- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Félagsleg liðveisla er fyrir þá sem búa við félagslega einangrun og þurfa persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa hana. Félagsleg liðveisla er veitt bæði fötluðum börnum á aldrinum 6-17 ára og fullorðnum fötluðum á aldrinum 18-66 ára. Börn og fullorðnir sem eiga í félagslegum erfiðleikum og jafna má við fötlun m.a. hafa ADHD- greiningu eða eru langveik geta einnig uppfyllt skilyrði um félagslega einangrun og átt rétt á þjónustu. Að jafnaði er miðað við 10 tíma í liðveislu á mánuði en heimilt er að veita undanþágu frá viðmiðum ef sérstök rök mæla með því. Slíkar undanþágur eru bornar fyrir matsnefnd velferðar- og fræðslu- og lýðheilsusviðs áður en ákvörðun er tekin um afgreiðslu þeirra.
Í sérstökum tilvikum er leyfilegt að veita einstaklingum á heimilum fatlaðs fólks liðveislu og þá að hámarki 8 tíma á mánuði.
Listasmiðjan Limbó
Listasmiðjan Limbó er sérúrræði fyrir félagslega einangraða einstaklinga 18 ára og yngri. Markmið listasmiðjunnar er að efla sjálfsvitund og tjáningarhæfni þátttakandans í formi sköpunar meðal annars með því að teikna, mála og föndra ýmis verk í góðum félagsskap. Lögð verður áhersla á að allir fái að njóta sín á eigin forsendum og líði vel. Listasmiðjan verður haldin á fimmtudögum í vetur frá kl. 16:15-17:45 í Víðilundi 22, gengið inn norðanmegin við hús. Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á Facebook og Instagram síðu listasmiðjunnar.
Verkstjóri listasmiðjunnar er Guðrún Björg Eyjólfsdóttir.
Markmið félagslegrar liðveislu:
Sótt er um félagslega liðveislu í Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Umsóknir má einnig senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið fraedsluoglydheilsusvid@akureyri.is.
Verkefnastjóri félagslegrar liðveislu er Salka Sigurðardóttir, Félagsmiðstöðin Salka, Víðilundi 22.
Verkstjóri félagslegrar liðveislu er Guðrún Björg Eyjólfsdóttir, Félagsmiðstöðin Salka, Víðilundi 22.
Viðverutími er breytilegur, nánari upplýsingar í síma 460-1000. Netfang: salkas@akureyri.is eða gudrunbe@akureyri.is.