Skipulagsráð

Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar fjallar um skipulagsmál, gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í skipulagsmálum og tekur ákvarðanir á grundvelli skipulagslaga. Ráðið hefur eftirlit með stefnumörkun og samþykktum í málaflokkum sem undir það heyra, hefur frumkvæði að gerð skipulagstillagna og skipulagsskilmála og gerir tillögur til bæjarstjórnar um skipulagsáætlanir og breytingar á þeim. Ráðið gerir tillögur til bæjarráðs um gjaldtöku vegna gjaldskyldrar starfsemi sem heyrir undir verksvið þess.

Skipulagsráð hét skipulagsnefnd til 1. janúar 2017.

Samþykkt fyrir skipulagsráð júlí 2017.

Fundaráætlun 2018

Skipulagsráð er þannig skipað:

Tryggvi Már Ingvarsson (B) formaður
Eva Reykjalín (L) varaformaður
Ólína Freysteinsdóttir (S)
Sigurjón Jóhannesson (D)
Edward H. Huijbens (V)
Jón Þorvaldur Heiðarsson (Æ) áheyrnarfulltrúi

Varamenn í skipulagsráði:

Viðar Valdimarsson (B)
Helgi Snæbjarnarson (L)
Dagbjört Pálsdóttir (S)
Stefán Friðrik Stefánsson (D)
Ólafur Kjartansson (V)
Hólmgeir Þorsteinsson (Æ) varaáheyrnarfulltrúi

Fundargerðir

Síðast uppfært 21. mars 2018