Aðgerðaáætlun - 4. Loftgæði og heilsa

Mikilvægt er að bæta loftgæði á Akureyri þar sem svifryksmengun og útblástur eru með stærri umhverfisvandamálum sem bærinn stendur frammi fyrir. Loftmengun er jafnframt lýðheilsuvandamál en áætlað er að árið 2020 hafi mátt rekja sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi til útblástursmengunar, skv. skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu. Markmið stjórnvalda er að árið 2029 fari svifryk aldrei yfir heilsuverndarmörk af völdum umferðar og því hefur Akureyrarbær verk að vinna.

Markmið aðgerða kaflans er helst að bæta loftgæði í bænum, sem hefur bein áhrif á heilsu íbúa. Auk þess munu aðgerðirnar auðvelda bænum að ná markmiðum sínum í loftlagsmálum og standa við þar að lútandi skuldbindingar sínar. Markmiðið er að auðvelda íbúum og fyrirtækjum í bænum að taka ákvarðanir í samræmi við markmið bæjarins í loftlagsmálum.

Aðgerðir í þessum kafla tengjast eftirfarandi heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

4.1. Loftlagsstefna Akureyrarbæjar

Aðgerð: Gera heildstæða umhverfis- og loftslagsstefnu til 2030 ásamt aðgerðaráætlun til þriggja ára. Hliðsjón er tekin af skuldbindingum bæjarins í GCoM.

Framkvæmd: Vinna heildstæða umhverfis- og loftslagsstefnu til 2030 ásamt aðgerðaráætlun fyrir þrjú ár í senn.

Markmið: Að auðvelda bænum að ná markmiðum sínum í loftlagsmálum. Að auðvelda íbúum og fyrirtækjum í bænum að taka ákvarðanir í samræmi við kvaðir bæjarins í loftlagsmálum. 

Ábyrgð: Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs

Staða: Stefna samþykkt í bæjarstjórn í maí 2022. Aðgerðaráætlun samþykkt ...

4.2. Draga úr myndun svifryks

4.2.1. Loftgæðamælar

Aðgerð: Minni svifryksmælum komið upp við ákveðna skóla og heilbrigðisstofnanir.

Framkvæmd: Meta þörf á fjölda loftgæðamæla til að fá heildarsýn yfir loftgæði í bænum. Auka fjölda mæla eftir þörfum.

Markmið: Hafa betri heildarsýn á loftgæði í bænum og tryggja að í mótvægisaðgerðum sé réttum viðbrögðum og forgangsröðun beitt.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: Komið hefur verið upp minni svifryksmælum við fimm leikskóla og verið er að meta áreiðanleika þeirra.

4.2.2. Svifryk og almenningssamgöngur

Aðgerð: Þá daga sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk verður fólk hvatt til að leggja bílnum og nýta sér almenningssamgöngur.

Framkvæmd: Með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Upplýsingum um árangur er einnig miðlað. Ferðum strætó er hægt að fjölga eins og þarf til að draga úr notkun einkabílsins þessa daga.

Markmið: Að minnka svifryk í andrúmslofti þá daga sem hætta er á mikilli svifryksmengun. Gera bæjarbúa meðvitaða um áhrifamátt sinn til að draga úr svifryki í andrúmslofti. 

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og forstöðumaður atvinnu- og menningarmála

Staða: 

4.2.3. Vetrardrekk

Aðgerð: Íbúar eru hvattir til að nota ekki negld vetrardekk ef mögulegt er. Notendur nagladekkja séu minntir tímalega að vori á að taka þau undan og að sýna biðlund í byrjun vetrar með að setja nagladekkin á.

Framkvæmd: Með auglýsingum og átaki á samfélagsmiðlum. Upplýsingum um árangur er einnig miðlað. Tölulegum upplýsingum safnað um nagladekkjanotkun og þær bornar saman milli ára. Akureyrarbær sýnir fordæmi með því að kaupa ekki ný nagladekk á minni bifreiðar bæjarins.

Markmið: Að draga úr svifryksmengun og sliti gatna. 

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og  forstöðumaður atvinnu- og menningarmála

Staða: 

4.2.4. Endurskoða verklagsreglur um viðbrögð við loftmengun

Aðgerð: Gerðar verði nýjar verklagsreglur um viðbrögð við loftmengun með möguleika á takmörkun á bílaumferð á ákveðnum götum þá daga sem mikið svifryk er í lofti.

Framkvæmd: Gera nýjar verklagsreglur í samstarfi við Vegagerðina og Heilbrigðiseftirlit. Árangur verkefnisins er mældur með því að bera saman svifryksmælingar áður en verkefnið hófst.

Markmið: Draga úr loftmengun í bænum. Frá árinu 2026 fari svifryksmengun aldrei yfir heilsuverndarmörk. 

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða: Komið hefur verið á samstarfi við Vegagerðina og Heilbrigðiseftirlit svæðisins.

4.3. Upplýsa íbúa um loftmengun

Aðgerð: Upplýsa íbúa um möguleg heilsufarsleg áhrif vegna loftmengunar.

Framkvæmd: Með átaki á samfélagsmiðlum.

Markmið: Að fólk sé meðvitað um heilsufarsleg áhrif loftmengunar í andrúmslofti og hvernig sé best að bregðast við þegar mengun er mikil.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og  forstöðumaður atvinnu- og menningarmála

Staða

4.4. Bæta umhirðu gatna

Aðgerð: Auka götusópun, þvott og rykbindingu til að draga úr svifryki í andrúmslofti.

Framkvæmd: Meta þörf á aukningu ásamt því að yfirfara núverandi verkferla og samninga.

Markmið: Bæta loftgæði og bæta ásýnd bæjarins.

Ábyrgð: Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála

Staða

Síðast uppfært 19. febrúar 2024