Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er fyrir fatlaða einstaklinga sem búa við félagslega einangrun og þurfa persónulegan stuðning og aðstoð til að rjúfa hana. 

Umsóknir um félagslega liðveislu skulu berast búsetusviði Akureyrarbæjar á sérstökum eyðublöðum sem þar fást en er einnig að finna hér að neðan. Starfshópur skipaður af sviðsstjóra búsetusviðs sér um afgreiðslu umsókna. Umsóknir má senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið afgreidslabusetusvid@akureyri.is.

Verkefnastjóri félagslegrar liðveislu er Kristín Guðmundsdóttir. Hún er með starfsaðstöðu í Rósenborg, Skólastíg 2, 2. hæð. Viðverutími breytilegur, nánari upplýsingar í síma 460-1243. Netfang: kristingudm@akureyri.is.

Síðast uppfært 21. september 2017
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?