Ráðgjöf iðjuþjálfa

Iðjuþjálfar veita víðtæka ráðgjöf við einstaklinga með ýmiskonar skerðingar á færni sem til er komin vegna hækkandi aldurs, veikinda eða fötlunar.

Ráðgjöf iðjuþjálfa felur m.a. í sér heimilisathugun þar sem veitt er ráðgjöf, fræðsla og metin er þörf fyrir hjálpartæki og/eða aðra velferðartækni. Ef þörf er á hjálpartæki er það valið í samráði við viðkomandi einstakling. Í þeim tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við hjálpartækin sækir iðjuþjálfinn um hjálpartækin ásamt því að leiðbeina og þjálfa í notkun þeirra.

Iðjuþjálfi vinnur með það að leiðarljósi að viðkomandi geti sem lengst dvalið heima og þar með viðhaldið sjálfstæði sínu við athafnir daglegs lífs lengur en ella og aukið þar með lífsgæði sín.

Tengiliðir

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu. Athugið að þjónustan er að hluta til tekjutengd. Þeir sem eingöngu sækja um þrif geta fengið synjun á umsókn sína séu þeir yfir tekjuviðmiði og er þá bent á fyrirtæki sem sjá um almenn heimilisþrif. 

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við velferðarsvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Opið er alla virka daga kl. 9:00-15:00, sími 460-1400. 
Umsóknir um ráðgjöf iðjuþjálfa eru teknar fyrir hjá matsteymi velferðarsviðs einni sinni í viku.

Síðast uppfært 09. janúar 2024