Fréttir

Eurovision vika á Fjársýslusviði

Eurovision vika á Fjársýslusviði

Starfsfólk fjársýslusviðs Akureyrarbæjar heldur hátíðlega uppá Eurovision en starfsfólkið þar hefur haldið í skemmtilega hefð undanfarin ár. Fyrir Eurovision vikuna þá skipta þau á milli sín undanriðlunum og hver starfsmaður dregur land og þarf svo að mæta með eitthvað á kaffistofuna þann dag sem að landið keppir. Venjan er að koma með eitthvað matakyns eða bara eitthvað sem tengist landi og þjóð.
Lesa fréttina Eurovision vika á Fjársýslusviði
Vorsýning í Skógarlundi

Vorsýning í Skógarlundi

Vorsýning Skógarlundar verður haldin föstudaginn 17.maí næstkomandi og verður opið hús milli kl 09:00 - 15:00. Sýnd verða verk eftir notendur Skógarlundar ásamt ljósmyndum úr starfinu og fleira skemmtilegt. Boðið verður upp á að kaupa möffins og kaffi af Starfsmannafélagi Skógarlundar.
Lesa fréttina Vorsýning í Skógarlundi
Frítt í sund í dag, 9. maí

Frítt í sund í dag, 9. maí

Í tilefni af Akureyri á iði er frítt í sundlaugar Akureyrarbæjar í dag, fimmtudaginn 9. maí. Einnig er boðið uppá 20% afslátt af árskortum í sund í maí.
Lesa fréttina Frítt í sund í dag, 9. maí
Áminning þegar lykilorð rennur út

Áminning þegar lykilorð rennur út

Advania ætlar að taka upp þá nýjung að senda notendum áminningu þegar lykilorð eru við það að renna út. Starfsfólk mun fá sendan tölvupóst þegar lykilorð rennur út eftir 15, 10, 5 og 1 dag
Lesa fréttina Áminning þegar lykilorð rennur út
Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Vinnustaðaátakið „Hjólað í vinnuna" hefst miðvikudaginn 8. maí og stendur til 28. maí. Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna

Fræðsludagatal