Æskulýðs- og tómstundamál

Æskulýðs- og tómstundastarf á Akureyri er af fjölbreyttum toga. Innan bæjarins er gróskumikið starf tómstundafélaga, menningarstarfsemi, íþróttafélaga og klúbba þar sem börn fá læra, æfa, miðla og upplifa. Auk þess rekur Akureyrarbær félagsmiðstöðvar í grunnskólum bæjarins og Ungmennahús á 4. hæð í Rósenborg. 

Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna er unglingar í 8. - 10. bekk. Einnig er í boði opið starf og klúbbastarf fyrir miðstig grunnskóla.

Félagsmiðstöð á að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af unglingunum sjálfum í samráði við starfsfólk.

Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og opin hús þar sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægt er að börnin og unglingarnir finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir félagsmiðstöðin ákveðnu forvarnarhlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulögðu forvarnastarfi.

Ungmennahús

Ungmennahúsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk frá 16 ára aldri og er staðsett á efstu hæð Rósenborgar. Boðið er upp á innihaldsríka og uppbyggilega starfsemi á sviði menningar, lista, fræðslu og tómstunda. Starfsfólk Ungmennahúss hjálpar ungu fólki að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og veitir aðstöðu fyrir starfsemina. Í Ungmennahúsi eru starfandi ýmsir hópar og klúbbar og enn er laust fyrir fleiri! Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk um ýmis mál.

Frístundastyrkur

Akureyrarbær veitir börnum á aldrinum 6-17 ára frístundastyrk sem nota má til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Markmið frístundastyrkjanna er að tryggja að öll börn, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum, geti tekið þátt í uppbyggilegu íþrótta- og tómstundastarfi. Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn er að finna hér.

Íþróttastarf

Fimleikafélag Akureyrar er með aðsetur í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla. Þar er boðið upp á almenna fimleika og áhaldafimleika fyrir alla aldurshópa.
Heimasíða: http://www.fimak.is/is

Knattspyrnufélag Akureyrar bíður uppá æfingar í handbolta, fótbolta, blaki, júdó og lyftingum fyrir börn og unglinga. Iðkendum er skipt eftir aldri í æfingahópa sem æfa skv. æfingatöflu hvers iðkendahóps.
Heimasíða: http://www.ka-sport.is/

Karatefélag Akureyrar bíður uppá karatekennslu fyrir alla aldurshópa. Markið hvers og eins á að snúast um persónulegar framfarir og ekki er áhersla á keppnir. Börnum á grunnskólaaldri er skipt í þrjá hópa eftir aldri.
Heimasíða: http://karateakureyri.is/?page_id=2

Skautafélag Akureyrar er með aðstöðu í Skautahöllinni, Naustavegi 1. Þar er boðið upp á æfingar í listhlaupi, íshokkí og krullu. Starfsemi Skautafélagsins er á tímabilinu september til maí ár hvert.
Heimasíða: http://www.sasport.is/

Skíðafélag Akureyrar er með æfingar í Hlíðarfjalli. Þegar iðkendur hafa greitt æfingagjöld fá þeir afhent vetrarkort í Hlíðarfjall sem er innifalið í æfingagjöldum. Æfingar félagsins hefjast að hausti og er þá ýmist æft innanhúss eða úti í nátturunni áður en byrjar að snjóa. Nýir iðkendur sem eru 11 ára og yngri í alpagreinum, gönguskíðum og brettum borga hálft æfingagjald fyrsta árið.
Heimasíða: http://www.skidi.is/

Sundfélagið Óðinn er með æfingar í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug. Boðið er upp á sundþjálfun fyrir fjögurra ára og eldri. Nýir iðkendur fá tveggja vikna reynslutíma.
Heimasíða: http://www.odinn.is/

UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa allan ársins hring. Í yngstu hópunum er lögð áhersla á leik og fjölbreyttar æfingar, en frá 9-10 ára aldri er farið að æfa markvisst einstakar greinar, t.d. hlaup, köst og stökk. Í unglingahópnum verður sérhæfingin síðan enn meiri.
Heimasíða: http://www.ufa.is/

Íþróttafélagið Þór bíður uppá æfingar í handbolta, körfubolta, fótbolta, pílukasti, rafíþróttum, hnefaleikum og taekwondo. Iðkendum er skipt eftir aldri í æfingahópa sem æfa skv. æfingatöflu hvers iðkendahóps.
Heimasíða: http://www.thorsport.is

Íþróttafélagið Eik vill veita öllum tækifæri til þátttöku í íþróttum og eru félagsmenn bæði fatlaðir og ófatlaðir og allir velkomnir. Flestir leggja stund á boccia en auk þess eru iðkaðar aðrar íþróttagreinar, t.d. sund og frjálsar íþróttir.
Heimasíða: https://www.facebook.com/IbrottafelagidEik

Íþróttafélagið Akur er opið bæði fötluðum og ófötluðum sem vilja æfa boccia og borðtennis.
Heimasíða: https://www.facebook.com/IFAAkur

Atlantic - Brasilískt Jiu – Jitsu. Brasilískt Jiu - Jitsu er ein af vinsælastu bardagaíþróttum í heimi. Íþróttin veitir einstaklingum líkamlegan og andlegan styrk. Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn en boðið er upp á æfingar fyrir börn frá 6 ára aldri. Staðsetning er á 3. hæð í Tryggvabraut 22.
Heimasíða: https://bjjatlantic.is/

Golfklúbbur Akureyrar býður uppá golfæfingar fyrir allan aldur. Vetraræfingar félagsins fara fram í Íþróttahöllinni og sumaræfingar á golfvellinum að Jaðri.
Heimasíða: https://gagolf.is

Hjólreiðafélag Akureyrar er með götu- og fjallahjólaæfingar fyrir allan aldur.
Heimasíða: https://www.hfa.is

Hestamannafélagið Léttir býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga.
Heimasíða: https://www.lettir.is

Siglingaklúbburinn Nökkvi er með siglinga og sjósportnámskeið á sumrin fyrir krakka frá 8 ára aldri. Kennt er í 3 tíma í senn, fyrir hádegi frá 9:00 – 12:00 og eftir hádegi frá 13:00 – 16:00. Hvert námskeið er ein vika. Krakkarnir koma með nesti og aukaföt og í pollagalla og stígvélum.
Heimasíða: http://nokkvi.iba.is/

UMF. Narfi bíður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn á öllum aldri í Hrísey. Meðal þess sem boðið er upp á er badminton, fótbolti, íþróttaskóli, aðstoð í líkamsrækt
Heimasíða: https://www.facebook.com/umfnarfi/

Dansskóli Steps (Steps Dancecenter Akureyri), Sunnuhlíð 12.
Boðið er upp á dansnám fyrir stelpur og stráka frá 2ja ára aldri. Jazz, street & hip hop.
Heimasíða: https://www.facebook.com/stepsdancecenterak

Dansstúdíó Alice – Dansskóli Akureyri, Skarðshlíð 18
Dansnám fyrir bæði byrjendur og framhaldsnemendur frá 2ja ára aldri. Boðið upp á prufuviku hjá öllum aldurshópum.
Heimasíða: http://dsa.is

Aðrar tómstundir

Skátafélagið Klakkur á sér langa sögu á Akureyri. Yngstu skátahóparnir eru fyrir 7-9 ára og síðan eru hópar fyrir 10 – 12 ára, 13 – 15 ára og 16 – 22 ára. Hópastarf yfir veturinn fer fram í Þórunnarstræti 99. Heimaaðstaða Klakks er að Hömrum, rétt norðan við Kjarnaskóg en félagið á einnig þrjá skála í nágrenni Akureyrar sem notaðir eru til útivistar og gistingar.
Heimasíða: http://www.klakkur.is/

Skákfélag Akureyrar er með aðstöðu í Íþróttahöllinni á Akureyri, gengið inn á vestan. Skákfélagið er með skákæfingar fyrir börn og unglinga á veturna og heldur utan um skólaskákmót.
Heimasíða: https://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/

Kirkjustarf fyrir börn og unglinga fer fram í  Akureyrarkirkju og í Glerárkirkju frá 6 – 9 ára og frá 10 – 12 ára. Starfið er lifandi og skemmtilegt, farið í leiki, föndrað og kenndar biblíusögur og bænir. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju er síðan fyrir nemendur sem komnir eru í 8. bekk og eldri. Einnig fer fram kórastarf fyrir börn og unglinga í báðum kirkjum.
Heimasíður: https://www.akureyrarkirkja.is/is/safnadarstarf/barna-og-aeskulydsstarf og https://www.glerarkirkja.is/is/starf-i-kirkjunni/born-og-unglingar

KFUM og KFUK er með fundi fyrir krakka og unglinga í húsnæði félagsins í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Húsið er opið í hálftíma fyrir fundi og þá er hægt að spila á spil, leika í fótboltaspili, skoða blöð, spjalla saman o.fl. Yngri deildin er fyrir 9 – 12 ára og unglingadeild er fyrir 13 – 16 ára. Fundir eru einu sinni í viku með fjölbreyttri dagskrá sem er í senn skemmtileg, fróðleg og uppbyggjandi.
Heimasíða: https://www.kfum.is/vetrarstarf/yd-landsbyggd/yd-kfum-a-akureyri-2/

Hjálpræðisherinn á Akureyri er til húsa að Hrísalundi 1a. Þar er boðið upp á fjölbreytt barna- og unglingastarf, fyrir nemendur 1. - 7. Bekkjar og fyrir nemendur í 8. bekk og eldri. Þar er sungið, hlustað á sögur, farið í leiki o.fl. Unglingarnir hafa margt skemmtilegt fyrir stafni og alltaf eru einhverjir valkostir í boði.
Heimasíða: https://www.herinn.is/is/akureyrarflokkur

Leiklistaskóli Leikfélags Akureyrar bíður upp á leiklistarnámskeið fyrir börn. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri, bæði yfir veturinn og að sumri til.
Heimasíða: https://www.mak.is/is/leikfelag-akureyrar/leiklistarskoli-la/um-lla

Braggaparkið er innanhússaðstaða á Akureyri fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól staðsett í Laufásgötu 1. Braggaparkið bíður upp á fjölbreytt námskeið allt árið um kring.
Heimasíða: https://braggaparkid.myshopify.com/

Tónlistarskólinn á Akureyri býður börnum og unglingum upp á fjölbreytt nám í hljóðfæraleik. Í Suzuki-deild skólans er kennt á fiðlu og fleiri strengjahljóðfæri. Áhersla er bæði á einkakennslu og samspil nemenda í hópum.
Heimasíða: http://www.tonak.is/

Tónræktin er tónlistarskóli fyrir fólk á öllum aldri. Nám í Tónræktinni hentar fólki sem hefur áhuga á að leika á hljóðfæri eða syngja, sér og öðrum til gagns og ánægju. Lögð er áhersla á samspil nemenda í litlum hópum sem raðað er í eftir aldri og getu.
Heimasíða: http://www.tonraektin.is/

Veistu um tómstundir sem vantar á listann? Sendu okkur línu á skjalasafn[hjá]akureyri.is með nafni íþróttafélags/tómstundastarfs ásamt hlekk.

Síðast uppfært 29. júní 2023