Frístundaráð

41. fundur 17. október 2018 kl. 11:30 - 13:40 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Arnars Þórs Jóhannessonar.
Hulda Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnasáttmálans mætti á fundinn og fór yfir skýrslu og aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Frístundaráð fagnar framgangi verkefnisins og þakkar fyrir góða skýrslu og kynningu.

2.Ungmennahús - starfsemi

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Kristján Bergmann Tómasson umsjónarmaður Ungmennahúss, Kjartan Sigtryggson verkefnastjóri menningarmála ungs fólks og Guðrún Þórsdóttir sérfræðingur í atvinnumálum kynntu starfsemina.

Frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu.

3.Tómstundastarf barna á Punktinum - beiðni um viðbótarfjármagn

Málsnúmer 2018100214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2018 frá Höllu Birgisdóttur umsjónarmanni á Punktinum þar sem lagt er fram yfirlit yfir aðsókn að barnanámskeiðum á Punktinum og jafnframt óskað eftir viðbótarfjármagni til að geta boðið upp á fleiri námskeið til að koma til móts við þau börn sem eru á biðlista.

Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða stöðu á yfirliti yfir aðsókn að barnanámskeiðum á Punktinum.Öflugt frístundastarf í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi fyrir börn og unglinga hefur mikið forvarnagildi. Akureyrarbær stefnir að því að verða barnvænt sveitarfélag og því ber okkur skylda til þess að gæta vel að frístundastarfi barna á vegum bæjarins. Aukin eftirspurn eftir plássum og námskeiðum á vegum Punktsins sýnir hve gott starf er unnið og ætti frístundaráð að beita sér fyrir því að auka fjármagn til frístunda barna. Aukið fjármagn til Punktsins, með skírskotun til forvarnagildis þess, er nauðsynlegt til að mæta þeim áskorunum og þörfum sem samfélagið stendur fyrir.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðninni um viðbótarfjármagn en mun hafa hana til hliðsjónar við næstu fjárhagsáætlunargerð. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að beiðnir berist tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

4.Vinnureglur frístundaráðs vegna styrkja og viðurkenninga

Málsnúmer 2017040143Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært stigamat vegna rekstrar- og styrktarsamninga við æskulýðs- og tómstundafélög.
Frístundaráð samþykkir uppfært stigamat.

5.Íþróttafélagið Þór - leiðrétting á rekstrarstyrk 2017 og 2018

Málsnúmer 2018090423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2018 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leiðréttingu á rekstarsamningi félagsins við Akureyrarbæ fyrir árin 2017 og 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni og deildarstjóra íþróttamála að ræða við forsvarsmenn félagins.

6.Skíðasamband Íslands - samningur 2018

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

Undirritaður samningur við Skíðasamband Íslands dagsettur 3. október 2018 lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn.

Fundi slitið - kl. 13:40.