Fréttir

Gefum jólaljósum lengra líf

Gefum jólaljósum lengra líf

Plastiðjan Bjarg Iðjulundur hefur til margra ára haft umhverfisvernd og endurnýtingu að leiðarljósi og hefur til fjölda ára nýtt vaxafganga og kerti sem eru ekki söluhæf, svokallað úrgangsvax til útikertaframleiðslu. Á hverju ári eru notuð um 20 tonn af vaxi í útikertin, þar af eru um 7 tonn af úrgangsvaxi en restin er innflutt vax. Möguleiki væri að framleiða meira fengi Plastiðjan Bjarg Iðjulundur meira úrgangsvax. Mikilvægt er að landsmenn séu duglegir að skila inn kertaafgöngum. Hér á Akureyri er hægt er að skila afgöngunum á grendarstöðvarnar, til Endurvinnslunnar Furuvöllum 11, að Réttarhvammi og til Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundar að Furuvöllum 1. Tekið er á móti öllum kertastubbum og vaxafgöngum til endurnýtingar. Einnig er tekið á móti sprittkertum en Plastiðjan Bjarg Iðjulundur stendur nú að endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertum“ ásamt Samtökum álframleiðenda, Endurvinnslunni, Fura málmendurvinnsla, Gámaþjónustunni, Íslenska gámafélaginu, Málmsteypan Hella, Samtökum iðnaðarins og Sorpu. Tilgangurinn er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi þess að endurvinna það ál sem fellur til á heimilum og hjá fyrirtækjum. Ætla má að á ári hverju séu notuð um 3 milljónir sprittkerta hér á landi. Til að setja hlutina í samhengi, þá dugar álið úr þremur sprittkertum í eina drykkjardós og einungis þarf þúsund sprittkerti til að búa til reiðhjól. Átakið hófst 6. desember og lýkur því 31. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um átakið má finna á vefsíðu þess hér
Lesa fréttina Gefum jólaljósum lengra líf
Fræðslusetrið Starfsmennt - tilkynning vegna náms á vorönn 2018

Fræðslusetrið Starfsmennt - tilkynning vegna náms á vorönn 2018

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur um árabil boðið aðildarfélögum að sækja fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um tiltekin starfstengd námskeið er að ræða og er sætafjöldi takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar. Upplýsingar um allt nám og þjónustu má finna á vef starfsmenntar: www.smennt.is
Lesa fréttina Fræðslusetrið Starfsmennt - tilkynning vegna náms á vorönn 2018
Heilsupistill Heilsuverndar - B12 vítamín

Heilsupistill Heilsuverndar - B12 vítamín

Í nýjasta heilsupistli Heilsuverndar er fjallað um nauðsyn B12 vítamíns, afhverju skortur á þeim verður, hverjar afleiðingarnar eru og hvernig hægt er að fást við þann skort sem getur orðið. Pistilinn má finna með því að smella HÉR - endilega kynnið ykkur málið.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar - B12 vítamín
Verklag vegna áreitnismála

Verklag vegna áreitnismála

Vakin er athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður á vinnustað eða verður vitni að þeim. Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi. Þá er það ítrekað að allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða annarskonar ofbeldi.
Lesa fréttina Verklag vegna áreitnismála
Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Dagana 25. nóv. til 10. des. verður 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem felst í að draga ofbeldið fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Allar nánari upplýsingar um átakið má finna HÉR.
Lesa fréttina Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Fræðsludagatal