Fréttir

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 1. og 3. október.

Starfslokanámskeið verður haldið dagana 1. og 3. október.

Í byrjun október verður haldið starfslokanámskeið á vegum Akureyrarbæjar, Sjúkrahússins á Akureyri, Norðurorku og Verkmenntaskólans á Akureyri. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Haustið 2017 sóttu um 80 manns samskonar námskeið sem mikil ánægja var með.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið verður haldið dagana 1. og 3. október.
Tilboð og afslættir fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Tilboð og afslættir fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Kæru starfsmenn Akureyrarbæjar. Það er okkur sönn ánægja að kynna að ný síða með tilboðum og afsláttum fyrir starfsmenn bæjarins hefur verið opnuð í starfsmannahandbókinni okkar.
Lesa fréttina Tilboð og afslættir fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar
LÝSA – rokkhátíð samtalsins 6. og 7. September í Hofi

LÝSA – rokkhátíð samtalsins 6. og 7. September í Hofi

Allir eru velkomnir á LÝSU – rokkhátíð samtalsins. Dagskrá hátíðarinnar saman stendur af viðburðum sem hafa samfélagslega tengingu, eru opnir öllum og án aðgangseyris. LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Þar fara fram fjörugar umræður í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði. LÝSA býður öllum að koma og varpa ljósi á sín málefni.
Lesa fréttina LÝSA – rokkhátíð samtalsins 6. og 7. September í Hofi
Mannauðsmoli - Aukin vellíðan á vinnustað

Mannauðsmoli - Aukin vellíðan á vinnustað

Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Með heilsueflingu á vinnustöðum er stefnt að því að auka vellíðan með því að bæta vinnuskipulag, vinnuumhverfi og samskipti á vinnustað.
Lesa fréttina Mannauðsmoli - Aukin vellíðan á vinnustað
Persónuafsláttur

Persónuafsláttur

Nýir starfsmenn hjá Akureyrarbæ þurfa að fylla út sérstakt eyðublað um nýtingu persónuafsláttar inn á www.ibuagatt.akureyri.is ef þeir vilja nýta persónuafsláttinn sinn hjá Akureyrarbæ. Athygli skal vakin á því að ef rof hefur orðið á ráðningu hjá Akureyrarbær þarf að skila aftur inn eyðublaðinu um nýtingu persónuafsláttar.
Lesa fréttina Persónuafsláttur

Fræðsludagatal