Bæjarráð

3528. fundur 03. nóvember 2016 kl. 08:30 - 12:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista boðaði forföll.

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til september 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - samkomulag SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga við SÍ

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 6. og 13. október sl.

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að óska eftir skýringu á bókun 3 - Lífeyrisskuldbindingar á bls. 7 í samkomulaginu þar sem eftirfarandi kemur fram: Náist ekki heildarsamkomulag um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga fyrir nánar tilgreind tímamörk skal samkomulagið hvað varðar hjúkrunarheimilin falla úr gildi og allar ráðstafanir sem þá hafa verið gerðar á grundvelli þess ganga til baka.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur að með þessu samkomulagi sé stigið spor í rétta átt og staðfestir aðild að samkomulaginu. Akureyrarbær áréttar að þrátt fyrir aðild að samkomulagi þessu þá áskilji Akureyrarbær sér fullan rétt til að sækja áfram þá fjármuni sem bærinn hefur þurft að leggja með rekstri ÖA síðustu ár.

Þá bendir bæjarráð á að þrátt fyrir þá hækkun sem með þessu samkomulagi fylgir, þá dugir hún engan veginn fyrir rekstrarkostnaði ÖA og því þarf bærinn að leggja til verulega fjármuni með rekstrinum áfram. Það er með öllu óásættanleg staða og því krefst bæjarráð þess að áfram verði unnið að því að hækka daggjöld ríkisins og húsnæðisgjöld þannig að þau dugi fyrir daglegum og eðlilegum rekstri ÖA. Liður í því að ná samkomulagi sem getur verið grunnur að réttlátum greiðslum vegna öldrunarþjónustunnar er að í fyrirliggjandi drögum að kröfulýsing sé skilgreining á því hvað telst eðlileg mönnun, en launakostnaður er langstærsti útgjaldaliðurinn í rekstri ÖA. Húsnæðisgjöld eldri heimila þarf að reikna til jafns við þau nýrri þannig að eðlilegt viðhald og endurnýjun geti átt sér stað.

3.Aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Farið yfir stöðu og framgang verkefnanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10262

4.Þjóðskrá Íslands - fasteignamat 2017

Málsnúmer 2016060111Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 27. október 2016.
Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 3., 7. og 13. lið til framkvæmdadeildar, 2. og 4. lið til skipulagsdeildar, 5., 10. og 12. lið til velferðarráðs, 6. og 11. lið til bæjarstjóra, 8. lið til samfélags- og mannréttindadeildar og 9. lið til skólanefndar.

6.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Tilnefning bæjarráðs í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 18. október 2016:

Tilnefningar í stýrihóp vegna innleiðingar barnasáttmála UNICEF.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar samkomulagi milli Akureyrarbæjar og UNICEF á Íslandi um að Akureyrarbær verði fyrsta sveitarfélagið sem innleiðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Akureyrarbær stefnir fyrst sveitarfélaga að því að fá viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag.

Skipaður verði stýrihópur sem mun halda utan um innleiðingu verkefnisins. Þrátt fyrir breytingar sem framundan eru í stjórnsýslu bæjarins telur ráðið mikilvægt að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans með því að óska eftir fulltrúum í stýrihóp frá skóladeild, fjölskyldudeild, framkvæmdadeild, búsetudeild, ungmennaráði og bæjarráði. Stýrihópurinn verði fullskipaður í janúar nk. eftir stjórnsýslubreytingar.
Bæjarráð skipar Gunnar Gíslason bæjarfulltrúa í stýrihópinn.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:55.