- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Akureyrarbær kappkostar að koma til móts við þarfir ungs fólks í atvinnuleit.
Hér að neðan eru nánari upplýsingar um það sem er í boði:
Atvinnuátak fyrir 18 - 25 ára
Undanfarin ár hefur Akureyrarbær boðið skólafólki, sem ekki hefur tekist að verða sér út um sumarvinnu, vinnu í 5 vikur í 7 tíma á dag, samtals 175 vinnustundir.
Í boði er sumarvinna hjá fyrir ungmenni með lögheimili á Akureyri á aldrinum 18 - 25 ára (f. 2003 - 1996).
Gert er ráð fyrir að í boði verði vinna í fimm vikur, 7 tíma á dag eða samtals í 175 tíma, en komið gæti til þess að tímafjöldi verði endurskoðaður ef fjöldi umsókna verður umtalsverður.
Í boði eru tvö tímabil og eru umsækjendur beðnir að setja inn sitt óska tímabil í athugasemdir í umsókninni.
· Fyrra tímabil: 14.06 - 19.07.2021
· Seinna tímabil: 13.07. - 20.08.2021
Nánari upplýsingar veita Orri Stefánsson (orri@akureyri.is) í síma 460-1249, Dagný Björg Gunnarsdóttir (dagnybjorg@akureyri.is) og Ester Ósk Árnadóttir (esterosk@akureyri.is) í síma 460-1241.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is.
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Vinnuskólinn
Vinnuskólinn hóf störf á Akureyri árið 1951.
Smelltu hér til að finna allar nánari upplýsingar um vinnuskólann.
Virkið - ungir atvinnuleitendur
Virkið er samstarfsverkefni 14 stofnana á Akureyri, staðsett á 4. hæð í Rósenborg.
Tilgangur Virkisins er að virkja unga atvinnuleitendur til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Hlutverk Virkisins í því ferli er að veita víðtækan stuðning, leiðbeiningar og aðstoð. Þjónustan er þverfagleg og miðast við aldurshópinn 16 til 25 ára.
Virkið er opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-12.
Hafa samband:
Beinn sími: 460 1240
Starfsfólk:
Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir (helgaberg@akureyri.is
Sumarvinna með stuðningi
Sumarvinna með stuðningi felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna starf við hæfi, þjálfun á vinnustað ásamt eftirfylgd.
Þjónustan er einstaklingsbundin þar sem þess er gætt að velja saman starfsmann og starf. Einstaklingurinn fær aðstoð við að læra vinnubrögð og mynda tengsl á vinnustað.
Auglýst er eftir umsækjendum í sumarvinnu með stuðningi á hverju vori.