Samfélags- og mannréttindaráð

191. fundur 18. október 2016 kl. 09:00 - 10:47 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Kristín Björk Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista mætti í forföllum Vilbergs Helgasonar.

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Tilnefningar í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi milli Akureyrarbæjar og UNICEF á Íslandi um að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Akureyrarbær stefnir fyrst sveitarfélaga að því að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag.Skipaður verði stýrihópur sem mun halda utan um innleiðingu verkefnisins. Þrátt fyrir breytingar sem framundan eru í stjórnsýslu bæjarins telur ráðið mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans með því að óska eftir fulltrúum í stýrihóp frá skóladeild, fjölskyldudeild, framkvæmdadeild, búsetudeild, ungmennaráði og bæjarráði. Stýrihópurinn verði fullskipaður í janúar nk. eftir stjórnsýslubreytingar.

2.Bandalag íslenskra skáta - 15th World Scout Moot 26.- 29. júlí 2017

Málsnúmer 2016100036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 frá Jóni Ingvari Bragasyni framkvæmdastjóra 15th World Scout Moot þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna heimsleika skáta sem fara fram að hluta til á Akureyri í júlí 2017.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar því að heimsleikar skáta fari að hluta til fram á Akureyri sumarið 2017.

Beiðni um aðgengi að sundlaug á Akureyri er vísað til íþróttaráðs en öðrum liðum erindsins er vísað til bæjarráðs þar sem umbeðin styrkfjárhæð rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit ráðsins fyrir janúar til september 2016.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lykiltölum í starfsáætlun ráðsins.

5.Samfélags- og mannréttindaráð - önnur mál

Málsnúmer 2016100135Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar frumkvæði nemenda í kynjafræði við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri og Feministafélags MA um skipulagningu dagskrár Kvennafrídags á Akureyri 24. október 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð skorar á allar konur að leggja niður störf og nám og sameinast á Ráðhústorginu þriðjudaginn 25. október 2016 kl. 09:30.

Fundi slitið - kl. 10:47.