Velferðarráð

Velferðarráð fer með stjórn félagsmála í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Ráðið gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði félags- og velferðarmála Akureyrarbæjar. Það fylgist með því að deildir og stofnanir á þess vegum vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og að starfsemin sé skilvirk og hagkvæm. Hlutverk félagsþjónustu Akureyrarbæjar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa Akureyrarbæjar. Velferðarráð leitast við að félagsleg þjónusta verði í samræmi við þarfir íbúa og að þeir hafi upplýsingar um þá félagslegu þjónustu sem í boði er. Velferðarráð vinnur með öðrum opinberum aðilum svo og félögum, félagasamtökum og einstaklingum að því að bæta félagslegar aðstæður og umhverfi í sveitarfélaginu.

Heiti félagsmálaráðs var breytt í velferðrráð á fundi bæjarstjórnar 17. febrúar 2015.

Samþykkt fyrir velferðarráð júlí 2017.

Velferðarráð er þannig skipað:

Erla Björg Guðmundsdóttir (S) formaður
Róbert Freyr Jónsson (L) varaformaður
Guðlaug Kristinsdóttir (B)
Svava Þórhildur Hjaltalín (D)
Valur Sæmundsson (V)
Guðrún Karítas Garðarsdóttir (Æ) áheyrnarfulltrúi

Varamenn í velferðarráði:

Valdís Anna Jónsdóttir (S)
Inda Björk Gunnarsdóttir (L)
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B)
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir (D)
Snæbjörn Ómar Guðjónsson (V)
Brynhildur Pétursdóttir (Æ) varaáheyrnarfulltrúi

Fundargerðir

Síðast uppfært 09. maí 2018