Fréttir

Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur 13. október

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði, þar sem landsmenn sýna samstöðu og klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi til þess að vekja athygli á átaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Starfsfólk Akureyrarbæjar lét ekki sitt eftir liggja og héldu bleika daginn hátíðlegan og klæddust margir fagurbleikum flíkum. Það var glatt á hjalla og greinilegt að bleiki liturinn var í fyrirrúmi á vinnustöðum Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur 13. október
Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin

Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 21., 23. og 28. nóvember nk. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar: Akureyrarbær, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka, VMA, Kjölur og Eining Iðja. Staðsetning: Lionssalur á 4. hæð í Skipagötu 14. Skráning: Hjá mannauðsdeild í síma 460-1062 eða með tölvupósti á annalb@akureyri.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 8. nóvember.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið í nóvember – skráning hafin
Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00

Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00

Heilsuráð Akureyrarbæjar í samstarfi við Heilsueflandi samfélag og SÍBS Líf og heilsa bjóða upp á ókeypis heilsufarsmælingu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. október 2017, frá kl. 10:00-17:00. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs. Staðsetning: Heimahjúkrun heilsugæslunnar, Skarðshlíð 20 (Húsnæði Hvítasunnukirkjunnar) SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt aðildarfélögum og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni: http://sibs.is/allar-frettir/1605-sibs-lif-og-heilsa-a-nordhurlandi Allir velkomnir! Heilsuráð Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Ókeypis heilsufarsmæling á Akureyri - 7. október 2017 kl. 10:00-17:00
FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu

FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu

Starfsfólk Ráðhúss klæddu sig upp í tilefni af því að í dag var haldið upp á FÍNN föstudagur. Skemmtileg tilbreyting sem allir höfðu gaman af
Lesa fréttina FÍNN föstudagur í Ráðhúsinu
Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00

Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00

Heilsuráð Akureyrarbæjar vill vekja athygli á Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands (FÍ) í september. Í dag, 27. september, kl. 18:00 verður gengið um innbæinn – mæting er við skrifstofu Ferðafélags Íslands, Strandgötu 23. Göngurnar eru kjörið tækifæri fyrir vina- og vinnustaðahópa til slá saman heilsueflingu og skemmtun. Á Akureyri verður farið frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, alla miðvikudaga kl. 18:00 í september (6/9, 13/9, 20/9 og 27/9). Í tilkynningu frá FÍ segir: Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Þátttaka er gjaldfrjáls og er skráning hér á heimasíðu verkefnisins Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins: http://lydheilsa.fi.is/
Lesa fréttina Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 27. september, kl. 18:00

Fræðsludagatal