Bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er skipuð 11 bæjarfulltrúum sem eru kosnir hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í bæjarfélaginu laugardaginn 26. maí 2018.

Niðurstöður kosninganna urðu sem hér segir:

B - listi Framsóknarflokksins 17,53% 2 bæjarfulltrúar
D - listi Sjálfstæðisflokksins 22,89% 3 bæjarfulltrúar
L - listi fólksins 20,95% 2 bæjarfulltrúar
M - listi Miðflokksins 8,10% 1 bæjarfulltrúi
P - listi Pírata 4,32% Enginn bæjarfulltrúi
S - listi Samfylkingarinnar 16,81% 2 bæjarfulltrúar
V - listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 9,40% 1 bæjarfulltrúi

 

Á kjörskrá í bæjarfélaginu voru 13.702. Talin atkvæði voru 9.083 og kjörsókn því 66,3%.. Auðir atkvæðaseðlar voru 319 og ógildir 37.

Að afloknum kosningum gerðu L-listinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrarbæjar árin 2018-2022.

Þann 22. september 2020 tilkynntu kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrarbæjar að ákveðið hefði verið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Markmiðið er að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Ákvarðanir sem teknar verða munu hafa áhrif á reksturinn til langs tíma og töldu kjörnir fulltrúar farsælast á þessum tímapunkti að standa saman að þeim verkefnum sem framundan væru. Sjá nánar í  frétt hér.

Samstarfssáttmáli bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 22. september 2020

Síðast uppfært 04. janúar 2022