Samfélags- og mannréttindaráð

164. fundur 26. mars 2015 kl. 14:00 - 15:53 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir upplýsingar um rekstur í janúar og febrúar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

2.Forvarnastefna - endurskoðun

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Lögð fram forvarnarstefna Akureyrarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. maí 2011 en í henni kemur m.a. fram að hún skuli endurskoðuð í síðasta lagi á árinu 2015. Rætt um endurskoðun hennar.
Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sagði frá umræðum um málaflokkinn á vettvangi ráðuneytis menntamála. Einnig var rætt um reynsluna vegna breytinga á skipulagi forvarnamála hjá samfélags- og mannréttindadeild.
Forvarnastefnan tengist ýmissi annarri stefnumótun sem er í gangi og er auk þess í fullu gildi. Samfélags- og mannréttindaráð leggur því til að endurskoðun verði frestað. Hún hefjist þó í síðasta lagi í árslok 2016. Aðgerðaráætlun byggð á stefnunni er endurskoðuð reglulega og verður lögð fyrir ráðið næsta haust.

3.Netnotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Heimir Eggerz Jóhannsson formaður og Sigmundur Sigurðsson stjórnarmaður í Samtaka - svæðisráði foreldrafélaga í grunnskólum Akureyrar mættu á fundinn til viðræðna um samstarf um mótun viðmiða um örugga netnotkun barna og unglinga á Akureyri. Vísað er í 2. lið fundargerðar samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 26. febrúar 2015. Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála tók einnig þátt í umræðunum.
Fulltrúar Samtaka eru tilbúnir að tilnefna í starfshóp um viðmið um málið.
Samfélags- og mannréttindaráð tilnefnir Bergþóru Þórhallsdóttur og Eið Arnar Pálmason sem sína fulltrúa í hópinn. Ráðið óskar eftir að forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála vinni með hópnum ásamt sínu starfsfólki. Hópnum er heimilt að kalla fleiri til samstarfs.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Rætt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnu við innleiðingu hjá Akureyrarbæ. Umræða um innleiðingu hófst á síðasta ári.
https://www.unicef.is/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/
Ráðið frestar umræðu.

Fundi slitið - kl. 15:53.