Fréttir

Hver er maðurinn?

Ungi maðurinn á myndinni er fæddur á Akureyri 7. maí 1981, ólst upp í nágrenni Akureyrar í fyrstu en flutti síðan hingað níu ára gamall og hefur búið hér síðan. Hann á ættir að rekja til Svarfaðardals og Snæfjallastrandar. Er giftur og á fjögur börn. Hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá unglingsaldri, fyrir utan nokkur ár hjá Húsasmiðjunni. Hver er maðurinn?
Lesa fréttina Hver er maðurinn?
Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks

Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks

Samkvæmt “Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar” auglýsir fræðslunefnd Akureyrarbæjar hér með eftir umsóknum til námsleyfa á árunum 2019-2020. Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2019. Umsóknin er rafræn inn á íbúagáttinni hér. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel “Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar” á heimasíðu Akureyrarbæjar. Rétt er að benda á að með umsókn um námsleyfi skal fylgja vottorð um samþykki yfirmanns samkvæmt ofangreindri samþykkt. Í vottorðinu skal yfirmaður rökstyðja hvernig námið mun nýtast vinnustaðnum. Fyrirspurnum svarar Anna Lilja Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi, í síma 460-1062 eða á annalb@akureyri.is
Lesa fréttina Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks
Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars

Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars

Á morgun 1. mars er Alþjóðlegi hrósdagurinn. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er fátt sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni. Hrós felur í sér kærleika og lætur aðra finna að við kunnum að meta þá. Meðfylgjandi er gleðikort frá VIRK sem hægt er að nota til að hrósa samstarfsmanni, maka, systkini, vini eða nágranna rafrænt. Gerum 1. mars að alvöru hrósdegi.
Lesa fréttina Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars
Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála

Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála

Nýjasta fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið út og er þar að finna áhugaverðar upplýsingar. Þar er m.a. að finna umfjöllun um drög að opinberri orkustefnu, umræðu- og upplýsingafund um NPA sem fer fram 15. febrúar, heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og fræðslu um vellíðan leikskólabarna. Fréttabréf: smellið HÉR
Lesa fréttina Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill febrúarmánaðar frá Heilsuvernd fjallar um kvef og er þar að finna svör við áhugaverðum spurningum. Fróðleikurinn snýr að því hvað kvef er, hvenær smithætta er af kvefuðu fólki, hvað er til ráða við kvefi, hvers ber sérstaklega að gæta hvað varðar kvef, hvort kvefað fólk geti stundað vinnu, hvort hægt sé að forðast kvefsmit og hvort hægt sé að meðhöndla kvef með penisillíni eða öðrum fúkkalyfjum. Pistilinn má nálgast í heild sinni með því að smella HÉR - endilega kynntu þér þau aðalatriði sem varða kvef.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar

Fræðsludagatal