Bæjarstjóri

Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri á Akureyri frá og með 15. ágúst 2010.

Eiríkur Björn Björgvinsson fæddist í Reykjavík 6. september 1966. Hann varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1987, lauk íþróttakennaraprófi á grunn- og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands árið 1990 og diplom-vorprüfung frá Íþróttaháskólanum í Köln árið 1994 auk diplómaprófs í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000.

Eiríkur Björn var æskulýðs- og íþróttafulltrúi Egilsstaðabæjar 1994-1996, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1996-2002 og bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði 2002-2010.

Eiginkona hans er Alma Jóhanna Árnadóttir, fædd 29. janúar 1969 á Húsavík. Hún er grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Þau eiga þrjá syni: Árna Björn, fæddur 1997, Birni Eiðar, fæddur 2008, og Hákon Bjarnar, fæddur 2009.

Aðstoðarmaður bæjarstjóra frá 1. október 2014 er Katrín Björg Ríkarðsdóttir.

English:

Eiríkur Björn Björgvinsson was appointed The Mayor of Akureyri on the 15th of August 2010.

Eiríkur Björn Björgvinsson was born in Reykjavík on the 6th of September 1966. He graduated from Fjölbrautaskólinn við Ármúla (The Comprehensive Secondary School at Ármúli) in 1987. He completed a degree in physical education at  primary and secondary level from the Icelandic School of Physical Education in 1990 and a diplom-vorprüfung from the Sport University of Cologne, Germany in 1994. Additionally he achieved a diploma in management skills from Kennaraháskóli Íslands in 2000.

Eríkur Björn was the youth and sports representative for the town of Egilsstaðir from 1994-1996 and the sports and leisure representative for the town of Akureyri from 1996-2002. In 2002 he was appointed  the of Mayor of Fljótsdalshérað in East Iceland, a position he held until 2010.

Eríkur Björn is married to Alma Jóhanna Árnadóttir who was born on the 29th January1969, in Húsavík. Alma is a graphic designer and graduated from  Myndlistaskólinn á Akureyri (The Art College of Akureyri). They have three sons; Árni Björn (born 1997), Birnir Eiðar (born 2008) and Hákon Bjarnar (born 2009).

As from 1st of October 2014 Katrín Björg Ríkarðsdóttir is assistant to The Mayor of Akureyri.

Síðast uppfært 07. júní 2017