Leiðbeiningar fyrir birgja sem ekki geta sent reikninga rafrænt úr eigin bókhaldskerfi

Almennt er gert ráð fyrir að aðilar sem selja Akureyrarbæ vinnu eða vöru sendi rafræna reikninga beint úr sínu bókhaldskerfi (XML reikninga) til Akureyrarbæjar.

Einstaklingar sem ekki halda bókhald og senda Akureyrarbæ einu sinni eða stöku sinnum reikninga eða aðilar sem ekki eru með bókhaldskerfi geta sent XML rafrænan reikning sér að kostnaðarlausu á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig fylla á út rafrænan reikning (XML) á heimasíðu bæjarins. Athugið að sendandi (birgir) þarf að halda eftir afriti af reikningnum hjá sér fyrir sitt bókhald.

Til upplýsingar fyrir þá sem eru ekki vanir bókhaldsmáli þýðir orðið „birgir“ fyrirtæki eða einstaklingur sem selur vöru eða þjónustu. Í þessu tilfelli einhver sem selur Akureyrarbæ vöru eða þjónustu.

Dæmi:

  • Túlkur sem selur túlkaþjónustu til Velferðarsviðs eða skóla
  • Listamaður sem selur listgjörning eða listaverk til Listasafns
  • Rithöfundur sem selur bók til Amtsbókasafns eða skóla
  • Aðili sem fær styrk úr Menningarsjóði
  • Og margt fleira
Síðast uppfært 01. desember 2022