Auglýsingar

Afmörkun skipulagssvæðisins

Svæði ofan byggðar í Hrísey - nýtt deiliskipulag

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir svæði ofan núverandi byggðar í Hrísey og að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Svæði ofan byggðar í Hrísey - nýtt deiliskipulag
Breytt aðalskipulag

Glerártorg og nánasta umhverfi - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað: Erum samþykk þeim breytingum sem koma fram í þessari aðalskipulagsbreytingu en sitjum hjá vegna ótímabærrar ákvörðunar um staðsetningu jöfnunarstöðvar Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár.
Lesa fréttina Glerártorg og nánasta umhverfi - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Heimilt verður að byggja fimm 3 hæða fjölbýlishús við Miðholt 1-9

Holtahverfi - ÍB17 OG VÞ17 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Skipulagsráð tekur jákvætt i fyrirliggjandi tillögu þar sem m.a. er komið til móts við athugasemdir varðandi aukna umferð um Miðholt með því að gera ráð fyrir að inn- og útkersla bílakjallara verði frá Langholti. Er samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að á svæðinu megi fjölbýlishús vera þrjár hæðir í stað tveggja og að fjöldi íbúða geti verið á bilinu 40-60. Þá er gert ráð fyrir sambærilegri kvöð um trjágróður innan lóðar og er í deiliskipulagi Móahverfis. Til samræmis við lýsingu aðalskipulagsbreytingar er samþykkt að aðalskipulagsbreytingin nái einnig til lóðarinnar Hlíðarbraut 4 (merkt VÞ17) þar sem gert verður ráð fyrir heimild fyrir íbúðum á efri hæðum en verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Lesa fréttina Holtahverfi - ÍB17 OG VÞ17 - Drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Jöfnunarstoppistöð við Glerá

Jöfnunarstoppistöð við Glerá - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá. Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista bóka: Við teljum okkur ekki geta samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerárinnar á þessum tímapunkti. Það sem upp á vantar, að okkar mati, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun, er m.a. að fram fari umferðaöryggismat, að unnin sé kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á þessum stað og að öruggt sé að jöfnunarstoppistöð og allt sem henni fylgir rúmist með góðu móti á þessu svæði, án kostnaðarsamra aðgerða. Þá eru fleiri staðsetningar sem koma til greina, miðsvæðis í bænum, og því hefðum við viljað frekari umræðu og samanburð á ólíkum kostum. Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað: Ég hefði talið heppilegri kost að umrædd jöfnunarstoppistöð hefði verið staðsett norðan ráðhúss, líkt og gert er í gildandi skipulagi, ekki síst í ljósi umferðarflæðis- og öryggis, sem og vegna framtíðar stækkunarmöguleika. Hins vegar er mikilvægt að loks sjái fyrir endann á því að flytja miðbæjarstoppistöð frá núverandi staðsetningu þannig að hægt verði að leggja áherslu á uppbyggingu í miðbænum. Þá er ákaflega ánægjulegt að við umrædda jöfnunarstoppistöð verði einnig aðstaða fyrir landsbyggðastrætó og hann hverfi frá núverandi staðsetningu sem hefur verið óheppileg. Þá er einnig ánægjulegt að þar sé gert ráð fyrir almenningssalernum.
Lesa fréttina Jöfnunarstoppistöð við Glerá - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Skýringaruppdráttur af skipulagssvæðinu

Tjaldsvæðisreitur - drög að breytingu á deiliskipulagi

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi drög að endurskoðuðu deiliskipulagi tjaldsvæðisreits skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu málsins. Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi: Ég tel að nýtingin á Tjaldsvæðisreit sé ekki nægileg og fjölga ætti íbúðum um 60 og hækka húsin í suðausturhorni reitsins. Skuggavarp af þeim byggingum hefði ekki áhrif á neina íbúa í nágrenni. Eins tel ég að stígur sem liggur norður - suður þurfi að hlykkjast vegna vinda.
Lesa fréttina Tjaldsvæðisreitur - drög að breytingu á deiliskipulagi
Lóðir í 2. áfanga Móahverfis

Lóðir í 2. áfanga Móahverfis

Samþykkt hefur verið að auglýsa aftur 28 lóðir í 2. áfanga Móahverfis
Lesa fréttina Lóðir í 2. áfanga Móahverfis
Gróðurskipulag í bæjarlandi Móahverfis

Gróðurskipulag Móahverfis - tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi með 11 samhljóða atkvæðum og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Gróðurskipulag Móahverfis - tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Gránufélagsgata 24

Gránufélagsgata 24 - sala byggingarréttar

Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála með þeim breytingum að lágmarksgjald verði kr. 6.000.000 fyrir byggingarrétt.
Lesa fréttina Gránufélagsgata 24 - sala byggingarréttar
Svæðið sem breytingin nær til

Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 til samræmis við niðurstöðu umhverfismats framkvæmdarinnar.
Lesa fréttina Blöndulína 3 - Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Innleiðing stafræns deiliskipulags

Innleiðing stafræns deiliskipulags

Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025.
Lesa fréttina Innleiðing stafræns deiliskipulags
Deiliskipulag svæðisins eftir breytingu

Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. nóvember 2024: Erindi dagsett 31. október 2024 þar sem að Hildur Steinþórsdóttir fh. FÉSTA leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri til samræmis við niðurstöður samkeppni um uppbyggingu á stúdentagörðum. Í breytingunni er gert ráð fyrir að byggingarmagn lóðar D hækki úr 5.200 fm í 7.400 fm og að byggingar verði þrjár í stað tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjöldi bílastæða miði við 1 bílastæði á hverjar 5 íbúðaeiningar. Er jafnframt óskað eftir því að lóðagjöld verði reiknuð út frá byggðum fermetrum en ekki út frá hámarksbyggingarmagni lóða. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Afgreiðslu varðandi ósk um að gjaldtaka miðist við byggða fermetra en ekki hámarksbyggingarmagn er frestað. Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti. Til máls tóku Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Lesa fréttina Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu