þessa innleiðingu á barnasáttmálanum og vill verða barnavænt sveitarfélag er ákaflega mikilvægt að vel takist til enda má reikna með að önnur sveitarfélög muni horfa til þess hvernig Akureyrarbæ muni ganga með þetta verkefni. Til að svo geti orðið er mikilvægt að fá starfsmann til að halda utan um verkefnið enda ekki hægt að bæta þessu alfarið á þá starfsmenn sem fyrir eru.

Frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra að ráðningu verkefnastjóra og óskar eftir því við bæjarráð að fjármagni verði veitt í verkefnið á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

3.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018 - gjaldskrá Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 31. ágúst 2017:

Forstöðumaður Hlíðarfjalls lagði fram tillögu að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir skíðaveturinn 2017-2018. Tillagan er að hafa óbreytta gjaldskrá.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir umræðu um gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Undir þessum lið var einnig var farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun íþróttadeildar 2018-2020.

Frístundráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018.

4.Íbúðalánasjóður - möguleg kaup á fasteignum sjóðsins

Málsnúmer 2017060071Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 1. september 2017:

Lögð fram kauptilboð vegna Höfðahlíðar 2 og Norðurgötu 45.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupsamningana og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð kauptilboð.

5.Búfesti hsf - ósk um samstarf og stofnstyrk

Málsnúmer 2017080137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2017 frá Benedikt Sigurðarsyni framkvæmdastjóra Búfesta hsf. Í erindinu er óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um byggingu hagkvæmra íbúða og veitingu stofnstyrkja skv. lögum nr. 52/2016 á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt i erindið og felur formanni bæjarráðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara.

6.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - haustfundur 2017

Málsnúmer 2017080134Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi móttekið 29. ágúst 2017 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem boðað er til haustfundar AFE mánudaginn 18. september nk. frá kl. 11:00 til 14:30 á Icelandair Hotel.

Samkvæmt 9. gr. samþykktar fyrir AFE skulu sveitarfélög kjósa fulltrúa til setu á haustfundum. Fulltrúar Akureyrarbæjar eru sex.

Skila þarf nafnalista til AFE eigi síðar en 15. september nk.
Bæjarráð skipar Guðmund Baldvin Guðmundsson B-lista, Matthías Rögnvaldsson L-lista, Sigríði Huld Jónsdóttur S-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Preben Jón Pétursson Æ-lista og Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-list sem fulltrúa Akureyrarbæjar á haustfundinum.

7.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 298. fundar stjórnar Eyþings dagsett 22. ágúst 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 24. ágúst 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 111. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. ágúst 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar 1. og 4. lið til bæjarstjóra, 3. og 5. lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs, 2. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Leikskólinn Hlíðaból - samkomulag

Málsnúmer 2017010558Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag dagsett 30. ágúst 2017 við rekstraraðila Hlíðabóls vegna uppgjörs á orlofsréttindum starfsmanna Hlíðabóls við lokun leikskólans.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag.

Fundi slitið - kl. 10:00.