Bæjarlögmaður

Inga Þöll Þórgnýsdóttir er bæjarlögmaður. Á verksviði bæjarlögmanns er að tryggja að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé lögum samkvæmt, ýmiss konar samningsgerð, umsjón með tryggingamálum, fyrirsvar í dómsmálum og ýmis ráðgjöf til deilda, stofnana og nefnda bæjarins.

Inga Þöll er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1991 en héraðsdómslögmannsréttindi fékk hún 1994. Hún tók við starfi bæjarlögmanns 1. apríl 2002 en hafði áður rekið eigin lögmannsstofu á Akureyri.

Síðast uppfært 19. maí 2017