- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fyrir fjölmiðla
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Auglýst störf og sumarstörf
Stuttar vegalengdir
Á Akureyri eru vegalengdir stuttar og frítt er að nota almenningssamgöngur bæjarins. Það er því tilvalið að labba, hjóla eða nýta sér strætó. KORTer er smáforrit í síma sem sýnir á korti staðsetningu viðkomandi og það svæði sem er innan fimmtán mínútna, gangandi eða hjólandi. Einnig er hægt að sjá leiðanet strætó í forritinu.
Unnið er að nýju leiðaneti fyrir strætó en markmiðið með endurskoðun leiðanetsins er að bæta þjónustu og fjölga farþegum. Frekari upplýsingar um endurskoðun leiðanetsins má finna á vefsíðu verkefnisins. Hægt er að skoða nánar ferðir strætivagna á straeto.is, í smáforriti Strætó fyrir síma og einnig bendum við á Facebook-síðu SVA þar sem hægt er að finna upplýsingar um raskanir á akstri, óskilamuni og fleira.
Í miðbænum, við Ráðhúsið, Hof og Háskólann á Akureyri er að finna græn bílastæði sem eru einungis ætluð bílum sem geta nýtt íslenska orku. Í bænum eru tvær hraðhleðslustöðvar og fimm 22 kW stöðvar fyrir rafbíla. Ein metan eldsneytisstöð er í bænum og er hún staðsett á Miðhúsabraut. Frekari upplýsingar um staðsetningu hleðslustöðva á landinu.