Snjómokstur og hálkuvarnir

Umhverfismiðstöð Akureyjarbæjar að Rangárvöllum hefur umsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum og gangstéttum í bænum samkvæmt ákveðinni forgangsröðun.

Snjómokstur gönguleiða: Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli bæjarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu leiðir sem liggja að skólum, leikskólum, strætóbiðstöðvum og helstu stofnunum bæjarins. Til að draga úr hálku á helstu gönguleiðum er að jafnaði notast við saltblandað malarefni með kornastærð 2-8 mm leitast við að nota efnið í eins litlu mæli og mögulegt er. Kort af stígum á Akureyri eftir þjónustuflokkum.

Þjónustuflokkar í snjómokstri stíga:

       1a.       Stofnstígar
       1.         Stofn- og tengistígar
       2.         Tengistígar og aðrir stígar

Snjómokstur og hálkuvarnir gatna: Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi, lögreglu, slökkviliði, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum. Húsagötur eru ekki mokaðar nema þær séu þungfærar einkabílum eða stefni í að þær verði þungfærar og ef von er á hláku.

Kort af götum á Akureyri eftir þjónustuflokkum. Þau svæði gatna sem eru hálkuvarin í bænum eru fyrst og fremst erfiðar brekkur og gatnamót. Við hálkuvarnir gatna er að jafnaði notast við saltblandað malarefni. Kort af götum á Akureyri sem sýnir þau svæði sem eru hálkuvarin.

Þjónustuflokkar í snjómokstri gatna:

1.  Allar stofnbrautir og helstu tengibrautir að neyðarþjónustu
    1.     Stofnbrautir í umsjón Vegagerðarinnar
    2.     Aðrar tengibrautir og safngötur
    3.     Húsagötur og fáfarnar safngötur

Þjónustuflokkar í hálkuvörnum gatna:

  1. Helstu brekkur og gatnamót á stofnbrautum, tengibrautum og safngötum
  2. Brekkur og gatnamót í húsagötum

Vetrarþjónustan:

Miðar er við venjulegar vetraraðstæður, en ekki meðan óveður gengur yfir. Við slíkar aðstæður miðast þjónustan við að halda helstu stofn-, tengibrautum, strætisvagnaleiðum og aðgengi að neyðarþjónustu opnu eins og kostur er.

Húsagötur og fáfarnari safngötur:

Húsagötur eru aðeins hreinsaðar ef þær eru þungfærar einkabílum. Almennt er hreinsaður snjór frá innkeyrslum en við snjóhreinsun gatna er þó líklegt að það myndist einhver snjóruðningur eða kögglar við innkeyrslur sem Akureyrarbær nær ekki að hreinsa og þurfa því íbúar að sjá um það sjálfir. Þau svæði gatna sem eru hálkuvarin í bænum eru fyrst og fremst erfiðar brekkur og gatnamót. Við hálkuvarnir gatna er notast við salt.

Þegar aðstæður kalla eftir því er notast við salt á stofn- og tengibrautir en saltblandað malarefni með kornastærð 2-8 mm á húsagötur og getur mögulega þurft að dreifa hálkuvarnarefninu á allar húsagötur.

Ábendingar og nánari upplýsingar á lager Umhverfismiðstöðvar sími 460-1212
Netfang: fkmlager@akureyri.is

Síðast uppfært 19. apríl 2017