Samfélags- og mannréttindaráð

165. fundur 09. apríl 2015 kl. 14:00 - 15:53 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Rætt var um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinnu við innleiðingu hjá Akureyrarbæ. Umræða um innleiðingu hófst á síðasta ári. Ráðið frestaði umræðu á síðasta fundi.
Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fullgiltur á Íslandi í október 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 með lögum nr. 19/2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.
https://www.unicef.is/barnasattmali-sameinudu-thjodanna/
Lagt fram minnisblað dagsett 9. apríl 2015 frá framkvæmdastjóra og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála um skipan starfshóps til að vinna að innleiðingu.
Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdastjóra og forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála verði falið að ganga frá erindisbréfi og óska eftir tilnefningum í starfshópinn.

2.Viðmið um notkun persónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum

Málsnúmer 2015030146Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf með bókun bæjarráðs frá 26. mars 2015 vegna tillögu samfélags- og mannréttindaráðs um umræðu um hvort setja eigi viðmið um notkun persónulegs samskiptabúnaðar á fundum. "Bæjarráð telur ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við tillögunni og vísar til siðareglna og samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar."

Fundi slitið - kl. 15:53.