Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum

Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum byggir á samnefndri stefnu sem var samþykkt af bæjarstjórn í maí 2022, sjá hér. Samkvæmt stefnunni eru meginmarkmið bæjarins að ná að lágmarki kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. Þetta eru háleit markmið sem þarfnast róttækra og beinskreyttra aðgerða.

Þar sem þróun loftslagsmála er hröð er aðgerðaáætlunin sem fylgir stefnunni aðeins til þriggja ára og mikilvægt að endurskoða allar tímasetningar reglulega til að ná settum markmiðum. Jafnframt verður endurskoðun og uppfærsla stefnunnar að taka tillit til tækniþróunar sem og annarra breytinga sem verða í samfélaginu.

Akureyrarbær er nú þegar framúrskarandi sveitarfélag og jafnvel fyrirmynd annarra í umhverfismálum á mörgum sviðum. Það eru hins vegar fjölmörg verkefni fram undan ef samfélagið á að ná settum markmiðum. Það er vissulega á ábyrgð allra að gera betur og framtak einstaklinga skiptir máli en það er þó á ábyrgð yfirvalda að búa til skilyrði fyrir íbúa bæjarins til að lifa eins vistvænu lífi og mögulegt er.

47 aðgerðir Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum 2024-2026

  Í undirbúningi   Í framkvæmd   Aðgerðin að fullu innleidd
Síðast uppfært 22. febrúar 2024