Fréttir

Innleiðing á hönnunarstaðli

Innleiðing á hönnunarstaðli

Á fundi bæjarstjórnar 3. desember sl. voru samþykktar reglur um notkun á merki bæjarins og hönnunarstaðall. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélagið vinnur í samræmi við hönnunarstaðal en í honum er fjallað um notkun byggðarmerkis bæjarins og meðferð á gögnum og markaðsefni í nafni Akureyrarbæjar og er tilgangurinn að veita skýrar leiðbeiningar um samhæfða og stílhreina framsetningu gagna og kynningarefnis um starfsemi bæjarins. Öll svið og stofnanir bæjarins skulu fylgja hönnunarstaðlinum.
Lesa fréttina Innleiðing á hönnunarstaðli

Fyrirkomulag á útborgun launa

Í þeim kjarasamningum sem búið er að samþykkja hjá sveitarfélögum var gerð breyting á texta um útborgun launa en í grein 1.1.1.1 segir að: 1.1.1.1 Föst laun skulu greidd eftir á, eigi síðar en fyrsta dag hvers mánaðar. Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídegi skal útborgun launa fara fram síðasta virka dag þar á undan. Sami texti mun koma í alla samninga sem gengið verður frá á næstu mánuðum og er fyrirkomulag útborgana í samræmi við breytt ákvæði kjarasamninga. Þetta þýðir að laun eru greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar nema ef fyrsti dagur mánaðar beri upp á frídegi.
Lesa fréttina Fyrirkomulag á útborgun launa
Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna

Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna

Eftirfarandi bókanir voru gerðar á fundi fræðslunefndar 30. mars sl. 1. Staða námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar Bókun: Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021. 2. Staða námsleyfasjóðs embættismanna Akureyrarbæjar Bókun: Með vísan til stöðu námsleyfasjóðs embættismanna Akureyrarbæjar samþykkir fræðslunefnd Akureyrarbæjar að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki vegna náms á árunum 2020-2021.
Lesa fréttina Námsleyfasjóðir auglýsa ekki eftir umsóknum fyrir skólaárið 2020-2021 vegna stöðu sjóðanna
Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma

Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma

Nýjung fyrir Vinnustund. Þróaður hefur verið sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma sem er tenging við Vinnustund. Vefslóðin er smastund.akureyri.is og gildir sami aðgangur og að Vinnustund. Það tekur smástund að opna vefinn í fyrsta skiptið. Stuttar leiðbeiningar má finna hér. Ábendingar og spurningar skulu sendar í tölvupósti á kristjana@akureyri.is eða jonsb@akureyri.is
Lesa fréttina Smástund – Sjálfsþjónustuvefur fyrir snjallsíma
Fjarfundamenning

Fjarfundamenning

Að mörgu þarf að huga varðandi fjarfundamenningu. Tæki og tól þurfa að vera til staðar en einnig þarf að gæta að jafnri stöðu fundarmanna og að allir þekki hvernig nálgast skal fundarsköp á fjarfundum. Hagnýtan bækling um fjarfundamenningu má nálgast hér. Bæklingurinn er hluti af afurð verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY fékk styrk fyrir á síðasta ári og bar heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið verkefnisins var að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Eyþingssvæðinu á fjarfundum. Ef starfsmenn vilja kynna sér meira um verkefnið og/eða nálgast meira efni er tengist fjarfundum þá er hægt að nálgast það hér. Við bendum einnig á hnappinn Vellíðan starfsfólks í samkomubanni en þar má nálgast fleiri gagnlegar upplýsingar vegna fjarvinnu ásamt ýmsu efni um vellíðan, tilfinningar og fleira.
Lesa fréttina Fjarfundamenning

Fræðsludagatal