Bæjarstjórn Akureyrar

Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Akureyrar er skipuð 11 bæjarfulltrúum sem eru kosnir hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Akureyri laugardaginn 31. maí 2014.

Niðurstöður kosninganna urðu sem hér segir:

B - listi Framsóknarflokksins 14,2% 2 bæjarfulltrúar
D - listi Sjálfstæðisflokksins 25,7% 3 bæjarfulltrúar
L - listi fólksins 21% 2 bæjarfulltrúar
S - listi Samfylkingarinnar 17,5% 2 bæjarfulltrúar
T - listi Dögunnar 1,4% Enginn bæjarfulltrúi
V - listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 10,5% 1 bæjarfulltrúi
Æ - listi Bjartrar framtíðar 9,4% 1 bæjarfulltrúi

 

Alls kusu á kjörstað 7.898 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1.061 kjósendi, eða alls 8.959 sem gerir 67,17% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 13.339 kjósendur í Akureyrarkaupstað. Auðir atkvæðaseðlar voru 297 og ógildir voru 41.

Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018.

Síðast uppfært 19. október 2017