Sérhæfð ráðgjöf

Sérhæfð ráðgjöf og greining

Auk félagslegrar ráðgjafar veitir fjölskyldusvið sérhæfða ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra, m.a. í formi stuðningsviðtala og ráðgjafar til fólks úti í þjóðfélaginu sem starfar með fötluðu fólki. Hjá deildinni getur fólk m.a. fengið upplýsingar um rétt sinn til þjónustu en mat á þjónustuþörf er unnið í samvinnu við þá aðila sem í hlut eiga. Samhæfing ýmissa þátta, s.s. skóla, heimilis, tómstunda og vinnu, er nauðsynleg til að þjónustan nýtist sem best. Samstarf er við greiningar- og meðferðaraðila, bæði á Akureyri og í Reykjavík.

Greining barna og fullorðinna með fötlun fer að hluta til fram á deildinni og einnig í samvinnu við aðrar stofnanir, svo sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Greiningarstöð ríkisins, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Kristnes, Reykjalund, Sjónstöð Íslands og Barna- og unglingageðdeild.

Ráðgjafar í málefnum fatlaðra:

Fanney Jónsdóttir

Helga Alfreðsdóttir

Þórhildur G Kristjánsdóttir

Fjölskyldusvið s.460-1420. Skiptiborð opið kl.9 - 15.

netfang: fjolskyldusvid@akureyri.is

Síðast uppfært 04. september 2018