Frístundaráð

3. fundur 23. febrúar 2017 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.

1.Félagsmiðstöðin Bugðusíðu 1

Málsnúmer 2017020119Vakta málsnúmer

Forstöðumaður tómstundamála lagði til að hætt verði að leigja út salinn í félagsmiðstöðinni Bugðusíðu 1.
Frístundaráð samþykkir að hætta útleigu á salnum í félagsmiðstöðinni Bugðusíðu.

2.Beiðni um nýtt rými undir fótaaðgerðir í Víðilundi 22

Málsnúmer 2017020117Vakta málsnúmer

Edda Lára Guðgeirsdóttir fótaaðgerðarfræðingur óskar eftir að fá nýtt rými til leigu í Víðilundi 22.
Frístundaráð getur ekki orðið við þessari beiðni að svo komnu máli.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 3 - 6.

3.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2017 frá skipulagssviði þar sem óskað er eftir skriflegri umsögn frístundaráðs á drögum tvö að skipulagsbreytingu á íþróttasvæði Þórs þar sem kastsvæðinu er komið fyrir í suð/austur horni íþróttasvæðisins.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna en leggur áherslu á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

4.Frístundastyrkur / tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar upplýsingar um skráningar og nýtingu frístundastyrks til 6-17 ára barna árið 2016.
Frístundráð þakkar forstöðumanni fyrir greinargóðar upplýsingar.

5.Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2017020087Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu um að veita grunnskóla- og framhaldsskólanemendum frían aðgang í einn dag að skíðasvæðinu Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í mars 2017, líkt og var gert í febrúar 2016.
Frístundráð fagnar framkominni tillögu og samþykkir að um árlegan viðburð sé að ræða.

6.Skautafélag Akureyrar - beiðni um styttri sumarlokun í Skautahöllinni 2017

Málsnúmer 2017010114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 frá Sigurði Sigurðarsyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna sumaropnunar í Skautahöllinni.
Frístundráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaði sem þessu fylgir í fjárhagsáætlun en bendir stjórn Skautafélags Akureyrar á að sækja tímanlega um fyrir árið 2018.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála sat fundinn undir dagskrárliðum 7 - 9.

7.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Kynning á ungmennaráði og skoðað með mögulegt samtal á milli frístunda- og ungmennaráðs.

Linda Pálsdóttir forvarna- og félagsmálafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir drög að samþykkt fyrir ungmennaráð. Formanni falið að eiga samtal við ungmennaráð til að vinna málið áfram.

8.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing

Málsnúmer 2014030109Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tilnefningu frístundaráðs í stýrihóp um innleiðingu Barnasáttmálans.
Frístundaráð samþykkir að Arnar Þór Jóhannesson verði fulltrúi ráðsins í stýrihópnum.

9.Haustskýrsla Félak

Málsnúmer 2017020123Vakta málsnúmer

Forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála fór yfir haustskýrslu Félak.
Frístundaráð fagnar fjölbreyttri starfsemi á vegum Félak og þakkar fyrir greinargóða skýrslu.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 15:30.

10.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Skipurit samfélagssvið lagt fram til samþykktar.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 16:00.