Um félagsmiðstöðvarnar Birtu og Sölku

Félagsmiðstöðvarnar eru lifandi staðir sem bjóða upp á huggulega og fjölbreytta dagskrá sem gestir okkar taka þátt í að móta og framkvæma. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, listasmiðjur, leshópa, mömmuhópa, hreyfingu, fræðslu, Pálínukaffi, leirvinnu, spilamennsku, boccia, snóker og pílu. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni, nýjustu blöðin liggja frammi ásamt krossgátum og stöku vísum eða vísnagátum. Flesta daga er heimabakað bakkelsi með kaffinu sem er um kl.14.30

Einnig eru ýmsir árlegir viðburðir og/eða tilfallandi, svo sem grillveislur, októberfest, þorraskemmtun, páskamarkaður og pizzu-og súpuhádegi.

Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf þar sem hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. Hér kemur fólk t.d. saman til að lesa, spila, smíða, sauma, prjóna, ganga og hvað annað sem því dettur í hug að gera.

Við hvetjum ykkur til að kíkja til okkar í kaffi og spjall, hingað eru allir velkomnir.

Hér fyrir neðan er hægt að lesa meira um aðstöðu og stundaskrár í félagsmiðstöðvunum Sölku (Víðilundi 22) og Birtu (Bugðusíðu 1) 

SALKA

Stundaskrá Sölku

Leirstofa

Leirstofan er vinnurými fyrir þá sem eru að vinna leir til brennslu. Hér er hægt að sinna eigin verkefnum gegn vægu gjaldi á opnum vinnustofum, kaupa leir á staðnum og fá leirmuni brennda í ofnum hjá okkur. Einnig eru haldin leirnámskeið fyrir byrjendur og eru þau þá auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Leirstofa er opin samkvæmt Stundaskrá Sölku.

Sjá verðskrá leirstofu.

Myndlistarstofa

Myndlistarstofa er vinnurými fyrir þá sem eru að vinna að eigin myndlist en hún er einnig nýtt til námskeiðahalds. Við höfum leiðbeinanda á staðnum en einnig koma inn utanaðkomandi kennarar öðru hvoru. Myndlistarnámskeið eru haldin fyrir bæði byrjendur og lengra komna og eru þau þá auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Myndlistarstofa er opin samkvæmt Stundaskrá Sölku.

Handavinnustofa

Handavinnustofan er notuð alla daga vikunnar fyrir handavinnuhópa af öllum gerðum: prjón, hekl, saum, bútasaumur, fatasaumur… Hér er hægt að gera við flíkur, fá aðstoð við prjónauppskriftir, koma með prjónahópinn sinn eða bara setjast niður í sófann með það sem er í gangi hverju sinni og njóta félagsskaparins.

Námskeið í saum eða annari handavinnu eru auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Handavinnustofan er opin samkvæmt Stundaskrá Sölku.

Allrahanda

Rýmið er eins og nafnið gefur til kynna nýtt fyrir ólík verkefni. Tauþrykk, útsaum, alcohol málun, kortagerð, fundarsetu og allt þar á milli. Tvisvar í viku er klúbbastarf í rýminu sem er öllum opið sem eru með útsaum, sjá meira á facebook síðu Klúbbins - saumaklúbbs (sækja þarf um að vera með í facebook-hópnum).

Allrahanda er opin samkvæmt Stundaskrá Sölku.

Postulín

Sér rými í suðurkjallara fyrir postulínsmálun. Á staðnum eru brennsluofnar og hægt er að fá keypt nokkra grunnliti til að byrja að mála hjá okkur. Námskeið í postulínsmálun eru auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Opið er í postulín samkvæmt Stundaskrá Sölku.

Norðursalur

Norðursalurinn hefur notalegt sófahorn og lítið borðstofuborð. Rýmið er bjart og huggulegt og er mikið notað af minni hópum og klúbbum ss prjónahópum, mömmuklúbbum og heilsuhópum.

Kósý

Lítið notalegt rými sem gott er að taka spjall í

Opið á opnunartíma miðstöðvanna

Matsalur

Salurinn er nýttur fyrir fræðslu, skemmtanir, spil, bingo, kórastarf, heilsueflingu og fleira. Á staðnum er lítið hljóðkerfi og skjávarpi.

  • Kaffitími: Alla virka daga kl. 14.30
  • Verð fyrir kaffi og meðlæti kr. 800.-
  • Verð fyrir kaffi og te: kr. 300.-
  • Verð fyrir bakkelsi: kr. 500.-

Opið á opnunartíma miðstöðvanna virka daga kl. 9.00 - 15.45

Salurinn er lokaður utanaðkomandi þegar lokaðir hópar nýta hann. Sjá dagskrá heilsueflingar fyrir 60. ára og eldri.

Kaffispjall

Alla virka daga liggja nýjustu blöðin frammi og heitt er á könnunni. Miðstöðin opnar kl. 9.00 alla morgna og við hvetjum ykkur til að setjast niður hjá okkur með morgunbollan og fara yfir málefni líðandi stundar.

Heilsuefling

Heilsuefling er í salnum fjórum sinnum í viku. Hér má sjá .

Hellir

Hellirinn er skemmtilegt leikjarými fyrir gesti okkar. Hér er hægt að fara í pílu, pool, tefla, horfa á leik og jafnvel geyma svaladrykk í ísskápnum á milli umferða.

Opið á opnunartíma miðstöðvanna virka daga kl. 9.00 - 15.45

BIRTA

Stundaskrá Birtu

Handavinnustofa

Handavinnustofan er fjölnotarými sem hentar vel fyrir prjónahópa, útsaum, leshópa, keramikmálun og aðra starfsemi sem passar við borðið. Á staðnum eru tvær til þrjár saumavélar sem hægt er að nýta til léttra lagfæringa.

Handavinnustofan er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í henni er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Myndlist

Myndlistarstofan hentar vel fyrir minni verkefni og sjálfsprottin einstaklingsverkefni. Á staðnum er vaskur og fáir penslar. Velkomið er að koma með eigin verkfæri og nýta rýmið til sköpunar.

Myndlistarstofan er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í henni er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Kósý

Kósý rýmið er nýtt fyrir smærri spjallhópa, fundi, leshópa, púsl stundir og fleiri notaleg störf.

Kósýherbergið er opið kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í rýminu er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Salur

Salurinn er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Hann er lokaður þegar í honum er heilsuefling, fræðsla, spil, bingo eða önnur föst starfsemi. Salurinn er þéttbókaður en upplýsingar um vikulega dagskrá í honum má sjá í Stundaskrá Birtu. Ef aukalokanir koma til er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Snooker

Í rýminu eru tvö snooker borð og lítið bókasafn. Hópar mæta í snooker alla virka daga fyrir hádegi en rýmið er laust til notkunar eftir hádegi. Bókasafnið er gjaldfrjálst skiptisafn.

Snooker er opin kl. 09.00 - 15.45 alla virka daga. Ef lokuð námskeið eru í rýminu er það auglýst sérstaklega á facebook síðu miðstöðvanna.

Heilsuefling

Heilsuefling er í salnum fjórum sinnum í viku. Hér má sjá dagskrá heilsueflingar fyrir 60. ára og eldri.

Kaffispjall

Alla virka daga liggja nýjustu blöðin frammi og heitt er á könnunni. Miðstöðin opnar kl. 9.00 alla morgna og við hvetjum ykkur til að setjast niður hjá okkur með morgunbollan og fara yfir málefni líðandi stundar.

Síðast uppfært 25. janúar 2024