Fréttir

Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Nú er fræðsla að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Starfsmennt býður til að mynda upp á ýmis vefnámskeið á næstunni og hægt er að kynna sér þau inn á smennt.is. Félagsmenn í Kili og Sameyki geta sótt námskeið hjá Starfsmennt sér að kostnaðarlausu. Símey býður einnig upp á ýmis námskeið sem hægt er að skoða á síðunni þeirra. Einnig er hér frétt um námskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu. Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða einnig upp á fjölbreytt námskeið. Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga: Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum. Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur og Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar. Mörg námskeið hjá Símey eru félagsmönnum Einingar-Iðju að kostnaðarlausu. Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda. Félagsmenn Kennarasambands Íslands sem eru virkir og greidd eru félagsgjöld fyrir geta sótt um styrki í endurmenntunarsjóði. Það á við um kennara á leikskólum, grunnskólum og í tónlistarskólum. Einnig er fræðslu- og kynningarsjóður og starfsþróunarsjóður fyrir annað háskólamenntað fólk sem eru í sambandinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sambandsins hér. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.
Lesa fréttina Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir
Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Nú er námskeiðshald að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) býður til að mynda upp á fjölbreytt námskeið. Á haustönn eru mörg spennandi tómstunda- og vinnustaðatengdnámskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn
Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi. Það er á ábyrgð okkar allra að líða ekki óæskilega hegðun á vinnustöðum Akureyrarbæjar og ef við verðum vör við slíka hegðun þá ræðum við málið og komum upplýsingum til yfirmanns eða annara sem geta tekið á málinu.
Lesa fréttina Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi
Ert þú að missa af þessu?

Ert þú að missa af þessu?

Starfsfólk Akureyrarbæjar hefur aðgang að flottu námskeiði frá Akademias sem ber heitið Vakinn. Vakinn inniheldur áfanga um hvatningu, streitustjórnun og betri svefn. Námið er hannað með það að markmiði að undirbúa fólk til að takast á við erfiða tíma.
Lesa fréttina Ert þú að missa af þessu?
Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Við minnum á síðuna Tilboð og afslættir hér inn á starfsmannahandbókinni. Nýtt tilboð í heilsurækt var að bætast við:
Lesa fréttina Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Fræðsludagatal