Fréttir

Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.
Lesa fréttina Nýtnivikan á Akureyri
Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?

Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?

Þann 20. nóvember n.k. kl: 14-17 verður málþing á vegum ÖBÍ undir yfirskriftinni: Er gætt að geðheilbrigði? Þar verður stefna og aðgerðaráætlun i geðheilbrigðismálum til fjögurra ára rædd, en hún er nú á miðju tímabili. Markmiðið er að fara yfir stöðuna og skoða hvort aðgerðir séu í raun á áætlun.
Lesa fréttina Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?
Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar

Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar

Á haustdögum heimsóttu íbúar Eini – og Grenihlíðar, ásamt starfsfólki, bruggsmiðjuna Kalda á Árskógssandi. Agnes eigandi bruggsmiðjunnar tók vel á móti hópnum og bauð upp á bjórsmökkun. Hópurinn skoðaði einnig Bjórböðin og þá þjónustu sem þar er í boði við mikla hrifningu. Í september fóru starfsfólk eldhúss og skrifstofu ÖA til Danmerkur í náms – og kynnisferð. Ferðin heppnaðist vel og starfsfólkið heimsótti meðal annars Stóreldhús í Randers sem að þjónustar Öldrunarheimili og eldri borgara ásamt því að heimsækja ráðhúsið í Vejle.
Lesa fréttina Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar
Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu

Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu

Vinnutengd stoðkerfisvandamál eru viðamikið heilsufarsvandamál sem kostar samfélagið mikla fjármuni á ári hverju í formi veikindafjarvista, skertrar framleiðni og aukins sjúkrakostnaðar. Þegar kemur að vinnuaðstöðu og umhverfi á vinnustöðum er margt hægt að bæta til þess að minnka líkur á að starfsmenn þrói með sér vinnutengd stoðkerfisvandamál. Má þar nefna vinnuskipulag, vinnurými og sálfélagslegt umhverfi vinnustaðarins. Að auki geta einstaklingar nýtt sér ýmsar aðferðir í og utan vinnu til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
Lesa fréttina Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu
Konur taka af skarið!

Konur taka af skarið!

Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið? Föstudaginn 9. nóvember frá 8.30 til 15.30 fer fram námskeið um þátttöku í verkalýðshreyfingunni í sal Einingar- Iðju við Skipagötu á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi miðvikudaginn 7. nóvember á netfangið: kristinheba@akak.is eða í síma 461 4006.
Lesa fréttina Konur taka af skarið!

Fræðsludagatal