Atvinnumál ungs fólks

Akureyrarbær kappkostar að koma til móts við þarfir ungs fólks í atvinnuleit. 

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um það sem er í boði: 

Atvinnuátak fyrir 18 - 25 ára

Undanfarin ár hefur Akureyrarbær boðið skólafólki, sem ekki hefur tekist að verða sér út um sumarvinnu, vinnu í 5 vikur í 7 tíma á dag, samtals 175 vinnustundir.

Í boði er sumarvinna hjá fyrir ungmenni með lögheimili á Akureyri á aldrinum 18 - 25 ára.

Gert er ráð fyrir að í boði verði vinna í fimm vikur, 7 tíma á dag eða samtals í 175 tíma, en komið gæti til þess að tímafjöldi verði endurskoðaður ef fjöldi umsókna verður umtalsverður.

Í boði eru tvö tímabil og eru umsækjendur beðnir að setja inn sitt óska tímabil í athugasemdir í umsókninni.

Nánari upplýsingar veita Orri Stefánsson (orri@akureyri.is) í síma 460-1249 og Ester Ósk Árnadóttir (esterosk@akureyri.is) í síma 460-1241.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Vinnuskólinn

Vinnuskólinn hóf störf á Akureyri árið 1951.

Smelltu hér til að finna allar nánari upplýsingar um vinnuskólann.

Virkið - ungir atvinnuleitendur

Virkið er samstarfsverkefni 14 stofnana á Akureyri, staðsett á 4. hæð í Íþróttahöll.

Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni, á aldrinum 16-30 ára, sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar.

Virkið býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf með það að markmiði að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.

Sjá meira á síðu Virkisins.

Sumarvinna með stuðningi

Sumarvinna með stuðningi felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna starf við hæfi, þjálfun á vinnustað ásamt eftirfylgd.

Þjónustan er einstaklingsbundin þar sem þess er gætt að velja saman starfsmann og starf. Einstaklingurinn fær aðstoð við að læra vinnubrögð og mynda tengsl á vinnustað. 

Auglýst er eftir umsækjendum í sumarvinnu með stuðningi á hverju vori. 

Síðast uppfært 11. janúar 2024