Frístundastyrkur Akureyrarbæjar
Sport – and leisure subsidy
Dopłaty do zajęć organizowanych w czasie wolnym
Pabalsts dalībai pulciņos un ārpusskolas nodarbībās bērniem
دعم أوقات الفراغ
Niðurgreiðsla þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi á Akureyri / Frístundastyrkur
Frístundastyrkurinn 2023 er fyrir börn fædd 2006 til og með 2017.
Styrkurinn er að upphæð kr. 45.000 og gildir frá 1. janúar 2023 - 31.desember 2023.
Úthlutunarreglur 2023
Foreldrar og forráðamenn geta séð stöðu frístundastyrksins hverju sinni sem og ráðstöfun hans árið á undan inni á þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Skráning iðkenda
Skráning iðkenda hjá aðildarfélögum ÍBA fer í gegnum heimasíður/sportablersíður félaganna.
Öll íþróttafélög sem tilheyra sérsamböndum og íþróttanefndum Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) hafa heimild til að taka við frístundastyrk frá Akureyrarbæ, að því gefnu að viðkomandi félag hafi tengingu við Sportabler kerfið og óski eftir samstarfi við Akureyrarbæ.
Einnig er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá eftirfarandi félögum/fyrirtækjum á Akureyri:
- Bjarg líkamsrækt
- Braggaparkið
- Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar
- Hlíðarfjall
- Hugarfrelsi
- Leik- og dansstúdíó Alice
- Leiklistarskóli Menningarfélags Akureyrar
- Litli hestaskólinn á Garðshorni Þelamörk
- Myndlistarskólinn
- Norður
- Ómur Yoga & Gongsetur
- Reiðskóli Káts
- Reiðskólinn Ysta-Gerði
- Punkturinn
- Skátafélagið Klakkur
- Steps Dancecenter
- Sumarbúðir Ástjörn
- Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni
- Sundlaug Akureyrar
- Tónlistarskólinn á Akureyri
- Tónræktinni
- Tónskóli Roars
- Vísindaskóla unga fólksins (UNAK)
- Yogahofið
- World Class heilsurækt
Við skráningu iðkenda, þegar gengið er frá greiðslu æfingargjalda er hægt að velja að nota frístundastyrk Akureyrarbæjar til niðurgreiðslu æfingargjalda.
Vinsamlegast snúið ykkur til viðkomandi félags/fyrirtækis með spurningar varðandi frístundatyrkinn, gjöld, skráningar, æfingar o.fl.
Inni á þjónustugátt Akureyrarbæjar geta foreldrar og forráðamenn séð stöðu frístundastyrksins hverju sinni sem og ráðstöfun hans árið á undan.
Upplýsingar um frístundastyrk fyrir íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf.
Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt börnum á ákveðnum aldri frístundastyrk sem nota hefur mátt til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri.
Frá árinu 2014 hefur Akureyrarbær í samstarfi við íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélög á Akureyri notast við rafrænt greiðslu- og skráningarkerfi (NORA frá Greiðslumiðlun 2014-2021; Sportabler frá 2020) sem heldur utan um alla umsýslu frístundastyrksins.
Fyrirkomulagið er með því sniði að foreldrar/forráðamenn fara inn á heimasíðu þess íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsfélags þar sem skrá á barn/börn til þátttöku. Á heimasíðu félaganna er/verður hlekkur inná skráningarsíðu þar sem foreldrar/forráðamenn skrá iðkendur. Í skráningar- og greiðsluferlinu geta foreldrar/forráðamenn valið að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ. Með tilkomu rafræns fyrirkomulags er hægt að skipta frístundastyrknum niður á milli félaga/deilda/námskeiða.
Árin 2006-2014 var styrkupphæðin kr. 10.000 og í gildi fyrir 6-13 ára börn.
Árið 2015 var styrkupphæðin kr. 12.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn.
Árið 2016 var styrkupphæðin kr. 16.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn
Árið 2017 var styrkupphæðin kr. 20.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn.
Árið 2018 var styrkupphæðin kr. 30.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn.
Árið 2019 var styrkupphæðin kr. 35.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn.
Árin 2020, 2021 og 2022 var styrkupphæðin kr. 40.000 og í gildi fyrir 6-17 ára börn.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður íþróttamála.