Fréttir

Skráning orlofs í dagbækur og sjálfsvörun tölvupósts

Starfsmenn þurfa að skrá orlof sitt í dagbækur þegar tímabil orlofstöku liggur fyrir og stilla á sjálfssvörun (out of office) í tölvupósti þann tíma sem starfsmaður er í orlofi og því fjarverandi. Teknar hafa verið saman leiðbeiningar um það hvernig orlof er skráð í dagbækur og stillt er á sjálfssvörun tölvupósts - þær leiðbeiningar er að finna í gæðahandbók skjalasafns í ONE-kerfinu. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar þess efnis í starfsmannahandbók með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Skráning orlofs í dagbækur og sjálfsvörun tölvupósts
Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð á Akureyri er 24 tíma hátíð sem hefst kl. 12 á föstudag og stendur til klukkan 12 á laugardag. Á dagskránni eru 25 viðburðir út um allan bæ og fjölbreytnin er í fyrirrúmi.
Lesa fréttina Jónsmessuhátíð á Akureyri

Myndræn framsetning talnaefnis

Vakin er athygli á frétt um myndræna framsetningu talnaefnis á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur verið að þróa aðferðir við birtingu gagna og noti hugbúnaðinn Power BI frá Microsoft til að birta gögn myndrænt með gagnvirkum hætti og að þær framsetningar séu nú aðgengilegar á vef sambandsins
Lesa fréttina Myndræn framsetning talnaefnis
Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna fór fram í maí líkt og áður. Fjöldi starfsstöðva innan Akureyrarbæjar skráði sig í til leiks og kepptist við að hjóla meira en náunginn. Keppnin skiptist í nokkra flokka eftir fjölda starfsmanna. Heilsuráð Akureyrarbæjar veitir stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan árangur í vinnustaðarkeppninni. Í ár var keppnin mikil og greinilegt að margir eru farnir að grípa í hjólið í maí. Útkoman var að fleiri hljóta nú viðurkenningu Heilsuráðs en áður enda fleiri orðnir duglegir en áður J Í ár voru það sjö stofnanir sem stóðu sig framúrskarandi vel. Heilsuráð fór á stúfana í síðustu viku og afhenti viðurkenningarnar til hlutaðeigandi aðila, sem voru Naustaskóli, Síðuskóli, Lundarskóli, Giljaskóli, Ráðhús Akureyrar, Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið og Heilsuleikskólinn Krógaból.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna
ARTIK NORAK - úrslit

ARTIK NORAK - úrslit

Fimmtudaginn 15. júní fór fram hið árlega ARTIC NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku í fimmta skiptið og nú í fyrsta skipti fór mótið fram í júní. Um 30 golfarar voru skráðir til leiks í mótinu sem fór fram í blíðskapar veðri á Golfvellinum að Jaðri. Í ár var líka haldin „drive-keppni“ og skotkeppni. Keppnin í golfmótinu var ótrúlega jöfn og fór svo að 3 efstu liðin fóru holurnar 9 á jafnmörgum höggum. Þurfti því að beita reiknireglum golfíþróttarinnar til að skera úr um sigurvegara. Í fyrsta sæti í golfmótinu urðu
Lesa fréttina ARTIK NORAK - úrslit

Fræðsludagatal