Heilsueflandi samfélag

Akureyrarbær er heilsueflandi samfélag
Meginmarkmiðið með Heilsueflandi samfélag er að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum og þannig skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Heilsuefling er ferli sem gerir fólki kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína og bæta hana. Hún miðar að því að hafa áhrif á lífsstíl fólks og skapa umhverfi sem styður fólk til þess að lifa heilsusamlegu lífi. Hugtakið felur einnig í sér að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði.

Síðast uppfært 02. febrúar 2022