Húsnæði fyrir fatlað fólk

Fatlað fólk sem fellur undir reglur Akureyrarbæjar um félagslegt húsnæði (eigna- og tekjumörk) getur sótt um félagslega leiguíbúð Akureyrarbæjar. Auk þess er á sama eyðublaði hægt að sækja um íbúðir í eigu Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og Hússjóðs landssamtakanna Þroskahjálpar.
 
Á eyðublaðinu skal merkja við ef þörf er á sérútbúnu eða sérstöku húsnæði vegna fötlunar og skal þá gera mat á þeirri þörf áður en íbúð er úthlutað.
 
Ef umsækjandi er ekki í þörf fyrir sérstakt eða sérútbúið húsnæði en þarf aðstoð við heimilishald getur hann sótt um heimaþjónustu á eyðublaði sem hægt er að nálgast hér.
 
Umsóknir um húsnæði þurfa að berast á eyðublaði sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan (sjá Umsókn um leiguíbúð), til velferðarsviðs Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, eða þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. 

Umsóknir er einnig hægt að senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið husak@akureyri.is

- - - - - - - - - - - - -

Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010

Reglur um félagslegt húsnæði Akureyrarbæjar 2020

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2020

Hægt er að sækja um bæði leiguíbúð og sérstakan húsnæðisstuðning á þjónustugátt Akureyrarbæjar

Síðast uppfært 29. desember 2020