Fréttir

Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Nýjasti heilsupistill heilsuverndar ber yfirskriftina ferðalög og heilsa og er þar fjallað um mikilvægi þess að leita sér upplýsinga um heilsuvernd og bólusetningar áður en haldið er í ferðalag til annarra heimsálfa, s.s. Afríku, Asíu og S-Ameríku. Í pistlinum er einnig sett fram með hnitmiðuðum hætti algeng vandamál/sjúkdómar og mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar ferðast er um heiminn. HÉR má nálgast pistilinn í heild sinni.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson

Opin ráðstefna um snemmtæka íhlutun í málefnum barna 8. maí

Velferðarráðuneytið stendur fyrir opinni ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi, SIMBI, þann 8. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.-16. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opinn og ókeypis. Streymt verður frá ráðstefnunni. Á Akureyri verður streymt á skjá í salnum Hömrum í Hofi frá kl.9-16. Eru Akureyringar og nærsveitarmenn hvattir til að nýta sér aðstöðuna í Hömrum í Hofi því þannig geta þeir t.d. tekið þátt í umræðum sín á milli á vinnufundi ráðstefnunnar (sjá dagskrá). Vinsamlega takið daginn frá, hægt er að skoða dagskrá og skrá sig á: www.hof-radstefna.is
Lesa fréttina Opin ráðstefna um snemmtæka íhlutun í málefnum barna 8. maí
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í nýjasta heilsupistli frá Heilsuvernd er legslímuflakk (endometríosa) til umfjöllunar. Með hnitmiðuðum hætti er sagt frá hvað legslímuflakk er, hver helstu einkenni eru, hvernig hægt er að greina hana og hver meðferðarúrræðin eru. Fyrir áhugasama má nálgast pistilinn í heild sinni með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Bæklingur um áreitni á íslensku, ensku og pólsku

Bæklingur um áreitni á íslensku, ensku og pólsku

Vakin er athygli á endurútgáfu bæklings á íslensku, ensku og pólsku þar sem farið er yfir skilgreiningu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis. Sett eru fram dæmi um hegðun sem fellur undir þessar skilgreiningar og hverjar skyldur atvinnurekenda vegna slíkrar hegðunar er. Að bæklingnum standa ASÍ, BSRB, KÍ, BHM, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa
Lesa fréttina Bæklingur um áreitni á íslensku, ensku og pólsku
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í nýjasta heilsupistli Heilsuverndar er fjallað um kólesteról - þar er að finna gagnlegar upplýsingar um slæmt kólesteról, gott kólesteról og hvernig hægt er að lækka kólesteról. Áhugasamir geta kynnt sér pistilinn með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar

Fræðsludagatal