Fréttir

Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Miðaldadagar á Gásum verða haldnir 20. og 21. júlí. Þá mun miðaldakaupstaðurinn rísa á hinum forna verslunarstað Gásum. Miðaldadagar eru einstök upplifun og í boði verður fjölbreytt dagskrá. Kaupmenn selja miðaldavarning, handverksfólk við vinnu, bókfell unnið úr skinnum, vattarsaumur, leirverk, smjörgerð, tréskurður, bardagamenn, eldsmiðir, völva, seiðkona, kaðlagerð, knattleikur, bogfimi, grjótkast, örleikrit, leiðsögn um svæðið og ýmsar uppákomur. Gestum gefst tækifæri til þess að upplifa fortíðina, hitta Gásverja, kynnast daglegum störfum og jafnvel fá að prófa eitt og annað.
Lesa fréttina Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar
Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi

Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi

Í þessari viku sótti Illugi Dagur Haraldsson, nemandi í 6. bekk Oddeyrarskóla ráðstefnu umboðsmanna barna í Evrópu í Brussel. Þar kynnti hann afrakstur vinnu að réttindaverkefni með verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags á Akureyri í samvinnu við umboðsmann barna. Tveim ungmennum frá Íslandi var boðið að sækja ráðstefnuna með umboðsmanni barna Salvör Nordal. Verkefnið snýr að réttindum barna í stafrænum heimi og var fulltrúi Akureyrar bænum sínum til sóma. 
Lesa fréttina Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi
Vel heppnað starfsmannagolfmót

Vel heppnað starfsmannagolfmót

Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku fór fram í gær við geggjaðar aðstæður að Jaðri. Alls mættu 26 golfarar til leiks, bæði vanir og óvanir og spiluðu 9 holur skv. Texas Scramble mótafyrirkomulaginu.   Í fyrsta sæti á mótinu urðu: Egill Valgerisson Viðar Jónsson Anna Pálína Jóhannsdóttir Arnar Þór Jóhannesson   Í öðru sæti urðu: Bjarni Thorarensen Jóhannsson Halla Sif Vilberg Hjaltalín Einar Valbergsson   Í þriðja sæti urðu: Sigurður Freyr Sigurðsson (Bibbi) Jón S. Hansen Eiríkur Jónasson María Aðalsteinsdóttir   Mótanefnd þakkar öllum þátttakendum, Golklúbbi Akureyrar og samstarfsaðilum fyrir fjölda vinninga sem veittir voru í mótslok. Sjáumst að sama tíma að ári, ef ekki fyrr. Mótanefnd: Ellert Örn Guðmundur Karl Halla Sif Jón S. Hansen
Lesa fréttina Vel heppnað starfsmannagolfmót
Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna

Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna

Í síðustu viku veitt Heilsuráð Akureyrarbæjar nokkrum stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan og fyrirmyndaárangur í vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna sem stóð yfir í maímánuði. Vinnustaðirnir sem hlutu viðurkenningar í ár eru Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið, Heilsuleikskólinn Krógaból, Leikskólinn Lundarsel, Síðuskóli, Lundarskóli og SVA/Ferliþjónustan. Til hamingju allir með vel unnið verk og „keep up the good work"! Starfsmenn þessara stofnanna eru öðrum stofnunum til fyrirmyndar í notkun hjólreiða til og frá vinnu og vonandi að þessi hópur stækki enn meira á komandi misserum. Meðfylgjandi myndir eru af fulltrúum vinnustaðanna að taka við viðurkennningunum.
Lesa fréttina Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna
Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Mánudaginn 24. júní fer starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku fram á golfvelli GA við Jaðar. Mæting er kl. 17:00. Mótið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Ýmis verðlaun eru í boði. Skráning fer fram með tölvupósti á ellert@akureyri.is þar sem koma skal fram: Nafn, vinnustaður, forgjöf (ef við á) og netfang. Skráningu lýkur kl. 12:00, föstudaginn 21. júní. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér. Keppnisskilmála má finna hér.
Lesa fréttina Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Fræðsludagatal