Fréttir

Félak fræðist og fer af stað

Félak fræðist og fer af stað

Starfsfólk Félak tók nýverið þátt í starfsdögum Samfés sem er samstarfsvettvangur allra félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landinu.  Þáttakendur fengu m.a. fyrirlestra um áhættu- og verndandi þætti í meðferðarúrræðum unglinga og  #sjúkást - sem er verkefni á vegum Stígamóta um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Fjölbreyttar málstofur voru einnig í boði, m.a. um úrræði fyrir flóttamenn og fólk af erlendum uppruna, hinsegin sýnileika og margt fleira.  Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar eru sex talsins. Þar er boðið upp á opin hús, lokað hópastarf og ýmis konar klúbba. Allt miðar starfið að því að veita börnum öruggt, þægilegt og skemmtilegt umhverfi til  að njóta sín í hópi annarra barna undir handleiðslu fullorðinna. Starfsfólk Félak mætir haustinu fullt eldmóðs og tilhlökkunar. Heimild: Samfélagstíðindi, vefrit Samfélagssviðs Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Félak fræðist og fer af stað
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um um skipulagsdaginn 2018 sem verður haldinn í Gamla bíó í Reykjavík, 20. september næstkomandi, landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál, málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdag Mosfellsbæjar 2018 sem fer fram dagana 20. og 21. september í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni Ungt fólk og jafnréttismál og loks fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 11. og 12. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018
Verklag vegna áreitnismála

Verklag vegna áreitnismála

Vakin er athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður á vinnustað eða verður vitni að þeim. Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi. Þá er það ítrekað að allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða annarskonar ofbeldi.
Lesa fréttina Verklag vegna áreitnismála
Zane Brikovska frá Alþjóðastofu á Akureyri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á …

Nokkur verkefni hjá Akureyrarbæ fengu styrki frá Erasmus +, samstarfsáætlun ESB

Alþjóðastofa Akureyrarbæjar hlaut nýverið 33,7 milljón króna styrk úr menntahluta Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins til að vinna verkefni á sviði fullorðinsfræðslu. Verkefnið, sem Zane Brikovska verkefnastjóri Alþjóðastofu leiðir, nefnist "Migrant Women as Healthcare Mentors – MEDICE" og snýst um að konur af erlendum uppruna verði leiðbeinendur innan heilbrigðiskerfis. Markmið verkefnisins er að bæta og auðvelda aðgengi kvenna af erlendum uppruna og barna þeirra að heilbrigðisþjónustu í nýju landi með því að þróa nýjungar í tungumálakennslu sem tengjast heilsugæslu. Mannauðsdeild Akureyrarbæjar fékk styrk fyrir verkefni sem nefnist Þróun og nýsköpun í fræðslumálum og kennsluaðferðum. Brekkuskóli fékk styrk í tengslum við starfsþróun og endurmenntun og Giljaskóli fékk styrk fyrir verkefni sem nefnist Þvermenningarleg verkefnastjórnun; sköpunarferlið, tækni og þjóðfélagslegt samtal. Öll verkefnin eru styrkt af Erasmus +, samstarfsáætlun ESB.
Lesa fréttina Nokkur verkefni hjá Akureyrarbæ fengu styrki frá Erasmus +, samstarfsáætlun ESB
SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

Nú hafa SÍMEY og Starfsmennt - fræðslusetur gert með sér samning þess efnis að Starfsmennt fái nokkur sæti fyrir sína félagsmenn á nokkrum námskeiðum sem haldin eru hjá SÍMEY. Geta því félagsmenn núna skráð sig á námskeið hjá SÍMEY í gegnum vefsíðu Starfsmenntar og fengið þau námskeið sem í boði eru að kostnaðarlausu. Takmarkað magn af sætum er í boði á hverju námskeiði. Fyrsta námskeiðið sem í boði verður er Mannlegi millistjórnandinn sem hefst 19.september nk. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um það hér. Einnig verða eftirfarandi námskeið í boði hjá SÍMEY fyrir félagsmenn Starfsmenntar: Samskipti á vinnustöðum Starfsmannasamtöl Hagnýt mannauðsstjórnun Tekið skal fram að nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt.
Lesa fréttina SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

Fræðsludagatal